Danska landsliðskonan harðlega gagnrýnd fyrir að gerast sendiherra HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 09:31 Nadia Nadim spilar nú með Racing Louisville FC í Bandaríkjunum. Getty/Amy Kontras Danska knattspyrnukonan Nadia Nadim er nýr sendiherra fyrir heimsmeistaramót karla í Katar og það hefur ekki farið vel í marga. Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
Katarbúar hafa verið gagnrýndir fyrir mannréttindabrot og spillingu og nú síðast hélt formaður norska knattspyrnusambandsins þrumuræðu á ársþingi FIFA þar sem hún gagnrýndi ákvörðunina um að láta Katar fá HM. Nadia Nadim blir VM-ambassadör för Qatar https://t.co/zAZ1MLWMfO— Sportbladet (@sportbladet) April 5, 2022 Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir marga að sjá eina flottustu knattspyrnukonu Norðurlanda taka að sér svona starf. Nadim er þarna komin í hóp með þeim Tim Cahill, Cafu, Samuel Eto’o, Ronald de Boer og Xavi. Nadim hefur átt magnaðan feril og er mikil fyrirmynd. Hún kom sem flóttamaður til Danmerkur frá Afganistan á sínum tíma en hefur auk þess að eiga flottan atvinnumannaferil í fótbolta náð að klára læknisnámið með fram honum. Danska fotbollsstjärnan Nadia Nadim får nu hård kritik från flera håll#fotboll https://t.co/TrRLttKVU7— SVT Sport (@SVTSport) April 5, 2022 Nadim hefur spilað með stórliðum eins og Manchester City og Paris Saint-Germain en hún spilar nú með bandaríska félaginu Racing Louisville FC. Hún hefur verið fastamaður í danska landsliðinu en er nú orðin 34 ára gömul. Þegar Nadim sagði frá þessu nýja hlutverki sínu sem sendiherra HM 2022 þá gerði hún það 1. apríl og þá héldu flestir að um aprílgabb væri að ræða. Svo var þó ekki. Margir hafa gagnrýnt val hennar og dönsku leikmannasamtökin segjast ekki geta stutt hana í þessu þó að hún hafi sjálf val um þó málefni sem hún vill vinna fyrir. Sumir vilja þó að henni verði hent út úr landsliðinu. „Ef hún hefði beðið okkur um ráð þá hefðum við ráðlagt henni að gera þetta ekki,“ sagði Jeppe Curth, stjórnarformaður dönsku leikmannasamtakanna, við TV2 View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim) View this post on Instagram A post shared by Nadia Nadim (@nadi9nadim)
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira