Bestu íslensku auglýsingar síðasta árs verðlaunaðar Tinni Sveinsson skrifar 15. apríl 2022 07:01 Jörundur Ragnarsson leikari brá sér í hlutverk Mark Zuckerberg í auglýsingu Íslandsstofu um Icelandverse. Íslandsstofa Icelandverse auglýsingin sem náði athygli Mark Zuckerberg, Atlantsolíu söngurinn sem erfitt er að fá ekki á heilann og jólaauglýsingin frá Icelandair um flugmanninn sem mokaði flugvélina út í New York eru meðal þeirra auglýsinga sem voru valdar þær bestu í sínum flokki. Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í 36. sinn við hátíðlega athöfn síðastliðið föstudagsvöld. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta lúðra á hátíðinni, alls fjóra, og er það fimmta árið í röð sem stofan er hlutskörpust. Samtök íslensks auglýsingafólks, ÍMARK, standa fyrir verðlaunaafhendingunni en sjá má öll verðlaun hér að neðan. Stofurnar ánægðar „Við erum virkilega ánægð með árangurinn. Við leggjum mikið upp úr árangursdrifinni hugmyndavinnu og það er gaman að uppskera eftir því,” segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburgar. Næst í röðinni kom Kontor með þrjá lúðra og segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director og einn eigenda, það ánægjulegt fyrir litla stofu. „Við höfum mikinn metnað fyrir öllu því sem við gerum, allt frá hugmynd til herferðar. Við erum hrikalega kát að deila þessum árangri með okkar frábæru viðskiptavinum.“ Fjórar stofur hlutu tvo lúðra hver; Hvíta húsið, PIPAR\TBWA, Peel auglýsingastofa og Hér & Nú. Þá hlaut ný auglýsingastofa, Cirkus, hlaut sinn fyrsta Lúður á hátíðinni. Hér & Nú hlutu að auki Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins, flokkahappdrætti Háskóla Íslands. „Árangur þess ótrúlegur. Það hafa ekki selst fleiri miðar í ríflega aldarfjórðung eða frá árinu 1995,“ segir Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér & Nú. Stofan fékk allar tilnefningar í Áruna þetta árið eða þrjár talsins, þrátt fyrir fjölda innsendinga. Hér að neðan má sjá þær auglýsingar sem fengu Lúður í mismunandi flokkum og hverjir stóðu að baki þeim. Kvikmyndaðar auglýsingar Jól - Við komum þér heim Auglýsandi: Icelandair Auglýsingastofa: Hvíta húsið Útvarpsauglýsingar Óþolandi ódýrt Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Bein markaðssetning Vörn gegn óþoli Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Prentauglýsingar Leggjum okkur jólapappír Auglýsandi: KFC Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa PR Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa Vef- og samfélagsmiðlar – almennt Íslenskan er hafsjór Auglýsandi: Brim Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Stafrænar auglýsingar Jólakveðja par Excelans Auglýsandi: KPMG Auglýsingastofa: Cirkus Umhverfisauglýsingar ORA Jólabjór Auglýsandi: ÍSAM Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Veggspjöld og skilti Verbúðin Auglýsandi: Vesturport Auglýsingastofa: Brandenburg Viðburðir Afmælislag Hörpu Auglýsandi: Harpa Auglýsingastofa: Hvíta húsið Mörkun - ásýnd vörumerkis Skuggabaldur Auglýsandi: Skuggabaldur Auglýsingastofa: Brandenburg Herferð Það er kominn matur Auglýsandi: Heimkaup Auglýsingastofa: Brandenburg Almannaheill - kvikmyndaðar auglýsingar Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill – herferðir Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill - opinn flokkur Þitt nafn bjargar lífi Auglýsandi: Amnesty Auglýsingastofa: Brandenburg ÁRA - árangursríkasta markaðsherferðin Flokkahappdrætti HHÍ Auglýsandi: Happdrætti Háskóla Íslands Auglýsingastofa: Hér & Nú. Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, voru afhent í 36. sinn við hátíðlega athöfn síðastliðið föstudagsvöld. Auglýsingastofan Brandenburg hlaut flesta lúðra á hátíðinni, alls fjóra, og er það fimmta árið í röð sem stofan er hlutskörpust. Samtök íslensks auglýsingafólks, ÍMARK, standa fyrir verðlaunaafhendingunni en sjá má öll verðlaun hér að neðan. Stofurnar ánægðar „Við erum virkilega ánægð með árangurinn. Við leggjum mikið upp úr árangursdrifinni hugmyndavinnu og það er gaman að uppskera eftir því,” segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Brandenburgar. Næst í röðinni kom Kontor með þrjá lúðra og segir Sigrún Gylfadóttir, Creative Director og einn eigenda, það ánægjulegt fyrir litla stofu. „Við höfum mikinn metnað fyrir öllu því sem við gerum, allt frá hugmynd til herferðar. Við erum hrikalega kát að deila þessum árangri með okkar frábæru viðskiptavinum.“ Fjórar stofur hlutu tvo lúðra hver; Hvíta húsið, PIPAR\TBWA, Peel auglýsingastofa og Hér & Nú. Þá hlaut ný auglýsingastofa, Cirkus, hlaut sinn fyrsta Lúður á hátíðinni. Hér & Nú hlutu að auki Áruna, verðlaun fyrir árangursríkustu markaðsherferð ársins, flokkahappdrætti Háskóla Íslands. „Árangur þess ótrúlegur. Það hafa ekki selst fleiri miðar í ríflega aldarfjórðung eða frá árinu 1995,“ segir Kristján Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Hér & Nú. Stofan fékk allar tilnefningar í Áruna þetta árið eða þrjár talsins, þrátt fyrir fjölda innsendinga. Hér að neðan má sjá þær auglýsingar sem fengu Lúður í mismunandi flokkum og hverjir stóðu að baki þeim. Kvikmyndaðar auglýsingar Jól - Við komum þér heim Auglýsandi: Icelandair Auglýsingastofa: Hvíta húsið Útvarpsauglýsingar Óþolandi ódýrt Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Bein markaðssetning Vörn gegn óþoli Auglýsandi: Atlantsolía Auglýsingastofa: Hér & Nú Prentauglýsingar Leggjum okkur jólapappír Auglýsandi: KFC Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Vef- og samfélagsmiðlar – myndbönd Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa PR Icelandverse Auglýsandi: Íslandsstofa Auglýsingastofa: Peel auglýsingastofa Vef- og samfélagsmiðlar – almennt Íslenskan er hafsjór Auglýsandi: Brim Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Stafrænar auglýsingar Jólakveðja par Excelans Auglýsandi: KPMG Auglýsingastofa: Cirkus Umhverfisauglýsingar ORA Jólabjór Auglýsandi: ÍSAM Auglýsingastofa: Pipar\TBWA Veggspjöld og skilti Verbúðin Auglýsandi: Vesturport Auglýsingastofa: Brandenburg Viðburðir Afmælislag Hörpu Auglýsandi: Harpa Auglýsingastofa: Hvíta húsið Mörkun - ásýnd vörumerkis Skuggabaldur Auglýsandi: Skuggabaldur Auglýsingastofa: Brandenburg Herferð Það er kominn matur Auglýsandi: Heimkaup Auglýsingastofa: Brandenburg Almannaheill - kvikmyndaðar auglýsingar Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill – herferðir Verum til Auglýsandi: Krabbameinsfélagið – Bleika slaufan Auglýsingastofa: Kontor Reykjavík Almannaheill - opinn flokkur Þitt nafn bjargar lífi Auglýsandi: Amnesty Auglýsingastofa: Brandenburg ÁRA - árangursríkasta markaðsherferðin Flokkahappdrætti HHÍ Auglýsandi: Happdrætti Háskóla Íslands Auglýsingastofa: Hér & Nú.
Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira