Ragnar lenti í fárviðri á slóðum Shackleton og þurfti að binda sig við þilfarið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. apríl 2022 07:00 Ragnar Axelsson ljósmyndari rifjar upp sjávarháska Shackletons og eigið ævintýri á sömu slóðum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. RAX Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar Axelsson sömu leið og breski heimskautafarinn Sir Ernest Shackleton. Vísindamenn fundu flak skip hans Endurance, í síðasta mánuði, 107 árum eftir að það sökk. Flakið fannst á botni Weddel-hafs, undan ströndum Suðurskautslandsins, og þykir fundurinn einn sá merkasti í sögunni. „Hann var næstum því fyrstur á Suðurpólinn en hann sneri við þegar hann sá að hann hafði ekki mat og vistir til að komast til baka. Hann þurfti að bjarga mönnunum sínum,“ rifjar RAX upp í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra brotnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ljósmyndarinn lenti sjálfur í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr. Hann þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lentu í á þessum fræga leiðangri. „Þegar ég sigldi þessa leið, þá hugsaði ég stanslaust um hvernig hún hefði verið. Þetta er eitt versta sjólag á jörðinni.“ Þáttinn Sjávarháski Shackletons má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Sjávarháski Shackletons Ævintýraheimur á Suðurskautinu Árið 2010 heimsótti fyrrum forsætisráðherra Frakklands, Michel Rocard, Ísland. Hann heillaðist af myndum Ragnars og bauð honum með sér í ferð á Suðurskautið. Fjallað var um það í síðasta þætti af RAX Augnablik sem má sjá hér fyrir neðan. Dýralífið á Suðurskautinu fangaði hug Ragnars en hann komst í návígi við mörgæsir og seli og náði af þeim einstökum myndum, meðal annars þar sem forsætisráðherrann fyrrverandi rökræddi við mörgæsirnar. Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Ljósmyndun RAX Suðurskautslandið Tengdar fréttir „Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“ Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið. 3. apríl 2022 07:00 Slátruðu 250 þúsund hreindýrum þegar vírus fannst á svæðinu Ragnari Axelssyni langaði að skrásetja með myndum líf hreindýrahirðingjanna á Síberísku túndrunni, en til þess þurfti hann að ferðast til borgar sem aðeins var hægt að ferðast til ef manni væri boðið þangað. 2. apríl 2022 12:01 „Eins og að búa í tjaldi uppi á Esjunni allt árið“ Ragnar Axelsson á ótal minningar af ferðalögum um Síberíu, þar á meðal þegar hann prófaði að skjóta úr byssu úti í skógi í leit að „Wolverine.“ 27. mars 2022 07:00 Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar. 20. mars 2022 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Hann var næstum því fyrstur á Suðurpólinn en hann sneri við þegar hann sá að hann hafði ekki mat og vistir til að komast til baka. Hann þurfti að bjarga mönnunum sínum,“ rifjar RAX upp í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra brotnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ljósmyndarinn lenti sjálfur í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr. Hann þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lentu í á þessum fræga leiðangri. „Þegar ég sigldi þessa leið, þá hugsaði ég stanslaust um hvernig hún hefði verið. Þetta er eitt versta sjólag á jörðinni.“ Þáttinn Sjávarháski Shackletons má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Sjávarháski Shackletons Ævintýraheimur á Suðurskautinu Árið 2010 heimsótti fyrrum forsætisráðherra Frakklands, Michel Rocard, Ísland. Hann heillaðist af myndum Ragnars og bauð honum með sér í ferð á Suðurskautið. Fjallað var um það í síðasta þætti af RAX Augnablik sem má sjá hér fyrir neðan. Dýralífið á Suðurskautinu fangaði hug Ragnars en hann komst í návígi við mörgæsir og seli og náði af þeim einstökum myndum, meðal annars þar sem forsætisráðherrann fyrrverandi rökræddi við mörgæsirnar. Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Ljósmyndun RAX Suðurskautslandið Tengdar fréttir „Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“ Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið. 3. apríl 2022 07:00 Slátruðu 250 þúsund hreindýrum þegar vírus fannst á svæðinu Ragnari Axelssyni langaði að skrásetja með myndum líf hreindýrahirðingjanna á Síberísku túndrunni, en til þess þurfti hann að ferðast til borgar sem aðeins var hægt að ferðast til ef manni væri boðið þangað. 2. apríl 2022 12:01 „Eins og að búa í tjaldi uppi á Esjunni allt árið“ Ragnar Axelsson á ótal minningar af ferðalögum um Síberíu, þar á meðal þegar hann prófaði að skjóta úr byssu úti í skógi í leit að „Wolverine.“ 27. mars 2022 07:00 Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar. 20. mars 2022 07:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Þegar hann talaði þá hlustuðu allir“ Michel Rocard, fyrrum forsætisráðherra Frakklands, heimsótti Ísland árið 2010 og heillaðist þar af myndum Ragnars Axelssonar á sýningu í Gerðarsafni. Hann ákvað í kjölfarið að bjóða RAX með sér í ferð á Suðurskautið. 3. apríl 2022 07:00
Slátruðu 250 þúsund hreindýrum þegar vírus fannst á svæðinu Ragnari Axelssyni langaði að skrásetja með myndum líf hreindýrahirðingjanna á Síberísku túndrunni, en til þess þurfti hann að ferðast til borgar sem aðeins var hægt að ferðast til ef manni væri boðið þangað. 2. apríl 2022 12:01
„Eins og að búa í tjaldi uppi á Esjunni allt árið“ Ragnar Axelsson á ótal minningar af ferðalögum um Síberíu, þar á meðal þegar hann prófaði að skjóta úr byssu úti í skógi í leit að „Wolverine.“ 27. mars 2022 07:00
Svona er lífið í 53 stiga frosti í köldustu borg heims Fyrir nokkrum árum var Ragnar á ferð í Yakutiu í Síberíu, en ríkið er þekkt fyrir miklar öfgar í hita og kulda. Höfuðborg ríkisins, Yakutsk, er kaldasta borg heims, og Ragnar vildi skrásetja lífið í kuldanum í borginni og á túndrunni í nágrenni borgarinnar. 20. mars 2022 07:00