Bannaði þjálfaranum að velja Jón Dag Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2022 13:01 Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir AGF. Getty/Lars Ronbog „Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn,“ skrifar Jón Dagur Þorsteinsson á Instagram en hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir danska knattspyrnufélagið AGF í Árósum. Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, hefur tekið þá ákvörðun að Jón Dagur fái ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Ástæðan er sú að Jón Dagur hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa Danmörku í sumar. Þessi 23 ára landsliðsmaður kom til AGF frá Fulham sumarið 2019 en samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann ákvað að gera ekki nýjan samning við AGF. Enn níu leikir eftir AGF á hins vegar enn eftir níu deildarleiki fram að sumarfríi sem hefst 22. maí. Liðið hefur þó að litlu að keppa og því taldi Björnebye heillavænlegast að Jón Dagur spilaði ekki meira en að aðrir leikmenn, sem yrðu áfram hjá félaginu, spiluðu í hans stað. Þjálfarinn David Nielsen fær engu um það ráðið og Jón Dagur lék því ekki í 0-0 jafntefli við Vejle í gær. „Þetta er ákvörðun félagsins og þar með ákvörðun sem ég hef tekið. Frá íþróttalegu sjónarmiði þá vildi David gjarnan hafa Jón með en þetta er pólitísk ákvörðun sem ég tók til að þróa félagið áfram,“ sagði Björnebye við bold.dk. „Ég taldi að í ljósi samningsstöðu Jóns þá hefði hann staðið í vegi fyrir yngri leikmönnum okkar á móti Vejle,“ sagði Björnebye. Kvaddi á Instagram Jón Dagur skrifaði svo kveðju á Instagram-síðu sína og undirstrikaði að komið væri að leiðarlokum. View this post on Instagram A post shared by Jo n D Þorsteinsson (@jondagur) „Þetta var nú meira ferðalagið, takk fyrir allt. Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn. Það var ánægjulegt að spila fyrir ykkur. Stórkostlegir stuðningsmenn. Afsakið nokkur rugluð augnablik hahahaha. Gangi ykkur vel í framtíðinni.“ Danski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Íþróttastjóri AGF, gamli Liverpool-bakvörðurinn Stig Inge Björnebye, hefur tekið þá ákvörðun að Jón Dagur fái ekki að spila fleiri leiki fyrir liðið. Ástæðan er sú að Jón Dagur hefur ákveðið að söðla um og yfirgefa Danmörku í sumar. Þessi 23 ára landsliðsmaður kom til AGF frá Fulham sumarið 2019 en samningur hans við félagið rennur út í sumar og hann ákvað að gera ekki nýjan samning við AGF. Enn níu leikir eftir AGF á hins vegar enn eftir níu deildarleiki fram að sumarfríi sem hefst 22. maí. Liðið hefur þó að litlu að keppa og því taldi Björnebye heillavænlegast að Jón Dagur spilaði ekki meira en að aðrir leikmenn, sem yrðu áfram hjá félaginu, spiluðu í hans stað. Þjálfarinn David Nielsen fær engu um það ráðið og Jón Dagur lék því ekki í 0-0 jafntefli við Vejle í gær. „Þetta er ákvörðun félagsins og þar með ákvörðun sem ég hef tekið. Frá íþróttalegu sjónarmiði þá vildi David gjarnan hafa Jón með en þetta er pólitísk ákvörðun sem ég tók til að þróa félagið áfram,“ sagði Björnebye við bold.dk. „Ég taldi að í ljósi samningsstöðu Jóns þá hefði hann staðið í vegi fyrir yngri leikmönnum okkar á móti Vejle,“ sagði Björnebye. Kvaddi á Instagram Jón Dagur skrifaði svo kveðju á Instagram-síðu sína og undirstrikaði að komið væri að leiðarlokum. View this post on Instagram A post shared by Jo n D Þorsteinsson (@jondagur) „Þetta var nú meira ferðalagið, takk fyrir allt. Ekki endirinn sem ég hefði kosið en skítt með það, svona er fótboltinn. Það var ánægjulegt að spila fyrir ykkur. Stórkostlegir stuðningsmenn. Afsakið nokkur rugluð augnablik hahahaha. Gangi ykkur vel í framtíðinni.“
Danski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira