Ætlar sér sæti í bæjarstjórn í Vestmannaeyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 19:04 Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er oddviti á lista bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun skipa fyrsta sætið á framboðslista Fyrir Heimaey í bæjarstjórnarkosningum í maí. Frá þessu greinir Páll á Facebooksíðu sinni. Hann skrifar þar að kjörnefnd félagsins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hafi verið sammála því að best færi á því að oddviti listans og bæjarstjórnefnið væri ekki einn og sami einstaklingurinn. „Hvað mig varðar er ég þakklátur og stoltur af því að vera treyst fyrir þessu verkefni og mun leggja mig allan fram um að gera góðan bæ enn betri. Reynsla mín og þekking úr stjórnmálunum mun væntanlega ekki síst nýhtast í samskiptum og hagsmunagæslu bæjarins gagnvart ríkisvaldinu,“ skrifar Páll á Facebook. Hann skrifar að sem Eyjamaður og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis í fimm ár hafi hann fylgst grannt með góðri frammistöðu bæjarstjórameirihlutans á því kjörtímabili sem er að líða. „Árangurinn hefur verið aðdáunarverður - ekki síst þegar höfð eru í huga utanaðkomandi áföll á borð við loðnubrest tvö ár í röð og covid-faraldur. Ég vil gjarnan stuðla að því að þetta góða starf haldi áfram undir öruggri forystu bæjarsjtjórans,“ skrifar Páll. „En er ég þá hættur að vera sjálfstæðismaður? Svarið við þeirri spurningu er nei. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn áfram á landsvísu þótt sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum hafi ekki borið gæfa til að laga þann klofning sem hér varð 2018. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.“ Íris Róbertsdóttir deilir á Facebook framboðslista Fyrir Heimaey og er hún þar í þriðja sæti. Íris er sjálf bæjarstjóraefni listans. Hér að neðan má sjá framboðslistann í heild sinni. Páll Magnússon Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Róbertsdóttir Örn Friðriksson Ellert Scheving Pálsson Aníta Jóhannsdóttir Arnar Richardsson Rannveig Ísfjörð Sveinn Rúnar Valgeirsson Hrefna Jónsdóttir Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson Bryndís Gísladóttir Valur Már Valmundarson Guðný Halldórsdóttir Kristín Bernharðsdóttir Eiður Aron Sigurbjörnsson Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir Leifur Gunnarsson Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Hann skrifar þar að kjörnefnd félagsins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri hafi verið sammála því að best færi á því að oddviti listans og bæjarstjórnefnið væri ekki einn og sami einstaklingurinn. „Hvað mig varðar er ég þakklátur og stoltur af því að vera treyst fyrir þessu verkefni og mun leggja mig allan fram um að gera góðan bæ enn betri. Reynsla mín og þekking úr stjórnmálunum mun væntanlega ekki síst nýhtast í samskiptum og hagsmunagæslu bæjarins gagnvart ríkisvaldinu,“ skrifar Páll á Facebook. Hann skrifar að sem Eyjamaður og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis í fimm ár hafi hann fylgst grannt með góðri frammistöðu bæjarstjórameirihlutans á því kjörtímabili sem er að líða. „Árangurinn hefur verið aðdáunarverður - ekki síst þegar höfð eru í huga utanaðkomandi áföll á borð við loðnubrest tvö ár í röð og covid-faraldur. Ég vil gjarnan stuðla að því að þetta góða starf haldi áfram undir öruggri forystu bæjarsjtjórans,“ skrifar Páll. „En er ég þá hættur að vera sjálfstæðismaður? Svarið við þeirri spurningu er nei. Ég styð Sjálfstæðisflokkinn áfram á landsvísu þótt sjálfstæðismönnum í Vestmannaeyjum hafi ekki borið gæfa til að laga þann klofning sem hér varð 2018. Vonandi kemur að því fyrr en síðar.“ Íris Róbertsdóttir deilir á Facebook framboðslista Fyrir Heimaey og er hún þar í þriðja sæti. Íris er sjálf bæjarstjóraefni listans. Hér að neðan má sjá framboðslistann í heild sinni. Páll Magnússon Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Róbertsdóttir Örn Friðriksson Ellert Scheving Pálsson Aníta Jóhannsdóttir Arnar Richardsson Rannveig Ísfjörð Sveinn Rúnar Valgeirsson Hrefna Jónsdóttir Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson Bryndís Gísladóttir Valur Már Valmundarson Guðný Halldórsdóttir Kristín Bernharðsdóttir Eiður Aron Sigurbjörnsson Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir Leifur Gunnarsson
Páll Magnússon Jóna Sigríður Guðmundsdóttir Íris Róbertsdóttir Örn Friðriksson Ellert Scheving Pálsson Aníta Jóhannsdóttir Arnar Richardsson Rannveig Ísfjörð Sveinn Rúnar Valgeirsson Hrefna Jónsdóttir Gunnlaugur Hróðmar T. Ósvaldsson Bryndís Gísladóttir Valur Már Valmundarson Guðný Halldórsdóttir Kristín Bernharðsdóttir Eiður Aron Sigurbjörnsson Emma H. Vídó Sigurgeirsdóttir Leifur Gunnarsson
Vestmannaeyjar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira