Birti vændisauglýsingu í nafni fyrrverandi sambýliskonu og hótaði henni lífláti Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. apríl 2022 10:34 Maðurinn stofnaði meðal annars Facebook aðgang í nafni konunnar og dreifði þar vændisauglýsingu í hennar nafni. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelldar ærumeiðingar og hótanir í garð fyrrverandi sambýliskonu sinna. Maðurinn útbjó og birti meðal annars vændisauglýsingar í nafni konunnar, þar sem símanúmer og heimilisfang hennar kom fram, auk þess sem hann hótaði henni lífláti og að hann myndi eyðileggja líf hennar. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu. Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira
Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær en maðurinn var ákærður í tveimur liðum. Í þeim fyrsta var hann ákærður fyrir stórfelldar ærumeiðingar með því að hafa á tímabilinu nóvember 2019 til desember 2020 útbúið, birt og dreift Facebook aðgang og vændisauglýsingu í nafni konunnar. Var það gert í heimildarleysi og gegn vilja konunnar en í auglýsingunni kom fram mynd af henni, nafn, símanúmer og heimilisfang hennar. Að því er kemur fram í dómi héraðsdóms var þessi háttsæmi móðgandi og smánandi fyrir konuna. Mundu það. ÉG KEM. Ítrekaðar hótanir í skilaboðum og símtölum Í seinni liðnum er fjallað um hótanir mannsins í garð konunnar á sama tímabili þar sem hann hótaði henni meðal annars ítrekað lífláti og að eyðileggja líf hennar og var sú háttsemi fallin til að valda konunni ótta um líf, heilbrigði og velferð sína. Í ákærunni er vísað til skilaboða mannsins til konunnar þar sem hann sagði meðal annars að mynd af henni yrði dreift víða til vændis, uppnefndi hana þjóf, og sagði að hún „fengi það sem hún ætti skilið.“ Einnig var vísað til símtala mannsins við konuna þann 8. desember 2020 þar sem hann lét eftirfarandi ummæli falla: „Þú mátt alveg búast við mér í heimsókn. Það stoppar mig ekkert þegar ég fer í ham. Ég næ þér hafðu engar áhyggjur.“ „...Njóttu þess sem þú átt eftir. Ég mun njóta mín alveg í botn, þegar ég hitti þig. Mundu það. ÉG KEM.“ „Ég er búinn að heita mér því að ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en ég er búinn að negla þig. Mundu það. Mundu þessi orð.” „Láttu þér ekki dreyma um að þú haldir jólin. Mundu það. Mundu þessi orð. Þú skalt ekki láta þig dreyma um það og hvað þá áramótin.” Játaði skýlaust Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi og var það því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að saksóknari og verjandi mannsins hafði verið gefinn kostur að tjá sig.Þar sem maðurinn hafði ekki áður sætt refsingu var ákveðið að fresta fullnustu refsingarinnar í tvö ár. Engan sakarkostnað leiddi af málinu.
Dómsmál Reykjanesbær Vændi Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fleiri fréttir Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Sjá meira