Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2022 12:59 Eins hryllilegar og myndirnar frá Bucha eru, þá hafa margir miðlar eflaust ákveðið að sýna ekki þær allra verstu. Á þeim má sjá höfuðlaus lík, brotnar höfuðkúpur og líkamsparta teygja sig úr plastpokum eða jörðinni. epa/Atef Safadi Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Í færslu á Facebook segir að íbúar hafi verið látnir í friði á meðan hernám Rússa stóð yfir, getað farið frjálsir um og notað farsíma. Allir hafi þeir getað yfirgefið bæinn ef þeir vildu. Úkraínskar hersveitir hafi hins vegar látið sprengjum og skotum rigna yfir suðurhluta bæjarins. Þá segir að allir rússneskir hermenn hefðu yfirgefið svæðið 31. mars, líkt og fram kom í myndskeiði sem bæjarstjóri Bucha deildi á Facebook, og að svokölluð „sönnunargögn“ um meinta glæpi Rússa í Bucha hafi ekki komið í ljós fyrr en fjórum dögum seinna, þegar úkraínskar öryggissveitir og fjölmiðlar mættu á vettvang. Bæjarstjórinn hefði í myndskeiðinu ekki minnst einu orði á að íbúar hefðu verið skotnir úti á götu og þá virtust þau lík sem hafa birst á myndum og myndskeiðum ekki stirðnuð. Fyrir neðan má sjá myndskeiðið sem Rússar eru líklega að vísa til. Tímalínan Ef betur er að gáð á þetta sér þó skýringar. Myndskeiðið frá bæjarstjóra Bucha var birt 1. apríl klukkan 15.30. Um það bil klukkustund síðar birtist önnur færsla á Facebook-síðu bæjaryfirvalda, þar sem talað er um að Rússar séu farnir og að íbúar hafi verið án vatns, rafmagns og internets. Talað er um að frelsun Bucha hafi kostað mannslíf en hvergi um að íbúar hafi verið skotnir úti á götum. Þetta virðast Rússar vilja meina að sé sönnun þess að hroðaverk þau sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hafi verið sett á svið eftir á. Rétt fyrir hádegi daginn eftir, þann 2. apríl, birta borgaryfirvöld hins vegar myndir frá borginni, sem sýna eyðileggingu eftir hernámið. Í athugasemdunum má sjá íbúa biðla til þess sem ljósmyndar um að taka myndir af hinum og þessum hverfum og götum, til að fólk geti séð hvað hefur orðið um heimaslóðir sínar. Þessar beiðnir má líklega rekja til þess að útgöngubann er í gildi og íbúum hefur ítrekað verið ráðlagt, til dæmis á Facebook-síðunni, að halda sig heima, meðal annars vegna fjölda jarðsprengja sem Rússar hafa skilið eftir. Ofangreint útskýrir hvers vegna fregnir og myndir af líkum á víð og dreif fóru ekki í dreifingu fyrr en um helgina. Í færslu sem birtist á laugardag er tilkynnt um að hreinsunarstarf sé að fara af stað. Um kvöldið berast síðan fyrstu fregnir af fjölda líka á götum úti.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira