Fjölmenningarsinnaður Framsóknarflokkur lykilspilið í borginni í vor Snorri Másson skrifar 6. apríl 2022 19:32 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að Framsókn sé velferðarflokkur, umburðarlyndur og fjölmenningarsinnaður. Lykilspilið í stokknum. Vísir/Egill Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir að Framsókn verði lykilspilið fyrir þá kjósendur sem vilji breytingar í borginni í vor. Honum þótti leitt að heyra af ummælum formanns flokksins en hann segir að sá sé búinn að axla ábyrgð. Framsóknarflokkurinn fékk síðast mann inn í borgarstjórn árið 2014, þá voru þeir tveir. Árið 2018 náðu þeir ekki einum inn. Nýleg skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu gefur væntingar um betri árangur. Framsókn mælist með þrjá inni og meirihlutinn er fallinn. „Ég er bara mjög glaður með þessar tölur. Við finnum fyrir meðbyr. Það er líka þreyta, skynjar maður, á kjósendum gagnvart meirihlutanum en líka minnihlutanum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Hverju er fólk þreytt á við meirihlutann? „Ég held að fólk sé þreytt á því að hin smæstu mál hafa orðið að miklu ágreiningsmáli. Ákvarðanatakan er erfið vegna þess að það er ósætti og stundum gera menn ágreining bara til að gera ágreining. Við viljum ekki starfa þannig, við erum á miðjunni, við viljum leita lausna, og vera ábyrg. Borgarbúar eiga það skilið,“ segir Einar. Rætt var við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Dagur er slyngur stjórnmálamaður“ Þótt málefnastarfinu sé ekki lokið segir Einar að helstu stefnumál Framsóknar séu bætt grunnþjónusta hvort sem er í samgöngum eða skólamálum, en ekki síst eru það húsnæðismálin. Til sé land sem bíði einfaldlega eftir því að byggt sé á því, svo sem Keldnalandið. „Þéttingin er eitt, hún er ágæt og skynsamleg að mörgu leyti. En það þarf að byggja meira, hraðar og víðar í borginni, skynsamlega og í samhengi við samgönguuppbygginguna. Við finnum bara að það er ákall eftir því að tryggja að borgin gangi betur,“ segir Einar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn geri ráð fyrir Framsóknarflokknum í stjórnarsamstarf. „Dagur er slyngur stjórnmálamaður, hann brá sér í hlutverk stjórnmálaskýrandans þarna. Við göngum algerlega óbundin til kosninga og við getum unnið bæði til hægri eða vinstri. Það sem kjósendur þurfa að vita, og ég held að þeir séu að átta sig á því, er að ef þeir vilja breytingar í borginni, hvort sem það er á stjórnarsamstarfinu eða minnihlutanum, þá er Framsókn lykilspilið,“ segir Einar. Allir viti að Framsókn sé ekki rasískur flokkur Mætt hefur á formanni Framsóknarflokksins vegna rasískra ummæla hans í síðustu viku. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. „Mér þótti bara mjög leitt að heyra þetta og þetta kom mér mjög á óvart. Hann axlar ábyrgð með því að biðjast afsökunar með einlægum hætti og mér þótti gott að sjá það,“ segir Einar. Hefur hann þá svarað að fullu leyti fyrir þetta? „Hann ákvað að svara svona og hann verður bara að fá að gera það,“ segir Einar. