Kanna hagkvæmni þess að byggja áburðarverksmiðju Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2022 23:23 Áburðarverksmiðja var starfrækt í Gufunesi í hartnær hálfa öld. Stöð 2/Skjáskot. Ný áburðarverksmiðja gæti risið á Íslandi. Þrjú fyrirtæki, HS Orka, Kaupfélag Skagfirðinga og Fóðurblandan, hafa ákveðið að kanna hagkvæmni þess að reisa verksmiðju til framleiðslu á tilbúnum áburði og er stefnt að niðurstöðu í haust. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi var fyrsta orkufreka stóriðjan á Íslandi, reist á árunum 1952 til 1954. Samtímis var Írafossvirkjun byggð við Sogið sem þá var stærsta virkjun landsins. Írafossvirkjun í Soginu var byggð á sama tíma og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og mætti orkuþörf hennar.Stöð 2/Einar Árnason. Áburðarverksmiðjan var síðar seld einkaaðilum en áburðarframleiðslu lauk þar árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti verksmiðjusvæðið. Síðan hafa Íslendingar keypt allan sinn áburð frá útlöndum, milli 45 og 50 þúsund tonn á ári, og má áætla að áburðarkaupin kosti þjóðina milli fjóra og fimm milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári. En núna hafa þrír aðilar sameinast um að skoða hagkvæmni þess að reisa nýja áburðarverksmiðju á Íslandi. Fulltrúar HS Orku, Kaupfélags Skagfirðinga og Fóðurblöndunnar, dótturfélags KS, undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Áburður hífður á land á Sauðárkróki úr norsku flutningaskipi í marsmánuði 2018.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að sögn talsmanna þeirra liggur ekkert fyrir um hvar verksmiðjan yrði staðsett á landinu. Æskilega staðsetningu segja þeir þó nálægt orkuveri og höfn sem og stærsta markaðssvæðinu, Suðurlandi. Samstarfið felur í sér að kanna framleiðslu áburðar með grænni íslenskri orku fyrir innanlandsmarkað fyrir bændur og aðra sem þarfnast hans til ræktunar. Jafnframt á að kanna hvort raunhæft sé að flytja út áburð á erlenda markaði og er gert ráð fyrir að hagkvæmniathuguninni verði lokið í september á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Orkumál Skagafjörður Stóriðja Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi var fyrsta orkufreka stóriðjan á Íslandi, reist á árunum 1952 til 1954. Samtímis var Írafossvirkjun byggð við Sogið sem þá var stærsta virkjun landsins. Írafossvirkjun í Soginu var byggð á sama tíma og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi og mætti orkuþörf hennar.Stöð 2/Einar Árnason. Áburðarverksmiðjan var síðar seld einkaaðilum en áburðarframleiðslu lauk þar árið 2002 þegar Reykjavíkurborg keypti verksmiðjusvæðið. Síðan hafa Íslendingar keypt allan sinn áburð frá útlöndum, milli 45 og 50 þúsund tonn á ári, og má áætla að áburðarkaupin kosti þjóðina milli fjóra og fimm milljarða króna í gjaldeyri á þessu ári. En núna hafa þrír aðilar sameinast um að skoða hagkvæmni þess að reisa nýja áburðarverksmiðju á Íslandi. Fulltrúar HS Orku, Kaupfélags Skagfirðinga og Fóðurblöndunnar, dótturfélags KS, undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag. Áburður hífður á land á Sauðárkróki úr norsku flutningaskipi í marsmánuði 2018.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Að sögn talsmanna þeirra liggur ekkert fyrir um hvar verksmiðjan yrði staðsett á landinu. Æskilega staðsetningu segja þeir þó nálægt orkuveri og höfn sem og stærsta markaðssvæðinu, Suðurlandi. Samstarfið felur í sér að kanna framleiðslu áburðar með grænni íslenskri orku fyrir innanlandsmarkað fyrir bændur og aðra sem þarfnast hans til ræktunar. Jafnframt á að kanna hvort raunhæft sé að flytja út áburð á erlenda markaði og er gert ráð fyrir að hagkvæmniathuguninni verði lokið í september á þessu ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Orkumál Skagafjörður Stóriðja Tengdar fréttir Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10 Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Sauðfjárbændur að kikna undan verðhækkunum á áburði og olíu Sauðfjárbændur um land allt hafa miklar áhyggjur af afkomunni eftir tvöföldun áburðarverðs og olíuverðshækkanir. Talsmaður greinarinnar óttast að ásettu fé geti fækkað um allt að fjórðung í haust. Bændur í Hrútafirði hafa þó svartan húmor og gera grín að afleitri stöðu. 28. mars 2022 23:10
Áburðarflutningar boða vorkomuna í Skagafirði Bændur eru farnir að huga að vorverkunum. Einn af vorboðunum til sveita eru áburðarflutningar til bænda, sem nú eru hafnir. 23. mars 2018 20:30