Hljómsveitin TLC til Íslands í sumar Elísabet Hanna skrifar 6. apríl 2022 09:35 Tionne „T-Boz“ Watkins og Rozonda „Chilli“ Thomas úr hljómsveitinni TLC. Getty/Matt Winkelmeyer Í dag var tilkynnt um komu hljómsveitarinnar TLC til Íslands í sumar. Athafnamaðurinn Jón Bjarni Steinsson kom í Brennsluna í dag með góðar og slæmar fréttir. Hann sagði frá því að Secret Soltice hafi verið frestað og að TLC muni koma til Íslands í sumar. TLC munu koma fram í Laugardalshöllinni þann 17. júní og miðasalan hefst í hádeginu á þriðjudaginn í næstu viku. Svala Björgvinsdóttir og Þórunn Antonía munu hita upp fyrir hljómsveitina. &amp;amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=8WEtxJ4-sh4"&amp;amp;gt;watch on YouTube&amp;amp;lt;/a&amp;amp;gt; Girlpower kvöld í Laugardalshöll Secret Solstice hefur verið frestað en öllum miðahöfum er boðið á TLC en miðarnir munu einnig gilda á hátíðina þegar hún verður næst haldin. „Ég fæ þann mikla heiður að hita upp fyrir eina af mínum uppáhalds girlgroup TLC þann 17. júní í Laugardalshöllinni. Þið viljið ekki missa af þessu girlpower kvöldi,“ sagði Svala í færslu á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) 25 ár frá CrazySexyCool TLC var stofnuð í Atlanta árið 1990 og naut fádæma vinsælda á tíunda áratugnum. Sveitin náði fjórum lögum á toppinn í Bandaríkjunum; Creep, Waterfalls, No Scrubs og Unpretty. Hún samanstóð af þremur meðlimum, þeim Rozonda „Chilli“ Thomas, Tionne „T-Boz“ Watkins, og Lisa „Left Eye“ Lopes. Árið 2002 lést Lopes þegar hún lenti í bílslysi í Hondúras þar sem hún var að sinna góðgerðarstörfum. Síðan þá hafa þær Thomas og Watkins tvær haldið merkjum sveitarinnar uppi og munu þær koma fram hér á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalaginu Celebration of CrazySexyCool sem fagnar 25 ára útgáfuafmæli þekktustu plötu sveitarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FrLequ6dUdM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LlZydtG3xqI">watch on YouTube</a> Tónlist Secret Solstice Brennslan Tengdar fréttir Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. 5. mars 2021 14:47 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
TLC munu koma fram í Laugardalshöllinni þann 17. júní og miðasalan hefst í hádeginu á þriðjudaginn í næstu viku. Svala Björgvinsdóttir og Þórunn Antonía munu hita upp fyrir hljómsveitina. &amp;amp;lt;a href="https://www.youtube.com/watch?v=8WEtxJ4-sh4"&amp;amp;gt;watch on YouTube&amp;amp;lt;/a&amp;amp;gt; Girlpower kvöld í Laugardalshöll Secret Solstice hefur verið frestað en öllum miðahöfum er boðið á TLC en miðarnir munu einnig gilda á hátíðina þegar hún verður næst haldin. „Ég fæ þann mikla heiður að hita upp fyrir eina af mínum uppáhalds girlgroup TLC þann 17. júní í Laugardalshöllinni. Þið viljið ekki missa af þessu girlpower kvöldi,“ sagði Svala í færslu á Instagram í dag. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) 25 ár frá CrazySexyCool TLC var stofnuð í Atlanta árið 1990 og naut fádæma vinsælda á tíunda áratugnum. Sveitin náði fjórum lögum á toppinn í Bandaríkjunum; Creep, Waterfalls, No Scrubs og Unpretty. Hún samanstóð af þremur meðlimum, þeim Rozonda „Chilli“ Thomas, Tionne „T-Boz“ Watkins, og Lisa „Left Eye“ Lopes. Árið 2002 lést Lopes þegar hún lenti í bílslysi í Hondúras þar sem hún var að sinna góðgerðarstörfum. Síðan þá hafa þær Thomas og Watkins tvær haldið merkjum sveitarinnar uppi og munu þær koma fram hér á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalaginu Celebration of CrazySexyCool sem fagnar 25 ára útgáfuafmæli þekktustu plötu sveitarinnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=FrLequ6dUdM">watch on YouTube</a> <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LlZydtG3xqI">watch on YouTube</a>
Tónlist Secret Solstice Brennslan Tengdar fréttir Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. 5. mars 2021 14:47 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. 5. mars 2021 14:47