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. Því vísar Einar á bug. „Framsókn er velferðarflokkur, umburðarlyndur og fjölmenningarsinnaður flokkur. Ég hefði aldrei gengið í Framsókn ef ég teldi mig vita að þar þrifist rasismi og ég held að allir vita að það er ekki þannig,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6. apríl 2022 12:04 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fékk síðast mann inn í borgarstjórn árið 2014, þá voru þeir tveir. Árið 2018 náðu þeir ekki einum inn. Nýleg skoðanakönnun Maskínu fyrir fréttastofu gefur væntingar um betri árangur. Framsókn mælist með þrjá inni og meirihlutinn er fallinn. „Ég er bara mjög glaður með þessar tölur. Við finnum fyrir meðbyr. Það er líka þreyta, skynjar maður, á kjósendum gagnvart meirihlutanum en líka minnihlutanum,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Hverju er fólk þreytt á við meirihlutann? „Ég held að fólk sé þreytt á því að hin smæstu mál hafa orðið að miklu ágreiningsmáli. Ákvarðanatakan er erfið vegna þess að það er ósætti og stundum gera menn ágreining bara til að gera ágreining. Við viljum ekki starfa þannig, við erum á miðjunni, við viljum leita lausna, og vera ábyrg. Borgarbúar eiga það skilið,“ segir Einar. Rætt var við Einar í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Dagur er slyngur stjórnmálamaður“ Þótt málefnastarfinu sé ekki lokið segir Einar að helstu stefnumál Framsóknar séu bætt grunnþjónusta hvort sem er í samgöngum eða skólamálum, en ekki síst eru það húsnæðismálin. Til sé land sem bíði einfaldlega eftir því að byggt sé á því, svo sem Keldnalandið. „Þéttingin er eitt, hún er ágæt og skynsamleg að mörgu leyti. En það þarf að byggja meira, hraðar og víðar í borginni, skynsamlega og í samhengi við samgönguuppbygginguna. Við finnum bara að það er ákall eftir því að tryggja að borgin gangi betur,“ segir Einar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sagt að ljóst sé að Sjálfstæðisflokkurinn geri ráð fyrir Framsóknarflokknum í stjórnarsamstarf. „Dagur er slyngur stjórnmálamaður, hann brá sér í hlutverk stjórnmálaskýrandans þarna. Við göngum algerlega óbundin til kosninga og við getum unnið bæði til hægri eða vinstri. Það sem kjósendur þurfa að vita, og ég held að þeir séu að átta sig á því, er að ef þeir vilja breytingar í borginni, hvort sem það er á stjórnarsamstarfinu eða minnihlutanum, þá er Framsókn lykilspilið,“ segir Einar. Allir viti að Framsókn sé ekki rasískur flokkur Mætt hefur á formanni Framsóknarflokksins vegna rasískra ummæla hans í síðustu viku. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. „Mér þótti bara mjög leitt að heyra þetta og þetta kom mér mjög á óvart. Hann axlar ábyrgð með því að biðjast afsökunar með einlægum hætti og mér þótti gott að sjá það,“ segir Einar. Hefur hann þá svarað að fullu leyti fyrir þetta? „Hann ákvað að svara svona og hann verður bara að fá að gera það,“ segir Einar. Því hefur verið haldið fram í þeirri umræðu allri að í Framsóknarflokknum þrífist rasismi. Því vísar Einar á bug. „Framsókn er velferðarflokkur, umburðarlyndur og fjölmenningarsinnaður flokkur. Ég hefði aldrei gengið í Framsókn ef ég teldi mig vita að þar þrifist rasismi og ég held að allir vita að það er ekki þannig,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00 Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6. apríl 2022 12:04 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur Sjá meira
Formaður Framsóknar vankaður eftir svall á Búnaðarþingi Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hingað til verið talinn einhver traustasti stjórnmálamaður landsins. Með báða fætur fast á jörðu. En um nótt á Búnaðarþingi á dögunum felldi hann grímu geðfelldninnar með umdeildum ummælum og stendur eftir vankaður pólitískt. 6. apríl 2022 13:00
Viðreisn hefur ekki áhyggjur Oddviti Viðreisnar í Reykjavík kveðst ekki hafa áhyggjur af löku gengi flokksins í könnun Maskínu fyrir fréttastofu í gær. Öllu heldur sé þetta hvatning til að spila góða sókn í kosningabaráttunni fram undan. 6. apríl 2022 12:04