Þriðjungur grunnskóladrengja geti ekki lesið sér til gagns: „Þetta er hrópandi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 20:36 Rúmur þriðjungur drengja sem útskrifast úr grunnskóla geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt nýjum rannsóknum. Vísir/Vilhelm Kennarar segja að þriðjungur drengja geti ekki lesið sér til gagns við útskrift úr grunnskóla. Læsi og orðaforði grunnskóla- og leikskólabarna fari ört versnandi. Nauðsynlegt sé að grípa inn í. Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, var í viðtali á Sprengisandi í dag ásamt Svövu Þórhildi Hjaltalín kennara. Aðspurður kveðst Magnús ekki draga tölur kannana um læsi grunnskólabarna í efa. Fagna því að verið sé að tækla vandann „Þegar ég horfi til baka í minni skólagöngu þá var það svolítið talað þannig að við værum rosalega læs og værum bókaþjóðin. Ég kynnist því mjög fljótlega þegar ég kem hér í borgina að vinna, að vinna með hópi barna sem áttu við námsörðugleika að stríða, þar rímar þessi tala - þriðjungur. Þar var þetta svolítið sýnilegt því að á þeim tíma var verið að raða námshópum upp eftir ákveðinni getu. Þar vorum við að glíma við það að til dæmis þurfa að lesa Gísla sögu Súrssonar og ég var að kenna hópum sem áttu að gera það sem ég rak mig ákveðið á að voru ekki að ráða við þetta,“ segir Magnús Þór. Hann fagnar því að verið sé að tækla vandann með auknum rannsóknum og könnunum og Svava Þórhildur tekur undir. Harmar að ekki hafi verið gripið fyrr inn í Hún segir að það sorglegasta við stöðuna sé að ástandið hafi verið sambærilegt síðustu ár. Hún harmar að ekki hafi verið gripið inn í og bætir við að staðan sé einnig slæm í til dæmis náttúrufræði og stærðfræði: Þetta er alvarleg staða og ég vona að nú sé lag. „Við erum með vísbendingu um að orðaforði barna sé að fara verulega aftur. Þau skilja íslenskt tungumál síður og kunna of lítið af orðum, og þarna þurfum við náttúrulega könnun á landsvísu. Við erum líka með tölur 39 prósent ekki læs eftir annan bekk í Reykjavík. Við erum með 32,5 prósent innflytjanda sem eru í grunnskóla á rauðu og gulu ljósi, þau kunna ekki íslensku. 26 prósent falla úr framhaldsskóla en 62 prósent innflytjenda. Þetta er hrópandi,“ segir Svava Þórhildur Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan: Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, var í viðtali á Sprengisandi í dag ásamt Svövu Þórhildi Hjaltalín kennara. Aðspurður kveðst Magnús ekki draga tölur kannana um læsi grunnskólabarna í efa. Fagna því að verið sé að tækla vandann „Þegar ég horfi til baka í minni skólagöngu þá var það svolítið talað þannig að við værum rosalega læs og værum bókaþjóðin. Ég kynnist því mjög fljótlega þegar ég kem hér í borgina að vinna, að vinna með hópi barna sem áttu við námsörðugleika að stríða, þar rímar þessi tala - þriðjungur. Þar var þetta svolítið sýnilegt því að á þeim tíma var verið að raða námshópum upp eftir ákveðinni getu. Þar vorum við að glíma við það að til dæmis þurfa að lesa Gísla sögu Súrssonar og ég var að kenna hópum sem áttu að gera það sem ég rak mig ákveðið á að voru ekki að ráða við þetta,“ segir Magnús Þór. Hann fagnar því að verið sé að tækla vandann með auknum rannsóknum og könnunum og Svava Þórhildur tekur undir. Harmar að ekki hafi verið gripið fyrr inn í Hún segir að það sorglegasta við stöðuna sé að ástandið hafi verið sambærilegt síðustu ár. Hún harmar að ekki hafi verið gripið inn í og bætir við að staðan sé einnig slæm í til dæmis náttúrufræði og stærðfræði: Þetta er alvarleg staða og ég vona að nú sé lag. „Við erum með vísbendingu um að orðaforði barna sé að fara verulega aftur. Þau skilja íslenskt tungumál síður og kunna of lítið af orðum, og þarna þurfum við náttúrulega könnun á landsvísu. Við erum líka með tölur 39 prósent ekki læs eftir annan bekk í Reykjavík. Við erum með 32,5 prósent innflytjanda sem eru í grunnskóla á rauðu og gulu ljósi, þau kunna ekki íslensku. 26 prósent falla úr framhaldsskóla en 62 prósent innflytjenda. Þetta er hrópandi,“ segir Svava Þórhildur Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan:
Skóla - og menntamál Grunnskólar Íslenska á tækniöld Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira