Fleiri lík finnast og Lúkasjenkó vill aðkomu að viðræðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. apríl 2022 12:35 Myndir af konunni sem liggur hér á jörðinni hafa farið eins og eldur í sinu, enda aðkoman ein sú hryllilegasta í Bucha. Konan sat í bifreið sinni þegar skotið var á hana, með þeim afleiðingum að höfuð hennar splundraðist. epa/Roman Pilipey Washington Post hefur birt sláandi frétt frá Bucha, þar sem fleiri lík finnast á hverjum degi. Ein verstu hroðaverkin sem Rússar frömdu í bænum áttu sér stað í glerverksmiðju við jaðar bæjarins. Rannsakendur lýsa því hvernig lík Dmytro Chaplyhin, 21 árs, fannst liggjandi á möl, kviður hans marinn og hendur hans þaktar brunasárum eftir sígarettur. Banamein hans virðist hafa verið skot í brjóstið en líkamsleifum hans var síðan breytt í vopn, þegar þær voru tengdar jarðsprengju. „Við fáum tíu til tuttugu símtöl á dag vegna líka á borð við þetta,“ segir Ruslan Kravchenko, sem fer fyrir teymi á vegum saksóknaraembættisins á svæðinu. Lengra í burtu fundust tvö lík til viðbótar; tveir menn en annar annar þeirra hafði verið afhöfðaður. Enn lengra; fjórða líkið. Einhver hafði reynt að skera höfuðið af því en ekki tekist ætlunarverk sitt. Vitni að nafni Alexei segir fyrri mennina tvo hafa verið öryggisverði í verksmiðjunni. Hann segir Rússana hafa komið á heimili hans þrisvar, ölvaðir, og talað um að pynta Úkraínumenn. Út um allt í borginni hefur líkum verið safnað saman. Það gengur hægt að bera kennsl á þau og þeir sem sjá um að jarða þau hafa ekki undan. Hér má lesa umfjöllun Washington Post. Stórvinirnir Alexander Lúkasjenkó og Vladimir Pútín. Lúkasjenkó kennir Vesturlöndum um að hafa dregið sig inn í átökun, jafnvel þótt það séu Rússar sem séu að nota landið sem herstöð innrásarhersins.epa/Sputnik/Mikhail Klimentyev Lúkasjenkó vill aðkomu að friðarviðræðunum Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur nú stigið fram og sagt að Úkraínumenn og Rússar geti ekki undirritað friðarsamkomulag án aðkomu Hvítrússa. Fréttaveitan Belta hefur eftir forsetanum að hann muni funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á næstu dögum. „Það er ekki hægt að hægt að gera samninga á bak við Hvíta-Rússland. Þar sem þið dróguð okkur inn í þetta, þá aðallega Vesturlönd, þá þurfa sjónarmið Hvíta-Rússlands að heyrast í þessum samningaviðræðum,“ er haft eftir forsetanum. Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, hefur enn fremur sagt að Lúkasjenkó „verði að vera viðstaddur síðasta fundinn“. Lúkasjenkó segir Hvíta-Rússland að ósekju hafa verið úrskurðað „vitorðsmaður“ en Hvítrússar séu þeir sem kunna að gjalda átökin hæsta verðinu. Samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa hafa gengið hægt hingað til og ef stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hyggjast grípa inn í með eigin kröfum og skilmálum má gera ráð fyrir að þær flækist enn. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Rannsakendur lýsa því hvernig lík Dmytro Chaplyhin, 21 árs, fannst liggjandi á möl, kviður hans marinn og hendur hans þaktar brunasárum eftir sígarettur. Banamein hans virðist hafa verið skot í brjóstið en líkamsleifum hans var síðan breytt í vopn, þegar þær voru tengdar jarðsprengju. „Við fáum tíu til tuttugu símtöl á dag vegna líka á borð við þetta,“ segir Ruslan Kravchenko, sem fer fyrir teymi á vegum saksóknaraembættisins á svæðinu. Lengra í burtu fundust tvö lík til viðbótar; tveir menn en annar annar þeirra hafði verið afhöfðaður. Enn lengra; fjórða líkið. Einhver hafði reynt að skera höfuðið af því en ekki tekist ætlunarverk sitt. Vitni að nafni Alexei segir fyrri mennina tvo hafa verið öryggisverði í verksmiðjunni. Hann segir Rússana hafa komið á heimili hans þrisvar, ölvaðir, og talað um að pynta Úkraínumenn. Út um allt í borginni hefur líkum verið safnað saman. Það gengur hægt að bera kennsl á þau og þeir sem sjá um að jarða þau hafa ekki undan. Hér má lesa umfjöllun Washington Post. Stórvinirnir Alexander Lúkasjenkó og Vladimir Pútín. Lúkasjenkó kennir Vesturlöndum um að hafa dregið sig inn í átökun, jafnvel þótt það séu Rússar sem séu að nota landið sem herstöð innrásarhersins.epa/Sputnik/Mikhail Klimentyev Lúkasjenkó vill aðkomu að friðarviðræðunum Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur nú stigið fram og sagt að Úkraínumenn og Rússar geti ekki undirritað friðarsamkomulag án aðkomu Hvítrússa. Fréttaveitan Belta hefur eftir forsetanum að hann muni funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á næstu dögum. „Það er ekki hægt að hægt að gera samninga á bak við Hvíta-Rússland. Þar sem þið dróguð okkur inn í þetta, þá aðallega Vesturlönd, þá þurfa sjónarmið Hvíta-Rússlands að heyrast í þessum samningaviðræðum,“ er haft eftir forsetanum. Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, hefur enn fremur sagt að Lúkasjenkó „verði að vera viðstaddur síðasta fundinn“. Lúkasjenkó segir Hvíta-Rússland að ósekju hafa verið úrskurðað „vitorðsmaður“ en Hvítrússar séu þeir sem kunna að gjalda átökin hæsta verðinu. Samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa hafa gengið hægt hingað til og ef stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hyggjast grípa inn í með eigin kröfum og skilmálum má gera ráð fyrir að þær flækist enn.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira