Fékk nóg af sálarlausri fjöldaframleiðslu og sneri sér að sjálfbærri hönnun Vogue fyrir heimilið 4. apríl 2022 14:39 Vörurnar frá Lübech living eru sjálfbær hönnun og framleiðsla. Vörurnar fást í Vogue fyrir heimilið. Danska lífsstílsfyrirtækið Lübech Living hannar umhverfisvænar vörur fyrir heimilið sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt, meðal annars af handverksfólki í Taívan, Víetnam og Sri lanka. Hjónin Søren og Susanne Lübech stofnuðu fyrirtækið árið 2009 en Søren hafði þá unnið í innanhússhönnunarbransanum í mörg ár og var orðinn hundleiður á að versla með „sálarlaus” vörumerki. Hjónin Søren og Susanne Lübech stofnuðu fyrirtæki um sjálfbæra hönnun og framleiðslu á heimilisvörum. „Þau höfðu bara enga sögu,“ segir Søren. „Nokkrum árum fyrr hafði ég kynnst náunga frá Tælandi, Vance Kitira, sem vakti áhuga minn á að nota náttúruafurðir og hrein hráefni. Ég endurvakti kynnin við Vance þegar ég gafst upp á þvælast milli vörusýninga þar sem lítið var annað að sjá en fjöldaframleidda hluti og við hófum samstarf við sjálfbærniverkefni í Sri Lanka. Verkefnið sneri að atvinnusköpun kvenna og framleiðslu úr endurunnum pappír og það var upphafið að Oohh vörulínunni okkar,“ útskýrir Søren, en Oohh fæst í Vogue fyrir heimilið. Oohh vörulínan samanstendur meðal annars af blómapottum, körfum og vösum úr endurunnum pappír sem gerður er vatnsheldur með náttúrlegu latexi og keramikvörum sem brenndar eru með sólarorku. Þá bættust kertastjakar við línuna sem unnir eru úr endurunnu járni af handverksmönnum í Serbíu og fleira er í pípunum. Hönnun línunnar er látlaus en afar falleg og hugmyndafræðin á bak við vörurnar féll vel í kramið í Evrópu og Skandinavíu, svo vel að fyrstu viðbrögð fólks mótuðu nafnið á línuna. „Fólk var mjög hrifið. Við heyrðum þetta aftur og aftur „oohh!“ og nú er það markmið okkar að fá þessi viðbrögð alltaf þegar við kynnum nýja vöru í línunni,“ segir Søren. Hugmyndasmiðurinn á bak við vörurnar er Susanne, eiginkona Søren. Hún er markaðsfræðingur og sjálfmenntaður hönnuður sem fær „klikkaðar hugmyndir“ að sögn Søren en iðnhönnuður starfar við hlið hennar og sér um tæknileg atriði. „Josefine útfærir hugmyndir Susanne svo þær ganga upp. Þær eru frábært teymi,“ segir Søren sposkur. „Það starfa annars átta manns á stofunni sem öll hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og umhverfisvernd. Við styttum okkur aldrei leið í okkar vinnu og veljum samstarfsaðila í framleiðslunni vandlega. Við heimsækjum alltaf framleiðslusvæðið og skoðum aðstæður starfsmanna, hráefnið og framleiðsluaðferðirnar. Þau búa yfir þekkingunni og hráefninu og við aðlögum okkur að því. Stundum klárast hráefnið og þá þurfum við að gera hlé eða mögulega þróa eitthvað nýtt. Nýjasti samstarfsaðili okkar er glerblásari í Póllandi sem endurvinnur glerkrukkur og flöskur og býr til nýja hluti. Þau eru með mjög flotta starfsemi og við ætlum okkur stóra hluti með þeim. Þetta er alltaf samvinna og við lítum á samstarfsfólk okkar sem vini. Það er ekki sjálfgefið í viðskiptasambandi,“ segir Søren og telur ekki mörg fyrirtæki í heiminum geta státað af fullkominni sjálfbærni í sinni framleiðslu eins og Lübech Living. „Það vinna auðvitað margir í átt að sjálfbærni og mörg fyrirtæki eru með eina eða tvær sjálfbærar vörulínur í bland við annað. Við í Lübech Living erum brautryðjendur, sem getur vissulega verið erfitt á köflum en við ætlum okkur aldrei út af sporinu. Þetta er framtíðin. Unga kynslóðin er vel meðvituð um umhverfissjónarmið og setur pressu sem neytendur á framleiðendur. Þannig mjakast hlutirnir í rétta átt sem er gott. Við viljum ekki eigna okkur þetta ein,“ segir Søren. Nánar um Lübech Living hér. Vörurnar fást í Vogue fyrir heimilið. Hús og heimili Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Hjónin Søren og Susanne Lübech stofnuðu fyrirtæki um sjálfbæra hönnun og framleiðslu á heimilisvörum. „Þau höfðu bara enga sögu,“ segir Søren. „Nokkrum árum fyrr hafði ég kynnst náunga frá Tælandi, Vance Kitira, sem vakti áhuga minn á að nota náttúruafurðir og hrein hráefni. Ég endurvakti kynnin við Vance þegar ég gafst upp á þvælast milli vörusýninga þar sem lítið var annað að sjá en fjöldaframleidda hluti og við hófum samstarf við sjálfbærniverkefni í Sri Lanka. Verkefnið sneri að atvinnusköpun kvenna og framleiðslu úr endurunnum pappír og það var upphafið að Oohh vörulínunni okkar,“ útskýrir Søren, en Oohh fæst í Vogue fyrir heimilið. Oohh vörulínan samanstendur meðal annars af blómapottum, körfum og vösum úr endurunnum pappír sem gerður er vatnsheldur með náttúrlegu latexi og keramikvörum sem brenndar eru með sólarorku. Þá bættust kertastjakar við línuna sem unnir eru úr endurunnu járni af handverksmönnum í Serbíu og fleira er í pípunum. Hönnun línunnar er látlaus en afar falleg og hugmyndafræðin á bak við vörurnar féll vel í kramið í Evrópu og Skandinavíu, svo vel að fyrstu viðbrögð fólks mótuðu nafnið á línuna. „Fólk var mjög hrifið. Við heyrðum þetta aftur og aftur „oohh!“ og nú er það markmið okkar að fá þessi viðbrögð alltaf þegar við kynnum nýja vöru í línunni,“ segir Søren. Hugmyndasmiðurinn á bak við vörurnar er Susanne, eiginkona Søren. Hún er markaðsfræðingur og sjálfmenntaður hönnuður sem fær „klikkaðar hugmyndir“ að sögn Søren en iðnhönnuður starfar við hlið hennar og sér um tæknileg atriði. „Josefine útfærir hugmyndir Susanne svo þær ganga upp. Þær eru frábært teymi,“ segir Søren sposkur. „Það starfa annars átta manns á stofunni sem öll hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og umhverfisvernd. Við styttum okkur aldrei leið í okkar vinnu og veljum samstarfsaðila í framleiðslunni vandlega. Við heimsækjum alltaf framleiðslusvæðið og skoðum aðstæður starfsmanna, hráefnið og framleiðsluaðferðirnar. Þau búa yfir þekkingunni og hráefninu og við aðlögum okkur að því. Stundum klárast hráefnið og þá þurfum við að gera hlé eða mögulega þróa eitthvað nýtt. Nýjasti samstarfsaðili okkar er glerblásari í Póllandi sem endurvinnur glerkrukkur og flöskur og býr til nýja hluti. Þau eru með mjög flotta starfsemi og við ætlum okkur stóra hluti með þeim. Þetta er alltaf samvinna og við lítum á samstarfsfólk okkar sem vini. Það er ekki sjálfgefið í viðskiptasambandi,“ segir Søren og telur ekki mörg fyrirtæki í heiminum geta státað af fullkominni sjálfbærni í sinni framleiðslu eins og Lübech Living. „Það vinna auðvitað margir í átt að sjálfbærni og mörg fyrirtæki eru með eina eða tvær sjálfbærar vörulínur í bland við annað. Við í Lübech Living erum brautryðjendur, sem getur vissulega verið erfitt á köflum en við ætlum okkur aldrei út af sporinu. Þetta er framtíðin. Unga kynslóðin er vel meðvituð um umhverfissjónarmið og setur pressu sem neytendur á framleiðendur. Þannig mjakast hlutirnir í rétta átt sem er gott. Við viljum ekki eigna okkur þetta ein,“ segir Søren. Nánar um Lübech Living hér. Vörurnar fást í Vogue fyrir heimilið.
Hús og heimili Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira