„Hjónabandið okkar, eftir að við opnuðum sambandið, hefur orðið hundrað sinnum betra“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 10. apríl 2022 08:13 Þórhildur Magnúsdóttir á bæði eiginmann og kærasta. Hún tilheyrir stækkandi hópi hér á landi sem kýs sambandsform sem kallast fjölástir. Samsett mynd „Það er ekki óheiðarleiki að eiga fleiri en einn maka ef allir eru samþykkir og meðvitaðir um það,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir í viðtali við Stöð 2. Sá hópur sem kýs að vera í upplýstum ástarsamböndum við fleiri en einn aðila í einu fer stækkandi hér á landi. Sambandsformið kallast fjölástir (e. polyamory) og þeir sem kjósa fjölástasambönd kallaðir fjölkærir. Fræðslustýra Samtakanna '78, Tótla I. Sæmundsdóttir, segir fjölkæra einstaklinga meira áberandi innan hinsegin samfélagsins en þrátt fyrir umræður innan hópa fjölkærra hafi formleg aðildarbeiðni ekki borist. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 segist meðvituð um umræður innan hópa fjölkærra um inngöngu inn í Samtökin '78 en formleg aðildarbeiðni hafi þó ekki borist. Ragnar Visage Enginn feluleikur eða svik Sambandsformið sem slíkt segir Tótla í raun ekki vera nýtt á Íslandi þó svo að formerkin hafi breyst með breyttum tímum. „Í dag snýst allt um heiðarleika, opin samskipti og að allir séu meðvitaðir um það að það sé fleiri en einn maki í sambandinu, “ meðan hér áður fyrr segir hún það nánast hafa þótt eðlilegt að giftir einstaklingar ættu elskhuga eða viðhald sem mátti ekki ræða um. Breytingin sé í raun sú að í fjölástarsambandi sé enginn feluleikur eða svik. Það er ekki óheiðarleiki í því að eiga fleiri en einn maka ef allir eru samþykkir og meðviðtaðir um það. Hér fyrir neðan er hægt að sjá umfjöllunina í heild sinni. Klippa: Alls konar ástir lengri útgáfa Seinasta bjargráð ástarambandsins? Það reyndist töluvert snúið að fá fólk sem skilgreinir sig sem fjölkært í sjónvarpsviðtal við vinnslu fréttarinnar og segir Tótla ástæðuna líklega vera hræðslu fólks við opinberun vegna mikilla fordóma í samfélaginu. Fordómarnir stafi, eins og svo oft áður, af vanþekkingu og misskilningi. Helsti misskilingurinn virðist vera að þetta sé seinasta bjargráð sambands, að allt sé orðið ómögulegt og þess vegna eignist fólk fleiri en einn maka. Annar misskilningur sé að þetta sé í raun framhjáhald og ég heyri oft útundan mér, „afhverju hættir fólk bara ekki saman?“ Segir hjónabandið hundrað sinnum betra eftir að þau opnuðu sambandið Þórhildur Magnúsdóttir, sem heldur úti miðlinum Sundur og saman, er ein af fáum sem hafa tjáð sig persónulega um reynslu sína af fjölástum. Hún á tvö börn með eiginmanni sínum til fjórtán ára og opnuðu þau samband sitt fyrir tæpum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) „Ég man að mér fannst þetta strax áhugavert og því meira sem ég las um þetta fannst mér þetta vera skynsamlegur kostur og falleg hugmyndafræði,“ segir Þórhildur sem hafði í byrjun þó ákveðnar áhyggjur af hugsanlega slæmum áhrifum á hjónabandið. Þær áhyggjur hafi þó verið óþarfar. Hjónabandið okkar, eftir að við opnuðum, hefur orðið hundrað sinnum betra. Helsta breytingin er sú að við upplifum okkur bæði miklu frjálsari. Við þurfum ekki að vera að ritskoða okkur og láta eins og við sjáum ekki annað fólk. Einnig segir hún þau meðvitaðri um það hvað felst í því að vera í ástarsambandi og þau velji það að vera saman. „En ekki bara að við séum saman af því að við erum gift og af því að við verðum að vera saman.“ Mikilvægt að læra að lifa með afbrýðiseminni Nýverið eignaðist Þórhildur kærasta en eiginmaður hennar á ekki annan maka í dag. Aðspurð segir hún afbrýðisemi að sjálfsögðu koma upp í fjölástarsambandi en fólk velji meðvitað að láta það ekki stjórna sér og læri að lifa með afbrýðiseminni. Að stíga það skref að tilkynna börnum sínum um opið samband foreldra gæti reynst einhverjum þungbært. Aðspurð segir Tótla börn fjölkærra geti fundið fyrir fordómum úr samfélaginu þó svo að rannsóknir sýni að það sé ekkert sem segi að börn fjölkærra einstaklinga komi verr út en önnur börn. Í tilviki Þórhildar segir hún það ekki hafa verið stórt skref fyrir þau að upplýsa börnin um breytt sambandsform en þau hafi gert það að vel ígrunduðu máli. Þetta kom í raun mjög náttúrulega. Ég man eftir samtali þar sem við sögðum þeim að sumir séu með þá reglu að það megi bara vera skotin(n) í einum í einu, en það þurfi ekki að vera regla. Eins og það þarf ekki að vera regla að það sé kona og karl í sambandi. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) Tíminn, ástin og forgangsröðunin Að vera í ástarsambandi við einn aðila og finna tíma til að sinna því sambandi getur reynst einhverjum meira en nóg. Þórhildur viðurkennir að það geti vissulega verið flókið að deila tíma sínum niður á fleiri sambönd en þó sé þetta allt spurning um jafnvægi. Það að vera í sambandi með einni manneskju eins og flestir þekkja þá eyðir maður mestum frítíma sínum með þeirri manneskju. En þegar þú ert í sambandi með mörgum þá er ekki endilega þar með sagt að samböndin séu öll jafn tímafrek og ekki jafn mikil skuldbinding. Orðið polysambönd algengara í talmáli Þegar tekið var tal af fólki í miðbæ Reykjavíkur og það spurt um vitneskju sína um sambandsformið fjölástir var greinilegt að fólk virtist ekki alveg vera með merkinguna á hreinu. Fleiri virtust tengja við orðið poly, sem er stytting á enska heitinu polyamory og eru fjölástarsambönd oftar kölluð polysambönd í daglegu tali. Einhverjir sögðust þó þekkja til fjölástarsambanda þó fæstir viðmælendanna segðust geta hugsað sér ástarsamband með fleiri en einum í einu. Makamál kalla eftir ábendingum um viðmælendur sem skilgreina sig sem fjölkæra eða hafa persónulega reynslu af opnum samböndum. makamal@syn.is. Ástin og lífið Hinsegin Fjölskyldumál Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Sambandsformið kallast fjölástir (e. polyamory) og þeir sem kjósa fjölástasambönd kallaðir fjölkærir. Fræðslustýra Samtakanna '78, Tótla I. Sæmundsdóttir, segir fjölkæra einstaklinga meira áberandi innan hinsegin samfélagsins en þrátt fyrir umræður innan hópa fjölkærra hafi formleg aðildarbeiðni ekki borist. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 segist meðvituð um umræður innan hópa fjölkærra um inngöngu inn í Samtökin '78 en formleg aðildarbeiðni hafi þó ekki borist. Ragnar Visage Enginn feluleikur eða svik Sambandsformið sem slíkt segir Tótla í raun ekki vera nýtt á Íslandi þó svo að formerkin hafi breyst með breyttum tímum. „Í dag snýst allt um heiðarleika, opin samskipti og að allir séu meðvitaðir um það að það sé fleiri en einn maki í sambandinu, “ meðan hér áður fyrr segir hún það nánast hafa þótt eðlilegt að giftir einstaklingar ættu elskhuga eða viðhald sem mátti ekki ræða um. Breytingin sé í raun sú að í fjölástarsambandi sé enginn feluleikur eða svik. Það er ekki óheiðarleiki í því að eiga fleiri en einn maka ef allir eru samþykkir og meðviðtaðir um það. Hér fyrir neðan er hægt að sjá umfjöllunina í heild sinni. Klippa: Alls konar ástir lengri útgáfa Seinasta bjargráð ástarambandsins? Það reyndist töluvert snúið að fá fólk sem skilgreinir sig sem fjölkært í sjónvarpsviðtal við vinnslu fréttarinnar og segir Tótla ástæðuna líklega vera hræðslu fólks við opinberun vegna mikilla fordóma í samfélaginu. Fordómarnir stafi, eins og svo oft áður, af vanþekkingu og misskilningi. Helsti misskilingurinn virðist vera að þetta sé seinasta bjargráð sambands, að allt sé orðið ómögulegt og þess vegna eignist fólk fleiri en einn maka. Annar misskilningur sé að þetta sé í raun framhjáhald og ég heyri oft útundan mér, „afhverju hættir fólk bara ekki saman?