Sænski grínistinn Sven Melander látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2022 08:07 Sven Melander varð 74 ára gamall. Wikipedia Commons Sænski grínistinn Sven Melander er látinn, 74 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið og segir í tilkynningu að hann hafi andast á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar. Melander starfaði á ferli sínum sem leikari, blaðamaður, uppistandari og þáttastjórnandi og skipaði sér sess sem einn ástsælasti skemmtikraftur landsins. Melander fæddist í Malmö 1947 og menntaði sig til verkfræðings þó að hann hafi fljótt ákveðið að leggja ekki verkfræðina sérstaklega fyrir sig. Hann hóf þá nám í blaðamennsku og starfaði sem blaðamaður á Aftonbladet um margra ára skeið, að því er segir í frétt SVT. Sumarið 1979 kynntist hann svo fyrir tilviljun leikaranum og skemmtikraftinum Lasse Åberg í partýi og árið 1980 bauð Åberg Melander að fara með hlutverk hins drykkfellda Bertil „Berra“ Olsson í gamanmyndinni Sällskapsresan. Árið 1985 sagði hann skilið við blaðamennskuna og hóf þá farsælan feril sem skemmtikraftur í sjónvarpi. Naut hann meðal annars vinsælda vegna frammistöðu sinnar í þáttunum Nöjesmassakern og svo sem „Steve med Lloyden“ í þáttunum Tack för kaffet. Svíþjóð Andlát Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Melander starfaði á ferli sínum sem leikari, blaðamaður, uppistandari og þáttastjórnandi og skipaði sér sess sem einn ástsælasti skemmtikraftur landsins. Melander fæddist í Malmö 1947 og menntaði sig til verkfræðings þó að hann hafi fljótt ákveðið að leggja ekki verkfræðina sérstaklega fyrir sig. Hann hóf þá nám í blaðamennsku og starfaði sem blaðamaður á Aftonbladet um margra ára skeið, að því er segir í frétt SVT. Sumarið 1979 kynntist hann svo fyrir tilviljun leikaranum og skemmtikraftinum Lasse Åberg í partýi og árið 1980 bauð Åberg Melander að fara með hlutverk hins drykkfellda Bertil „Berra“ Olsson í gamanmyndinni Sällskapsresan. Árið 1985 sagði hann skilið við blaðamennskuna og hóf þá farsælan feril sem skemmtikraftur í sjónvarpi. Naut hann meðal annars vinsælda vegna frammistöðu sinnar í þáttunum Nöjesmassakern og svo sem „Steve med Lloyden“ í þáttunum Tack för kaffet.
Svíþjóð Andlát Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira