Opinber framlög til þróunarsamvinnu í sögulegu hámarki Heimsljós 13. apríl 2022 09:02 Annað árið í röð náðu opinber framlög til þróunarsamvinnu í heiminum sögulegu hámarki. Þau námu 179 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári og hækkuðu um 4,4 prósent á milli ára. Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) um opinber framlög til þróunarsamvinnu árið 2021. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til aukinna framlaga í tengslum við aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins og dreifingu bóluefna í þróunarríkjum. Þannig námu framlög OECD ríkjanna til bóluefnaaðstoðar vegna COVID-19 alls 6,3 milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 3,5 prósentum af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Þá nema heildarframlög í tengslum við viðbrögð vegna COVID-19 um 18,7 milljörðum Bandaríkjadala, sem þýðir að 10,5 prósent af opinberum framlögum til þróunarsamvinnu á síðasta ári fóru í viðbrögð vegna faraldursins. „OECD ríkin hafa enn og aftur sýnt að jafnvel á krepputímum munu þau stíga upp og veita fátækari ríkjum og fólki stuðning,“ sagði Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, þegar tölurnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að átak síðustu ára hafi verið mikilvægt skref í því að auka stuðning við fátækari ríki, en þar megi ekki láta staðar numið. Heimurinn standi nú frammi fyrir nýrri mannúðarkrísu með tilefnislausri árás Rússlands á Úkraínu, en þróunarríki verði verst fyrir barðinu á minna framboði og hærra verði á matvælum og helstu hrávörum. Ísland er á meðal þeirra ríkja þar sem framlög til þróunarsamvinnu hækkuðu hlutfallslega mest á milli ára, eða um 11,7 prósent. Aukningin var mest á Ítalíu (34,5 prósent), í Suður-Kóreu (20,7 prósent) og Slóveníu (19 prósent). Þá náðu fimm ríki viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að veita því sem nemur 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu; Danmörk, Þýskaland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent
Þetta kemur fram í nýútgefnum tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) um opinber framlög til þróunarsamvinnu árið 2021. Þessa þróun má að miklu leyti rekja til aukinna framlaga í tengslum við aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 faraldursins og dreifingu bóluefna í þróunarríkjum. Þannig námu framlög OECD ríkjanna til bóluefnaaðstoðar vegna COVID-19 alls 6,3 milljörðum Bandaríkjadala, eða því sem nemur 3,5 prósentum af heildarframlögum til þróunarsamvinnu. Þá nema heildarframlög í tengslum við viðbrögð vegna COVID-19 um 18,7 milljörðum Bandaríkjadala, sem þýðir að 10,5 prósent af opinberum framlögum til þróunarsamvinnu á síðasta ári fóru í viðbrögð vegna faraldursins. „OECD ríkin hafa enn og aftur sýnt að jafnvel á krepputímum munu þau stíga upp og veita fátækari ríkjum og fólki stuðning,“ sagði Mathias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, þegar tölurnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að átak síðustu ára hafi verið mikilvægt skref í því að auka stuðning við fátækari ríki, en þar megi ekki láta staðar numið. Heimurinn standi nú frammi fyrir nýrri mannúðarkrísu með tilefnislausri árás Rússlands á Úkraínu, en þróunarríki verði verst fyrir barðinu á minna framboði og hærra verði á matvælum og helstu hrávörum. Ísland er á meðal þeirra ríkja þar sem framlög til þróunarsamvinnu hækkuðu hlutfallslega mest á milli ára, eða um 11,7 prósent. Aukningin var mest á Ítalíu (34,5 prósent), í Suður-Kóreu (20,7 prósent) og Slóveníu (19 prósent). Þá náðu fimm ríki viðmiði Sameinuðu þjóðanna um að veita því sem nemur 0,7 prósent af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu; Danmörk, Þýskaland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent