„Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. apríl 2022 06:00 Tinna Hrafnsdóttir leikkona, leikstjóri og framleiðandi var gestur í Einkalífinu hér á Vísi. Vísir/Vilhelm „Mér finnst afskaplega gott að fjalla um þessa hluti sem við forðumst að tala um,“ segir leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir. Hún glímdi við ófrjósemi í fimm ár áður en hún og Sveinn Geirsson eiginmaður hennar eignuðust tvíburadrengi árið 2012. „Á meðan á því stóð þá fannst mér mjög erfitt að tala um það og segja fólki frá því. Ófrjósemi er rosalega mikið leyndarmál og fólki finnst erfitt að tala um þetta. En þetta er mjög algengt, tölurnar segja okkur að það er einn af hverjum sex að kljást við þetta sem er gríðarlegur fjöldi.“ Í viðtali í Einkalífinu segir Tinna að eftir að hafa gengið í gegnum þessa reynslu hafi hún fundið mikla þörf til að deila henni með öðrum í sömu stöðu og talaði því mjög opinskátt um ófrjósemina. „Ég vissi að með því að segja frá því að þetta hafi á endanum tekist hjá mér, væri ég að gefa öðrum von.“ Þetta erfiða verkefni hafði mikil áhrif á Tinnu og hennar andlegu líðan en hún kom sterkari út úr þessari lífsreynslu. „Mér fannst ég hafa náð í lífinu þangað sem ég vildi ná. Ég var búin að ná toppnum. Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta, það mikilvægasta og þakklátasta af þessu öllu.“ Mikilvægt að halda í vonina Tinna leit á þetta þannig að hún hefði náð að vinna stærsta sigurinn og allir ósigrarnir yrðu nú mun auðveldari. Þetta gaf henni líka aukið sjálfstraust og varð til þess að hún lét leikstjóradrauminn rætast. „Það efldi mig að ná þessu markmiði,“ útskýrir Tinna. „Ég var sterkari en ég hélt.“ Hún þakkar eiginmanninum fyrir að hún hafi ekki gefist upp eða bugast, hann hafi haldið svo fast í þá von að þetta myndi takast hjá þeim. „Ef þú hefur hana ekki þá er þetta nánast ómögulegt.“ Þetta var samt sem áður erfitt fyrir sambandið þeirra, þessi stöðugu vonbrigði á meðan þau voru að kljást við þessa óútskýrðu ófrjósemi. „Það er gríðarlega mikið sem öll sambönd þurfa að þola í sambandi við þetta, sem er eðlilegt.“ Í nýjasta þættinum af Einkalífinu ræddi Tinna um ófrjósemina, móðurhlutverkið, mikilvægi þess að setja fólki mörk og einnig leiklistina, ferilinn og kvikmyndina Skjálfta, sem frumsýnd var hér á landi í síðustu viku. Viðtalið má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Einkalífið Frjósemi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandi lófaklapp á fyrstu sýningu Skjálfta Íslenska kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur, sem byggð er á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, var frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í gær. 1. apríl 2022 14:32 Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
„Á meðan á því stóð þá fannst mér mjög erfitt að tala um það og segja fólki frá því. Ófrjósemi er rosalega mikið leyndarmál og fólki finnst erfitt að tala um þetta. En þetta er mjög algengt, tölurnar segja okkur að það er einn af hverjum sex að kljást við þetta sem er gríðarlegur fjöldi.“ Í viðtali í Einkalífinu segir Tinna að eftir að hafa gengið í gegnum þessa reynslu hafi hún fundið mikla þörf til að deila henni með öðrum í sömu stöðu og talaði því mjög opinskátt um ófrjósemina. „Ég vissi að með því að segja frá því að þetta hafi á endanum tekist hjá mér, væri ég að gefa öðrum von.“ Þetta erfiða verkefni hafði mikil áhrif á Tinnu og hennar andlegu líðan en hún kom sterkari út úr þessari lífsreynslu. „Mér fannst ég hafa náð í lífinu þangað sem ég vildi ná. Ég var búin að ná toppnum. Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta, það mikilvægasta og þakklátasta af þessu öllu.“ Mikilvægt að halda í vonina Tinna leit á þetta þannig að hún hefði náð að vinna stærsta sigurinn og allir ósigrarnir yrðu nú mun auðveldari. Þetta gaf henni líka aukið sjálfstraust og varð til þess að hún lét leikstjóradrauminn rætast. „Það efldi mig að ná þessu markmiði,“ útskýrir Tinna. „Ég var sterkari en ég hélt.“ Hún þakkar eiginmanninum fyrir að hún hafi ekki gefist upp eða bugast, hann hafi haldið svo fast í þá von að þetta myndi takast hjá þeim. „Ef þú hefur hana ekki þá er þetta nánast ómögulegt.“ Þetta var samt sem áður erfitt fyrir sambandið þeirra, þessi stöðugu vonbrigði á meðan þau voru að kljást við þessa óútskýrðu ófrjósemi. „Það er gríðarlega mikið sem öll sambönd þurfa að þola í sambandi við þetta, sem er eðlilegt.“ Í nýjasta þættinum af Einkalífinu ræddi Tinna um ófrjósemina, móðurhlutverkið, mikilvægi þess að setja fólki mörk og einnig leiklistina, ferilinn og kvikmyndina Skjálfta, sem frumsýnd var hér á landi í síðustu viku. Viðtalið má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Einkalífið Frjósemi Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandi lófaklapp á fyrstu sýningu Skjálfta Íslenska kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur, sem byggð er á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, var frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í gær. 1. apríl 2022 14:32 Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09 Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30 Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Dynjandi lófaklapp á fyrstu sýningu Skjálfta Íslenska kvikmyndin Skjálfti eftir Tinnu Hrafnsdóttur, sem byggð er á metsölubók Auðar Jónsdóttur Stóra skjálfta, var frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi í gær. 1. apríl 2022 14:32
Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. 21. nóvember 2021 11:09
Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. 4. nóvember 2021 14:30
Heltekin af þessari sögu: „Við breytum ekki fortíðinni“ „Við breytum ekki staðreyndum, við breytum ekki fortíðinni og við breytum ekki því sem gerðist,“ segir Tinna Hrafnssdóttir leikkona og leikstjóri. 31. mars 2022 11:31