Rýnt í stöðuna: Vopnakapphlaup í austri Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2022 15:01 Úkraínskir hermenn skjóta eldflaugum að hersveitum Rússa í Donbas. Getty/Wolfgang Schwan Rússar vinna enn hörðum höndum að því að koma liðsauka til hersveita í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra er að ná fullum tökum á og halda Donbas-héraði en miklar efasemdir eru uppi um það hvort Rússar geti það yfir höfuð. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Í greiningu BBC segir að Rússar séu líklegir til að leita að veikleikum í varnarlínu Úkraínumanna, veikja varnir Úkraínumanna enn frekar með umfangsmiklum árásum á þau svæði úr lofti og með stórskotaliði og senda svo stórar herdeildir gegn verjendum Úkraínu. Yfirvöld Í Kænugarði og bandamenn þeirra víða um heim telja að vopnakapphlaupið sem er hafið í Donbas skipti sköpum fyrir framtíð Úkraínu og möguleg endalok stríðins. #Russian forces made territorial gains in #Mariupol in the past 24 hours and continued to reinforce operations along the Izyum-Slovyansk axis but did not make other territorial gains. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/iVe6XDbLkl pic.twitter.com/2VIG0qrWTD— ISW (@TheStudyofWar) April 10, 2022 Komu sér í betri stöðu Með því að einbeita sér að austurhluta Úkraínu gátu Rússar stutt birgðaleiðir sínar og fækkað ferðum bílalesta um óörugg svæði. Með því er Úkraínumönnum gert erfiðara að grafa undan birgðaneti Rússa. Að sama skapi gerir áherslubreytingin Rússum kleift að einfalda boðleiðir innan hersins og einfalda skipulag. Helstu átakasvæðin í Úkraínu hafa þar að auki færst nær flugvöllum Rússa, loftvörnum og stórskotaliði sem gerir þeim auðveldara að styðja hersveitir á jörðu niðri með loft- og stórskotaliðsárásum. Rússar hafa einnig gert Úkraínumönnum erfitt með að grafa undan birgðaneti þeirra og gera markvissar eldflaugaárásir á lestarstöðvar, eldsneytisbirgðastöðvar og vopnageymslur. Hér má sjá frétt DW þar sem farið er yfir stöðuna í Austur-Úkraínu. Þurfa annarskonar vopn og það fljótt Átökin eru sömuleiðis að færast frá skóglendi þar sem skæruhernaður og umsátur hafa skilað Úkraínumönnum miklum árangri á stór opin svæði þar sem þörf er á annars konar vopnum en Úkraínumenn hafa fengið hingað til. Þeir eru svo margir og eiga enn svo mikið af hergögnum. Þeir virðast ætla að nota þau öll, svo við erum að búa okkur undir allt,“ sagði Oksana Markarova, sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum í gær. Ukraine is preparing for a potential "massive attack in the east," the Ukrainian ambassador to the U.S. said. https://t.co/GmyDSKO5oU— Face The Nation (@FaceTheNation) April 10, 2022 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, líkti komandi átökum við seinni heimsstyrjöldina og sagði að stórar hersveitir myndu takast á og í þeim orrustum yrði notast við þúsundir skriðdreka og fallbyssa, samkvæmt frétt Bloomberg. Kuleba sagði leiðtogum Atlantshafsbandalagsins í síðustu viku að Úkraínumenn þyrftu fleiri vopn. Nefndi hann meðal annars flugvélar, skriðdreka og loftvarnarkerfi. Verið er að senda margskonar brynvarin farartæki til Úkraínu og þar á meðal skriðdreka frá ríkjum eins og Bretlandi, Ástralíku, Slóvakíu og Tékklandi. Bretar hafa einnig sent Úkraínumönnum eldflaugar til að granda skriðdrekum, flugvélum, þyrlum og herskipum. Dagar skipta máli Í síðustu viku sagði Kuleba Úkraínu þurfa vopnina og annars konar hjálp á næstu dögum en ekki næstu vikum. Takist Rússum að reka úkraínska hermenn á brott frá Donbas og halda héraðinu yrði líklegt að stríðið gæti haldið áfram til lengdar. Á endanum yrði Úkraínu skipt upp og stór hluti þess innlimaður af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í síðustu viku að stríðið gæti staðið yfir í nokkrar vikur en það gæti einnig tekið mörg ár að binda enda á það. Úkraínumenn slappa af milli átaka.getty/Wolfgang Schwan Vel þjálfaðar og vanar sveitir Talið er að allt að fjörutíu þúsund úkraínskir hermenn, þjálfaðir og reynslumiklir, séu á víglínunni í Donbas. Það myndi samsvarar um fjórðungi af herafla Úkraínu, þegar innrás Rússa hófst. Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Sjá einnig: Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Óljóst er hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið í austurhluta Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Það er þó ljóst að Rússar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli og þá sérstaklega meðal margra af þeirra bestu og skæðustu framlínusveita sem sendar voru í árásina að Kænugarði. Hér má sjá hvað Úkraínumenn segjast hafa fellt marga rússneska hermenn. Þessar tölur eru án efa ýktar töluvert. Information on Russian invasion Losses of the Russian armed forces in Ukraine, April 11 pic.twitter.com/g88SwPo0k1— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) April 11, 2022 Mannekla og bónusar Burtséð frá ýkjum hafa fregnir borist af mikilli manneklu í rússneska hernum og hefur varnarmálaráðuneyti Rússlands boðið háa bónusa til hermanna í Úkraínu. Án þess að lýsa formlega yfir stríði eru Rússar í vandræðum með að bæta stöðuna. Hugveitan Institute for the study of war sagði nýverið frá fregnum af því að rússneskir hermenn gætu fengið bónusa fyrir að skjóta niður þyrlur, granda skriðdrekum og annað. Talið er að þessum bónusum sé ætlað að fá hermenn sem hörfuðu frá Kænugarði, Tsjernihiv og Sumy til að taka virkan þátt í bardögum í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn ollu miklum skaða á hersveitum Rússa norður af Kænugarði.EPA/ATEF SAFADI Fregnir hafa á undanförnum dögum borist af því að hermenn hafi neitað að fara aftur til Úkraínu. Rússar eru einnig sagðir hafa slakað verulega á inntökuskilyrðum í herinn og jafnvel þvinga fólk til að taka þátt í átökunum. Gervihnattamyndir sýna langa bílalest rússneskra skriðdreka og vörubíla stefna að Kharkív. Hún er sögð innihalda hundruð farartækja og vera vel yfir tíu kílómetra löng. Þar er talið að á ferðinni sé liðsauki til hersveita Rússa í og við borgina Kharkív. Þeim er líklegast ætlað að hjálpa við sóknina að Izyum en það er mjög mikilvæg borg og hernám hennar myndi gera Rússum auðveldara að umkringja hersveitir Úkraínu í Donbas. NEW: Russia is sending an 8-mi long convoy of 100s of vehicles, including armored vehicles and artillery southbound through the Ukrainian town of Velykyi Burluk.The convoy is moving about 60 mi east of Ukraine s 2nd-largest city of Kharkiv, as focuses on Donbas. :@Maxar pic.twitter.com/4EJRHSQZvk— Jack Detsch (@JackDetsch) April 10, 2022 Segja jafnar líkur á því hvernig fer Óljóst er hver miklum árangri það mun skila en ISW segir líklegt að Rússar muni áfram senda mikið skaddaðar sveitir gegn varnarlínum Úkraínu. Það gæti þó skilað árangri og gert Rússum kleift að ná Donbas-héraði. Sérfræðingar hugveitunnar segja þó álíka líklegt að varnir Úkraínumanna haldi. Það sem allir virðast þó sammála um er að tíminn skiptir máli og því fyrr sem Úkraínumenn fái vopn og hergögn, því betra. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínskar hersveitir búa sig undir síðasta bardagann í Maríupól Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Segir árásina á lestarstöðina enn eitt dæmið um stríðsglæpi Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árás rússneskra hersveita á lestarstöð í Kramatorsk vera enn eitt dæmið um þá stríðsglæpi sem Rússar hafa framið í Úkraínu og kallar hann eftir réttarhöldum. Rússar neita sök en utanríkisráðherra Úkraínu segir að um slátrun hafi verið að ræða og varnamálaráðuneyti Bretlands telur ljóst að rússneskar hersveitir hafi ráðist vísvitandi á almenna borgara. 9. apríl 2022 08:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Í greiningu BBC segir að Rússar séu líklegir til að leita að veikleikum í varnarlínu Úkraínumanna, veikja varnir Úkraínumanna enn frekar með umfangsmiklum árásum á þau svæði úr lofti og með stórskotaliði og senda svo stórar herdeildir gegn verjendum Úkraínu. Yfirvöld Í Kænugarði og bandamenn þeirra víða um heim telja að vopnakapphlaupið sem er hafið í Donbas skipti sköpum fyrir framtíð Úkraínu og möguleg endalok stríðins. #Russian forces made territorial gains in #Mariupol in the past 24 hours and continued to reinforce operations along the Izyum-Slovyansk axis but did not make other territorial gains. Read the latest report from @TheStudyofWar and @criticalthreats: https://t.co/iVe6XDbLkl pic.twitter.com/2VIG0qrWTD— ISW (@TheStudyofWar) April 10, 2022 Komu sér í betri stöðu Með því að einbeita sér að austurhluta Úkraínu gátu Rússar stutt birgðaleiðir sínar og fækkað ferðum bílalesta um óörugg svæði. Með því er Úkraínumönnum gert erfiðara að grafa undan birgðaneti Rússa. Að sama skapi gerir áherslubreytingin Rússum kleift að einfalda boðleiðir innan hersins og einfalda skipulag. Helstu átakasvæðin í Úkraínu hafa þar að auki færst nær flugvöllum Rússa, loftvörnum og stórskotaliði sem gerir þeim auðveldara að styðja hersveitir á jörðu niðri með loft- og stórskotaliðsárásum. Rússar hafa einnig gert Úkraínumönnum erfitt með að grafa undan birgðaneti þeirra og gera markvissar eldflaugaárásir á lestarstöðvar, eldsneytisbirgðastöðvar og vopnageymslur. Hér má sjá frétt DW þar sem farið er yfir stöðuna í Austur-Úkraínu. Þurfa annarskonar vopn og það fljótt Átökin eru sömuleiðis að færast frá skóglendi þar sem skæruhernaður og umsátur hafa skilað Úkraínumönnum miklum árangri á stór opin svæði þar sem þörf er á annars konar vopnum en Úkraínumenn hafa fengið hingað til. Þeir eru svo margir og eiga enn svo mikið af hergögnum. Þeir virðast ætla að nota þau öll, svo við erum að búa okkur undir allt,“ sagði Oksana Markarova, sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum í gær. Ukraine is preparing for a potential "massive attack in the east," the Ukrainian ambassador to the U.S. said. https://t.co/GmyDSKO5oU— Face The Nation (@FaceTheNation) April 10, 2022 Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, líkti komandi átökum við seinni heimsstyrjöldina og sagði að stórar hersveitir myndu takast á og í þeim orrustum yrði notast við þúsundir skriðdreka og fallbyssa, samkvæmt frétt Bloomberg. Kuleba sagði leiðtogum Atlantshafsbandalagsins í síðustu viku að Úkraínumenn þyrftu fleiri vopn. Nefndi hann meðal annars flugvélar, skriðdreka og loftvarnarkerfi. Verið er að senda margskonar brynvarin farartæki til Úkraínu og þar á meðal skriðdreka frá ríkjum eins og Bretlandi, Ástralíku, Slóvakíu og Tékklandi. Bretar hafa einnig sent Úkraínumönnum eldflaugar til að granda skriðdrekum, flugvélum, þyrlum og herskipum. Dagar skipta máli Í síðustu viku sagði Kuleba Úkraínu þurfa vopnina og annars konar hjálp á næstu dögum en ekki næstu vikum. Takist Rússum að reka úkraínska hermenn á brott frá Donbas og halda héraðinu yrði líklegt að stríðið gæti haldið áfram til lengdar. Á endanum yrði Úkraínu skipt upp og stór hluti þess innlimaður af Rússum. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagði í síðustu viku að stríðið gæti staðið yfir í nokkrar vikur en það gæti einnig tekið mörg ár að binda enda á það. Úkraínumenn slappa af milli átaka.getty/Wolfgang Schwan Vel þjálfaðar og vanar sveitir Talið er að allt að fjörutíu þúsund úkraínskir hermenn, þjálfaðir og reynslumiklir, séu á víglínunni í Donbas. Það myndi samsvarar um fjórðungi af herafla Úkraínu, þegar innrás Rússa hófst. Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Sjá einnig: Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Óljóst er hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið í austurhluta Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Það er þó ljóst að Rússar hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli og þá sérstaklega meðal margra af þeirra bestu og skæðustu framlínusveita sem sendar voru í árásina að Kænugarði. Hér má sjá hvað Úkraínumenn segjast hafa fellt marga rússneska hermenn. Þessar tölur eru án efa ýktar töluvert. Information on Russian invasion Losses of the Russian armed forces in Ukraine, April 11 pic.twitter.com/g88SwPo0k1— MFA of Ukraine (@MFA_Ukraine) April 11, 2022 Mannekla og bónusar Burtséð frá ýkjum hafa fregnir borist af mikilli manneklu í rússneska hernum og hefur varnarmálaráðuneyti Rússlands boðið háa bónusa til hermanna í Úkraínu. Án þess að lýsa formlega yfir stríði eru Rússar í vandræðum með að bæta stöðuna. Hugveitan Institute for the study of war sagði nýverið frá fregnum af því að rússneskir hermenn gætu fengið bónusa fyrir að skjóta niður þyrlur, granda skriðdrekum og annað. Talið er að þessum bónusum sé ætlað að fá hermenn sem hörfuðu frá Kænugarði, Tsjernihiv og Sumy til að taka virkan þátt í bardögum í austurhluta Úkraínu. Úkraínumenn ollu miklum skaða á hersveitum Rússa norður af Kænugarði.EPA/ATEF SAFADI Fregnir hafa á undanförnum dögum borist af því að hermenn hafi neitað að fara aftur til Úkraínu. Rússar eru einnig sagðir hafa slakað verulega á inntökuskilyrðum í herinn og jafnvel þvinga fólk til að taka þátt í átökunum. Gervihnattamyndir sýna langa bílalest rússneskra skriðdreka og vörubíla stefna að Kharkív. Hún er sögð innihalda hundruð farartækja og vera vel yfir tíu kílómetra löng. Þar er talið að á ferðinni sé liðsauki til hersveita Rússa í og við borgina Kharkív. Þeim er líklegast ætlað að hjálpa við sóknina að Izyum en það er mjög mikilvæg borg og hernám hennar myndi gera Rússum auðveldara að umkringja hersveitir Úkraínu í Donbas. NEW: Russia is sending an 8-mi long convoy of 100s of vehicles, including armored vehicles and artillery southbound through the Ukrainian town of Velykyi Burluk.The convoy is moving about 60 mi east of Ukraine s 2nd-largest city of Kharkiv, as focuses on Donbas. :@Maxar pic.twitter.com/4EJRHSQZvk— Jack Detsch (@JackDetsch) April 10, 2022 Segja jafnar líkur á því hvernig fer Óljóst er hver miklum árangri það mun skila en ISW segir líklegt að Rússar muni áfram senda mikið skaddaðar sveitir gegn varnarlínum Úkraínu. Það gæti þó skilað árangri og gert Rússum kleift að ná Donbas-héraði. Sérfræðingar hugveitunnar segja þó álíka líklegt að varnir Úkraínumanna haldi. Það sem allir virðast þó sammála um er að tíminn skiptir máli og því fyrr sem Úkraínumenn fái vopn og hergögn, því betra.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínskar hersveitir búa sig undir síðasta bardagann í Maríupól Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30 Segir árásina á lestarstöðina enn eitt dæmið um stríðsglæpi Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árás rússneskra hersveita á lestarstöð í Kramatorsk vera enn eitt dæmið um þá stríðsglæpi sem Rússar hafa framið í Úkraínu og kallar hann eftir réttarhöldum. Rússar neita sök en utanríkisráðherra Úkraínu segir að um slátrun hafi verið að ræða og varnamálaráðuneyti Bretlands telur ljóst að rússneskar hersveitir hafi ráðist vísvitandi á almenna borgara. 9. apríl 2022 08:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Vaktin: Úkraínskar hersveitir búa sig undir síðasta bardagann í Maríupól Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. 11. apríl 2022 15:30
Segir árásina á lestarstöðina enn eitt dæmið um stríðsglæpi Rússa Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir árás rússneskra hersveita á lestarstöð í Kramatorsk vera enn eitt dæmið um þá stríðsglæpi sem Rússar hafa framið í Úkraínu og kallar hann eftir réttarhöldum. Rússar neita sök en utanríkisráðherra Úkraínu segir að um slátrun hafi verið að ræða og varnamálaráðuneyti Bretlands telur ljóst að rússneskar hersveitir hafi ráðist vísvitandi á almenna borgara. 9. apríl 2022 08:15