„Höldum áfram að gera lög sem okkur finnst skemmtileg“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. apríl 2022 10:01 Inspector Spacetime var að senda frá sér lagið Kenndu mér. Nikki/Instagram @inspector_spacetime_ Hljómsveitin Inspector Spacetime sendi frá sér lagið Kenndu mér síðastliðinn föstudag og er þetta tíunda lagið sem hljómsveitin sendir frá sér. Þessi hressa danssveit er skipuð af þeim Agli Gauta Sigurjónssyni, Vöku Agnarsdóttur og Elíasi Geir Óskarssyni. Þau stofnuðu hljómsveitina í fyrsta samkomubanninu, gáfu út plötuna Inspector Spacetime í janúar 2021 og eru þekkt fyrir grípandi taktfasta tóna og lifandi sviðsframkomu. Blaðamaður hafði samband við þetta hressa unga tónlistarfólk og fékk að heyra meira um nýja lagið, Kenndu mér. View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Lagið byggt í kringum ákveðna setningu „Egill var búinn að vera með þessa setningu: „Kenndu mér að dansa“ í hausnum svolítið lengi, við höfðum reynt að koma henni fyrir í öðrum lögum en það gekk aldrei upp fyrr en núna því við ákváðum byggja bara viðlagið í kringum setninguna,“ segja meðlimirnir. Fæðing lagsins var svo ansi snögg. „Við vorum uppi í stúdíói eitt kvöldið og ætluðum að reyna að klára önnur verkefni þegar við tökum pásu frá því og fyrsta demoið af Kenndu mér var tilbúið á svona klukkutíma. Næstu tveir dagar fóru svo í að fínpússa og svo varð það bara sent í mix. Við höfum aldrei verið svona fljót að fullklára lag.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Fyrsta giggið erlendis Þau segjast ótrúlega sátt við það hvað fólk er nú þegar búið að taka vel í lagið. Það er margt spennandi á döfinni og sést langar leiðir að hljómsveitarmeðlimum þykir gaman að koma fram. „Við ætlum að reyna að klára plötu sem fyrst og svo spila ógeðslega mikið í sumar. Í júlí erum við spila okkar fyrsta gigg erlendis á lítilli hátíð í Noregi og erum sjúklega spennt fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Þar sem hljómsveitin var stofnuð í alheimsfaraldri tók eflaust dálítinn tíma að venjast því að spila fyrir stóra hópa á takmarkalausum tímum. „Við erum fyrst núna að venjast því að spila reglulega og fyrir framan stærri hópa sem er mjög gaman. Og út af því erum við búin að vera að reyna að stækka við live showin okkar. Annars höfum við bara verið að halda áfram að gera lög sem okkur finnst skemmtileg og við myndum vilja hlusta á.“ Tónlist Tengdar fréttir Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ 26. febrúar 2021 17:11 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þessi hressa danssveit er skipuð af þeim Agli Gauta Sigurjónssyni, Vöku Agnarsdóttur og Elíasi Geir Óskarssyni. Þau stofnuðu hljómsveitina í fyrsta samkomubanninu, gáfu út plötuna Inspector Spacetime í janúar 2021 og eru þekkt fyrir grípandi taktfasta tóna og lifandi sviðsframkomu. Blaðamaður hafði samband við þetta hressa unga tónlistarfólk og fékk að heyra meira um nýja lagið, Kenndu mér. View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Lagið byggt í kringum ákveðna setningu „Egill var búinn að vera með þessa setningu: „Kenndu mér að dansa“ í hausnum svolítið lengi, við höfðum reynt að koma henni fyrir í öðrum lögum en það gekk aldrei upp fyrr en núna því við ákváðum byggja bara viðlagið í kringum setninguna,“ segja meðlimirnir. Fæðing lagsins var svo ansi snögg. „Við vorum uppi í stúdíói eitt kvöldið og ætluðum að reyna að klára önnur verkefni þegar við tökum pásu frá því og fyrsta demoið af Kenndu mér var tilbúið á svona klukkutíma. Næstu tveir dagar fóru svo í að fínpússa og svo varð það bara sent í mix. Við höfum aldrei verið svona fljót að fullklára lag.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Fyrsta giggið erlendis Þau segjast ótrúlega sátt við það hvað fólk er nú þegar búið að taka vel í lagið. Það er margt spennandi á döfinni og sést langar leiðir að hljómsveitarmeðlimum þykir gaman að koma fram. „Við ætlum að reyna að klára plötu sem fyrst og svo spila ógeðslega mikið í sumar. Í júlí erum við spila okkar fyrsta gigg erlendis á lítilli hátíð í Noregi og erum sjúklega spennt fyrir því.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Þar sem hljómsveitin var stofnuð í alheimsfaraldri tók eflaust dálítinn tíma að venjast því að spila fyrir stóra hópa á takmarkalausum tímum. „Við erum fyrst núna að venjast því að spila reglulega og fyrir framan stærri hópa sem er mjög gaman. Og út af því erum við búin að vera að reyna að stækka við live showin okkar. Annars höfum við bara verið að halda áfram að gera lög sem okkur finnst skemmtileg og við myndum vilja hlusta á.“
Tónlist Tengdar fréttir Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ 26. febrúar 2021 17:11 Mest lesið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Hvar eru þau nú? Lífið Julian McMahon látinn Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ 26. febrúar 2021 17:11
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög