Björgvin Karl á topp þrjú og Katrín Tanja ofar en Sara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2022 11:31 Björgvin Karl og Sara Sigmundsdóttir eru bæði á topplistanum. vísir/vilhelm Nú þegar átta manna úrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru að baki er kominn tími á styrkleikaröðun á þeim bestu í heimi. CrossFit-vefurinn Morning Chalk Up hefur nú sett saman slíkan styrkleikalista yfir besta CrossFit fólk heimsins í dag. Ísland á einn fulltrúa á topp þrjú og tvo til viðbótar inn á topp tuttugu. Snorri Barón Jónsson er stoltur af mörgum skjólstæðingum sínum á listanum.Instagram/@snorribaron Bjögvin Karl Guðmundsson er langefstur af Íslendingunum en hann er í þriðja sæti listans á eftir heimsmeistaranum Justin Medeiros og Patrick Vellner. Björgvin Karl er á undan þeim Brent Fikowski og Saxon Panchik. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði kannski bara fjórða sætinu meðal íslenski keppendanna í átta manna úrslitunum en hún er efst íslensku stelpnanna á styrkleikalista Morning Chalk Up. Katrín Tanja er í tólfta sæti og einu sæti ofar en Sara Sigmundsdóttir. Sara, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir voru allar ofar en Katrín Tanja í átta manna úrslitunum. Sara er að koma til baka eftir krossbandsslit og náði sjöunda besta árangri í heiminum í átta manna úrslitunum. Þar sem Anníe Mist Þórisdóttir er hætt í einstaklingskeppninni og farin að keppa með liði sínu þá er hún ekki gjaldgeng á listann. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu er efst á styrkleikalista kvenna en í næstu sætum eru síðan Laura Horváth frá Ungverjalandi, Gabriela Migala frá Póllandi og Kara Saunders frá Ástralíu. Malloory O´Brien, sem vann The Open, er síðan í fimmta stætinu á undan Haley Adams. Upplýsingar um listann má finna í færslu Morning Chalk Up hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
CrossFit-vefurinn Morning Chalk Up hefur nú sett saman slíkan styrkleikalista yfir besta CrossFit fólk heimsins í dag. Ísland á einn fulltrúa á topp þrjú og tvo til viðbótar inn á topp tuttugu. Snorri Barón Jónsson er stoltur af mörgum skjólstæðingum sínum á listanum.Instagram/@snorribaron Bjögvin Karl Guðmundsson er langefstur af Íslendingunum en hann er í þriðja sæti listans á eftir heimsmeistaranum Justin Medeiros og Patrick Vellner. Björgvin Karl er á undan þeim Brent Fikowski og Saxon Panchik. Katrín Tanja Davíðsdóttir náði kannski bara fjórða sætinu meðal íslenski keppendanna í átta manna úrslitunum en hún er efst íslensku stelpnanna á styrkleikalista Morning Chalk Up. Katrín Tanja er í tólfta sæti og einu sæti ofar en Sara Sigmundsdóttir. Sara, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir voru allar ofar en Katrín Tanja í átta manna úrslitunum. Sara er að koma til baka eftir krossbandsslit og náði sjöunda besta árangri í heiminum í átta manna úrslitunum. Þar sem Anníe Mist Þórisdóttir er hætt í einstaklingskeppninni og farin að keppa með liði sínu þá er hún ekki gjaldgeng á listann. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey frá Ástralíu er efst á styrkleikalista kvenna en í næstu sætum eru síðan Laura Horváth frá Ungverjalandi, Gabriela Migala frá Póllandi og Kara Saunders frá Ástralíu. Malloory O´Brien, sem vann The Open, er síðan í fimmta stætinu á undan Haley Adams. Upplýsingar um listann má finna í færslu Morning Chalk Up hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira