Tölvuþrjótar taka yfir Twitter-aðgang Bjartrar framtíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. apríl 2022 16:08 Svona lítur Twitter-aðgangur Bjartrar framtíðar út í dag. Tölvuþrjótar virðast hafa stolið aðgangnum og gjörbreytt honum. Twitter Tölvuþrjótar virðast hafa tekið yfir Twitter-aðgang stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar. Búið er að breyta notendanafninu, forsíðumyndinni og nú birtast einungis færslur um einstök stafræn skírteini eða NFT. Fyrrverandi formaður flokksins kemur af fjöllum. NFT er ætlað að vera nýtt form listar sem er einungis til á stafrænu formi. Myndirnar eru til á svokölluðu „blockchain“ og þar er hægt að sanna hvort þú sért eigandi hennar eða ekki. Síðan hefur ekki verið í notkun síðan árið 2017 þegar verið var að kjósa til Alþingis. Flokkurinn náði ekki manni inn í þeim kosningum og hlaut aðeins 1,2% atkvæða. Einstaklingurinn sem tók yfir síðuna hefur væntanlega viljað eignast aðgang með hinu afar eftirsótta, bláa og hvíta „verified“ merki. Þá getur hann litið út fyrir að eiga listaverkin sem hann birtir myndir af, en svo er ekki. Gjafaleikir til að auka vinsældir Forsíðumynd aðgangsins er af listaverki úr hinni geysivinsælu Bored Apes-línu sem er sú verðmætasta meðal safnara. Hægt er að skoða hver raunverulegur eigandi myndarinnar er í gegnum vefsíðuna OpenSea og þar kemur í ljós að hann er allt annar. Á vefsíðunni auglýsir þjófurinn gjafaleiki sem eru væntanlega svindl. Hann segist vilja að fólk deili færslum sínum til að eiga möguleika á að sigra. fast giveaway guys !! 1 winner of a nft or eth who retweets , likes and follows me fast! — tid (@bjortframtid) April 1, 2022 Síðan er á miklu flugi eftir að henni var stolið og eru um 100 fylgjendur að bætast í hópinn á mínútu fresti. Fylgjendur eru sjötíu þúsund þegar þetta er skrifað. Kannast ekki við málið Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var seinast skráður formaður flokksins sem bauð sig ekki fram í Alþingiskosningunum á seinasta ári. Hún situr þó í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fyrir hönd BF Viðreisn sem er sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Theodóra segir í samtali við Vísi að hún viti ekkert um málið og hafi aldrei komið nálægt síðunni. Samfélagsmiðlar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
NFT er ætlað að vera nýtt form listar sem er einungis til á stafrænu formi. Myndirnar eru til á svokölluðu „blockchain“ og þar er hægt að sanna hvort þú sért eigandi hennar eða ekki. Síðan hefur ekki verið í notkun síðan árið 2017 þegar verið var að kjósa til Alþingis. Flokkurinn náði ekki manni inn í þeim kosningum og hlaut aðeins 1,2% atkvæða. Einstaklingurinn sem tók yfir síðuna hefur væntanlega viljað eignast aðgang með hinu afar eftirsótta, bláa og hvíta „verified“ merki. Þá getur hann litið út fyrir að eiga listaverkin sem hann birtir myndir af, en svo er ekki. Gjafaleikir til að auka vinsældir Forsíðumynd aðgangsins er af listaverki úr hinni geysivinsælu Bored Apes-línu sem er sú verðmætasta meðal safnara. Hægt er að skoða hver raunverulegur eigandi myndarinnar er í gegnum vefsíðuna OpenSea og þar kemur í ljós að hann er allt annar. Á vefsíðunni auglýsir þjófurinn gjafaleiki sem eru væntanlega svindl. Hann segist vilja að fólk deili færslum sínum til að eiga möguleika á að sigra. fast giveaway guys !! 1 winner of a nft or eth who retweets , likes and follows me fast! — tid (@bjortframtid) April 1, 2022 Síðan er á miklu flugi eftir að henni var stolið og eru um 100 fylgjendur að bætast í hópinn á mínútu fresti. Fylgjendur eru sjötíu þúsund þegar þetta er skrifað. Kannast ekki við málið Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var seinast skráður formaður flokksins sem bauð sig ekki fram í Alþingiskosningunum á seinasta ári. Hún situr þó í bæjarstjórn Kópavogsbæjar fyrir hönd BF Viðreisn sem er sameiginlegt framboð Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. Theodóra segir í samtali við Vísi að hún viti ekkert um málið og hafi aldrei komið nálægt síðunni.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira