Möguleikarnir fyrir lokaumferðina í Olís: Valur í kjörstöðu og úrslitaleikur milli Aftureldingar og Fram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. apríl 2022 12:30 Valsmenn eru í bílstjórasætinu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Mikið er undir í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta á sunnudaginn. Þá ræðst hvaða lið verður deildarmeistari og Afturelding og Fram mætast í hreinum úrslitaleik um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni. Næstsíðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Hún var sérstaklega gjöful fyrir Reykjavíkurliðin Val og Fram. Valsmenn unnu Hauka, 40-34, í uppgjöri efstu tveggja liða deildarinnar og komust þar með á toppinn. Þá hélt Fram vonum sínum um að komast í úrslitakeppnina á lífi með stórsigri á Stjörnunni, 37-27. Í lokaumferðinni mætir Valur Selfossi á útivelli. Á sama tíma taka Haukar á móti FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum. Valur og Haukar eru með jafn mörg stig, 32, en Valsmenn eru með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Til að verða deildarmeistarar annað árið í röð þurfa Haukar að vinna FH og treysta á að Selfoss taki stig af Val. Selfyssingar hafa ekki að neinu að keppa en þeir enda í 5. sæti sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina Eftir dramatískt tap fyrir ÍBV í Eyjum í gær á Grótta ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Ef Seltirningar hefðu fengið stig í Eyjum hefðu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn um sæti í úrslitakeppninni. Fram virtist vera úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en eftir að hafa fengið þrjú stig í síðustu tveimur leikjum eiga Safamýrarpiltar allt í einu möguleika á því að komast þangað. Í lokaumferðinni mætir Fram Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Mosfellingar töpuðu fyrir FH-ingum í gær, 27-21, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu sex leikjum sínum. Þeim dugir hins vegar jafntefli gegn Frömmurum í lokaumferðinni og ef öll úrslit verða þeim í hag gætu þeir endað í 7. sætinu. Ef allt fer á versta veg gæti Afturelding aftur á móti endað í 10. sætinu. Möguleikarnir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17 Fjögur lið eru föst í sínum sætum og enda þar sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Þetta eru Selfoss (5), Stjarnan (6), HK (11) og Víkingur (12). Möguleg sæti liðanna eftir lokaumferðina Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti Allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast klukkan 18:00 á sunnudaginn. Fylgst verður með þeim öllum samtímis í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni. Leikirnir í lokaumferðinni Selfoss - Valur Haukar - FH Afturelding - Fram Grótta - KA HK - ÍBV Stjarnan - Víkingur Farið verður yfir næstsíðustu umferðina í Olís-deildinni í Seinni bylgjunni klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Fleiri fréttir „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Sjá meira
Næstsíðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Hún var sérstaklega gjöful fyrir Reykjavíkurliðin Val og Fram. Valsmenn unnu Hauka, 40-34, í uppgjöri efstu tveggja liða deildarinnar og komust þar með á toppinn. Þá hélt Fram vonum sínum um að komast í úrslitakeppnina á lífi með stórsigri á Stjörnunni, 37-27. Í lokaumferðinni mætir Valur Selfossi á útivelli. Á sama tíma taka Haukar á móti FH í Hafnarfjarðarslag á Ásvöllum. Valur og Haukar eru með jafn mörg stig, 32, en Valsmenn eru með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Til að verða deildarmeistarar annað árið í röð þurfa Haukar að vinna FH og treysta á að Selfoss taki stig af Val. Selfyssingar hafa ekki að neinu að keppa en þeir enda í 5. sæti sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina Eftir dramatískt tap fyrir ÍBV í Eyjum í gær á Grótta ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Ef Seltirningar hefðu fengið stig í Eyjum hefðu þeir verið á leið í úrslitaleik við KA-menn um sæti í úrslitakeppninni. Fram virtist vera úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en eftir að hafa fengið þrjú stig í síðustu tveimur leikjum eiga Safamýrarpiltar allt í einu möguleika á því að komast þangað. Í lokaumferðinni mætir Fram Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Mosfellingar töpuðu fyrir FH-ingum í gær, 27-21, og hafa aðeins fengið tvö stig í síðustu sex leikjum sínum. Þeim dugir hins vegar jafntefli gegn Frömmurum í lokaumferðinni og ef öll úrslit verða þeim í hag gætu þeir endað í 7. sætinu. Ef allt fer á versta veg gæti Afturelding aftur á móti endað í 10. sætinu. Möguleikarnir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17 Fjögur lið eru föst í sínum sætum og enda þar sama hvernig leikirnir í lokaumferðinni fara. Þetta eru Selfoss (5), Stjarnan (6), HK (11) og Víkingur (12). Möguleg sæti liðanna eftir lokaumferðina Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti Allir leikirnir í lokaumferðinni hefjast klukkan 18:00 á sunnudaginn. Fylgst verður með þeim öllum samtímis í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni. Leikirnir í lokaumferðinni Selfoss - Valur Haukar - FH Afturelding - Fram Grótta - KA HK - ÍBV Stjarnan - Víkingur Farið verður yfir næstsíðustu umferðina í Olís-deildinni í Seinni bylgjunni klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport 4 í kvöld.
Grótta vinnur KA, Fram vinnur UMFA 7. KA 20 8. Fram 19 9. Grótta 19 10. Afturelding 19 Grótta vinnur KA, UMFA vinnur Fram 7. Afturelding 21 8. KA 20 9. Grótta 19 10. Fram 17 KA vinnur Gróttu, Fram vinnur UMFA 7. KA 22 8. Fram 19 9. Afturelding 19 10. Grótta 17 KA vinnur Gróttu, UMFA vinnur Fram 7. KA 22 8. Afturelding 21 9. Fram 17 10. Grótta 17
Valur 1. eða 2. sæti Haukar 1. eða 2. sæti ÍBV 3. eða 4. sæti FH 3. eða 4. sæti Selfoss Fast í 5. sæti Stjarnan Fast í 6. sæti KA 7. eða 8. sæti Afturelding 7., 8., 9. eða 10. sæti Fram 8., 9. eða 10. sæti Grótta 9. eða 10. sæti HK Fast í 11. sæti Víkingur Fast í 12. sæti
Olís-deild karla Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Fótbolti Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Enski boltinn Liverpool - PSV | Komast heimamenn aftur á sigurbraut? Fótbolti „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Fleiri fréttir „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Sjá meira