“ Segir hjónabandið hundrað sinnum betra eftir að þau opnuðu sambandið Þórhildur Magnúsdóttir, sem heldur úti miðlinum Sundur og saman, er ein af fáum sem hafa tjáð sig persónulega um reynslu sína af fjölástum. Hún á tvö börn með eiginmanni sínum til fjórtán ára og opnuðu þau samband sitt fyrir tæpum fjórum árum. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) „Ég man að mér fannst þetta strax áhugavert og því meira sem ég las um þetta fannst mér þetta vera skynsamlegur kostur og falleg hugmyndafræði,“ segir Þórhildur sem hafði í byrjun þó ákveðnar áhyggjur af hugsanlega slæmum áhrifum á hjónabandið. Þær áhyggjur hafi þó verið óþarfar. Hjónabandið okkar, eftir að við opnuðum, hefur orðið hundrað sinnum betra. Helsta breytingin er sú að við upplifum okkur bæði miklu frjálsari. Við þurfum ekki að vera að ritskoða okkur og láta eins og við sjáum ekki annað fólk. Einnig segir hún þau meðvitaðri um það hvað felst í því að vera í ástarsambandi og þau velji það að vera saman. „En ekki bara að við séum saman af því að við erum gift og af því að við verðum að vera saman.“ Mikilvægt að læra að lifa með afbrýðiseminni Nýverið eignaðist Þórhildur kærasta en eiginmaður hennar á ekki annan maka í dag. Aðspurð segir hún afbrýðisemi að sjálfsögðu koma upp í fjölástarsambandi en fólk velji meðvitað að láta það ekki stjórna sér og læri að lifa með afbrýðiseminni. Að stíga það skref að tilkynna börnum sínum um opið samband foreldra gæti reynst einhverjum þungbært. Aðspurð segir Tótla börn fjölkærra geti fundið fyrir fordómum úr samfélaginu þó svo að rannsóknir sýni að það sé ekkert sem segi að börn fjölkærra einstaklinga komi verr út en önnur börn. Í tilviki Þórhildar segir hún það ekki hafa verið stórt skref fyrir þau að upplýsa börnin um breytt sambandsform en þau hafi gert það að vel ígrunduðu máli. Þetta kom í raun mjög náttúrulega. Ég man eftir samtali þar sem við sögðum þeim að sumir séu með þá reglu að það megi bara vera skotin(n) í einum í einu, en það þurfi ekki að vera regla. Eins og það þarf ekki að vera regla að það sé kona og karl í sambandi. View this post on Instagram A post shared by Þórhildur Sundur & Saman (@sundurogsaman) Tíminn, ástin og forgangsröðunin Að vera í ástarsambandi við einn aðila og finna tíma til að sinna því sambandi getur reynst einhverjum meira en nóg. Þórhildur viðurkennir að það geti vissulega verið flókið að deila tíma sínum niður á fleiri sambönd en þó sé þetta allt spurning um jafnvægi. Það að vera í sambandi með einni manneskju eins og flestir þekkja þá eyðir maður mestum frítíma sínum með þeirri manneskju. En þegar þú ert í sambandi með mörgum þá er ekki endilega þar með sagt að samböndin séu öll jafn tímafrek og ekki jafn mikil skuldbinding. Orðið polysambönd algengara í talmáli Þegar tekið var tal af fólki í miðbæ Reykjavíkur og það spurt um vitneskju sína um sambandsformið fjölástir var greinilegt að fólk virtist ekki alveg vera með merkinguna á hreinu. Fleiri virtust tengja við orðið poly, sem er stytting á enska heitinu polyamory og eru fjölástarsambönd oftar kölluð polysambönd í daglegu tali. Einhverjir sögðust þó þekkja til fjölástarsambanda þó fæstir viðmælendanna segðust geta hugsað sér ástarsamband með fleiri en einum í einu. Makamál kalla eftir ábendingum um viðmælendur sem skilgreina sig sem fjölkæra eða hafa persónulega reynslu af opnum samböndum. makamal@syn.is.
Ástin og lífið Hinsegin Fjölskyldumál Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira