Forsætisráðherra Pakistan steypt af stóli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2022 20:17 Imran Khan var vinsæll krikketspilari. Carl Court/Getty Images Imran Khan, fyrrum krikketstjarna og forsætisráðherra Pakistan, hefur verið steypt af stóli eftir að vantrauststillaga, sem stjórnarandstaðan lagði fram í síðustu viku, var staðfest nú í Hæstarétti. Khan rauf þing fyrir tæpri viku síðan og boðaði til nýrra þingkosninga, en þá hafði hann naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. Mikil stjórnmálaóvissa hefur ríkt í landinu undanfarna daga eftir að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti. Forseti þingsins kom í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um tillöguna færi fram að ganga og sagði hana stangast á við stjórnarskrána. Stjórnarandstaðan gagnrýnin á Khan Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnin á Khan og sagt honum hafa mistekist að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og segja spillingu hafa grasserað á valdatíð hans. Khan heldur því fram að vantrauststillagan hafi verið af frumkvæði Bandaríkjamanna, yfirlýsing sem yfirvöld í Washington segja enga stoð hafa í raunveruleikanum. Khan var vinsæll krikketleikmaður áður en hann sneri sér að pólitíkinni árið 2018 og vann yfirburðarsigur með stuðningi pakistanska herins. Enginn einasti forsætisráðherra hefur klárað fimm ára kjörtímabilið frá því að Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947. Herforingjar hafa þá stjórnað landinu reglulega. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Farrukh Habib sagði í vikunni að nýjar kosningar yrðu haldnar innan níutíu daga þó svo að ákvörðunin sé þegar uppi er staðið í höndum forseta og landskjörstjórnar. Ríkisstjórn Khans hefur verið leyst upp en hann mun fara áfram með stöðu forsætisráðherra fram að kosningum. Fyrsti sem hættir vegna vantrausts Forsætisráðherrann er sá fyrsti sem hættir vegna vantrauststillögu en Hæstiréttur landsins úrskurðaði í vikunni að Khan hefði brotið stjórnarskrárákvæði þegar hann kom í veg fyrir kosningu um tillöguna og leysti upp þing. Nokkrir þingmenn innan stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherrann um landráð í kjölfarið en Khan og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að stjórnarandstöðuflokkarnir í Pakistan vinni með erlendu ríki. Hann sé sjálfur fórnarlamb pólitísks samsæris, segir hjá Breska ríkisútvarpinu. Pakistan Tengdar fréttir Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Khan rauf þing fyrir tæpri viku síðan og boðaði til nýrra þingkosninga, en þá hafði hann naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. Mikil stjórnmálaóvissa hefur ríkt í landinu undanfarna daga eftir að stjórnarandstaðan lýsti yfir vantrausti. Forseti þingsins kom í veg fyrir að atkvæðagreiðsla um tillöguna færi fram að ganga og sagði hana stangast á við stjórnarskrána. Stjórnarandstaðan gagnrýnin á Khan Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnin á Khan og sagt honum hafa mistekist að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og segja spillingu hafa grasserað á valdatíð hans. Khan heldur því fram að vantrauststillagan hafi verið af frumkvæði Bandaríkjamanna, yfirlýsing sem yfirvöld í Washington segja enga stoð hafa í raunveruleikanum. Khan var vinsæll krikketleikmaður áður en hann sneri sér að pólitíkinni árið 2018 og vann yfirburðarsigur með stuðningi pakistanska herins. Enginn einasti forsætisráðherra hefur klárað fimm ára kjörtímabilið frá því að Pakistan fékk sjálfstæði frá Bretlandi árið 1947. Herforingjar hafa þá stjórnað landinu reglulega. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Farrukh Habib sagði í vikunni að nýjar kosningar yrðu haldnar innan níutíu daga þó svo að ákvörðunin sé þegar uppi er staðið í höndum forseta og landskjörstjórnar. Ríkisstjórn Khans hefur verið leyst upp en hann mun fara áfram með stöðu forsætisráðherra fram að kosningum. Fyrsti sem hættir vegna vantrausts Forsætisráðherrann er sá fyrsti sem hættir vegna vantrauststillögu en Hæstiréttur landsins úrskurðaði í vikunni að Khan hefði brotið stjórnarskrárákvæði þegar hann kom í veg fyrir kosningu um tillöguna og leysti upp þing. Nokkrir þingmenn innan stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherrann um landráð í kjölfarið en Khan og bandamenn hans hafa ítrekað haldið því fram að stjórnarandstöðuflokkarnir í Pakistan vinni með erlendu ríki. Hann sé sjálfur fórnarlamb pólitísks samsæris, segir hjá Breska ríkisútvarpinu.
Pakistan Tengdar fréttir Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Sjá meira
Þing rofið og boðið til nýrra kosninga í Pakistan Imran Khan forsætisráðherra Pakistan hefur rofið þing og boðað til nýrra þingkosninga. Khan tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega sloppið við að vantrauststillaga yrði samþykkt á þinginu. 3. apríl 2022 11:26