„Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2022 07:01 Listamaðurinn Árni Már Erlingsson sækir gjarnan innblástur í hversdagsleikann. Vilhelm Gunnarsson/Vísir Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: Klippa: KÚNST - Árni Már List til styrktar Úkraínu Það er nóg um að vera í lífi Árna þar sem hann vinnur sem myndlistarmaður, sér um rekstur Portsins og heldur reglulegar sýningar. Meðal annars hefur hann skipulagt viðburðina Artists 4 Ukraine sem er listaverkauppboð á íslenskri myndlist og öll sala uppboðsins rennur til góðgerðarmálefna í Úkraínu. Hægt er að fylgjast með því hér. Sjósundið, lífið og tilveran Sem listamaður er Árni hvað þekktastur fyrir þykka áferð á striga en hugmyndin að þeim verkum kviknaði meðal annars í gegnum sjósundið, sem Árni hefur stundað í dágóðan tíma og kallar sport lata mannsins þar sem útrásin er öflug fyrir stuttan tíma. View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Þrátt fyrir að vera heillaður af sjónum segir hann innblásturinn ekki skorðaðan við eitthvað afmarkað. „Þessi hugmynd um innblástur og allt þetta. Jú vissulega geturðu farið á sýningar og fengið massívan innblástur af einhverju og eitthvað svoleiðis en ég held að innblásturinn komi bara af öllu sem við gerum,“ segir Árni en verk hans sækja meðal annars innblástur í hversdagsleikann út í gegn og þá sérstaklega í ákveðinni seríu þar sem hann notast við form sem hafa fylgt honum lengi. „Þessi form verða til af því þetta var einhvern veginn eitthvað sem ég var alltaf að gera. Til dæmis ef ég var í símanum og að krassa á blað á meðan. Eða ég var á fundi og var með bók við hliðina á mér. Þá var ég alltaf að krassa einhver form. Þannig ég ákvað að taka það sérstaklega fyrir og drita niður öllum þessu helstu formum sem ég var alltaf að teikna og útfæra þau í þessi verk.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Klippa: KÚNST - Árni Már List til styrktar Úkraínu Það er nóg um að vera í lífi Árna þar sem hann vinnur sem myndlistarmaður, sér um rekstur Portsins og heldur reglulegar sýningar. Meðal annars hefur hann skipulagt viðburðina Artists 4 Ukraine sem er listaverkauppboð á íslenskri myndlist og öll sala uppboðsins rennur til góðgerðarmálefna í Úkraínu. Hægt er að fylgjast með því hér. Sjósundið, lífið og tilveran Sem listamaður er Árni hvað þekktastur fyrir þykka áferð á striga en hugmyndin að þeim verkum kviknaði meðal annars í gegnum sjósundið, sem Árni hefur stundað í dágóðan tíma og kallar sport lata mannsins þar sem útrásin er öflug fyrir stuttan tíma. View this post on Instagram A post shared by Arni Mar Erlingsson (@arni_mar) Þrátt fyrir að vera heillaður af sjónum segir hann innblásturinn ekki skorðaðan við eitthvað afmarkað. „Þessi hugmynd um innblástur og allt þetta. Jú vissulega geturðu farið á sýningar og fengið massívan innblástur af einhverju og eitthvað svoleiðis en ég held að innblásturinn komi bara af öllu sem við gerum,“ segir Árni en verk hans sækja meðal annars innblástur í hversdagsleikann út í gegn og þá sérstaklega í ákveðinni seríu þar sem hann notast við form sem hafa fylgt honum lengi. „Þessi form verða til af því þetta var einhvern veginn eitthvað sem ég var alltaf að gera. Til dæmis ef ég var í símanum og að krassa á blað á meðan. Eða ég var á fundi og var með bók við hliðina á mér. Þá var ég alltaf að krassa einhver form. Þannig ég ákvað að taka það sérstaklega fyrir og drita niður öllum þessu helstu formum sem ég var alltaf að teikna og útfæra þau í þessi verk.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Menning Myndlist Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Fleiri fréttir Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01