„Þetta var það rómantískasta sem ég hefði getað ímyndað mér“ Elísabet Hanna skrifar 13. apríl 2022 13:00 Ben bað Jen í búbblu baði. Getty/Rich Fury Jennifer Lopez deildi með aðdáendum sínum í fréttabréfi hvernig unnusti hennar Ben Affleck bað hennar. Hún segir bónorðið ekki hafa verið yfirdrifið á neinn hátt en á sama tíma hafi það verið það rómantískasta sem hún hefði getað ímyndað sér. Sagði aðdáendum frá bónorðinu Síðasta föstudag deildi hún því að þau væru trúlofuð á ný, átján árum eftir að þau slitu fyrstu trúlofuninni sinni í janúar 2004. Þetta er sjötta trúlofun JLo en sú þriðja hjá Ben með fyrra skiptinu hjá þeim Bennifer meðtöldu. Í nýju fréttabréfi frá On the JLO sem hún gefur út fer hún nákvæmlega í gegnum það hvernig bónorðið var, sýndi aðdáendum hringinn og útskýrði litinn á honum. Fyrsta línan í fréttabréfinu frá henni var: „Hefurðu ímyndað þér að þinn stærsti draumur gæti ræst?“ View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) Bað hennar í búbblu baði Hún heldur áfram og lýsir því hvernig hún hafi verið stödd á sínum uppáhalds stað á jörðinni, í búbblu baði og hvernig fallega ástin hennar hafi farið niður á hné og beðið hennar. Hún segir bónorðið hafa komið sér algjörlega að óvarri. „Ég horfði bara í augun hans brosandi og grátandi á sama tíma að reyna að átta mig á þeirri staðreynd að eftir tuttugu ár væri þetta að gerast aftur. Ég var bókstaflega orðlaus og hann spurði mig „er þetta já?“ og ég sagði JÁ auðvitað er þetta JÁ“ Brosti og grét JLo heldur áfram að lýsa stóru stundinni og segist hafa brosað hringinn og grátið allt á sama tíma á meðan hún fann fyrir hamingju og leið eins og hún væri heil. „Þetta var ekkert yfirdrifið en þetta var það rómantískasta sem ég hefði getað ímyndað mér. Bara rólegt laugardagskvöld heima, tvær manneskjur að lofa því að vera alltaf til staðar fyrir hvort annað,“ segir hún um kvöldið. Hún bætir því við að þau séu tvær heppnar manneskjur sem séu að fá annað tækifæri á sannri ást. Þau eru búin að vera saman frá því í maí á síðasta ári og valdi Ben grænan hring sem er happaliturinn hennar. Hringurinn er grænn og glæsilegur.Skjáskot/J-LO fréttabréfið. Eldri og vitrari Jennifer sagði nýlega í viðtali að í dag væru þau eldri og vitrari en þau voru síðast og búi yfir meiri reynslu. Heimildir herma að nýtrúlofaða parið ætli að hafa börnin sín stóran part af athöfninni. JLo á í dag tvíburana Emme og Max með fyrrverandi eiginmanni sínum Marc Anthony. Ben á börnin Violet, Seraphina og Samuel með fyrrverandi eiginkonu sinni Jennifer Garner sem hann var giftur í þrettán ár og eru þau miklir vinir enn í dag. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) „Við eigum börn og við virðum hvort annað.. Við lifum lífinu okkar á þann hátt sem við getum verið stolt af og börnin okkar geta verið stolt af,“ segir Jennifer Lopez um framtíðina saman. Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Jennifer Lopez og Ben Affleck trúlofuð Bandaríska stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck er trúlofað. 9. apríl 2022 09:47 Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. 22. mars 2022 11:31 Bennifer saman á rauða dreglinum á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur. 11. september 2021 09:41 Affleck byrjaði að senda ástarbréf og virðist hafa krækt í Jennifer Lopez á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck eyddu síðustu helgi saman í Montana og greina erlendir miðlar nú frá því að ástarsamband sé hafið milli þeirra á ný, sautján árum eftir að þau slitu sambandi sínu á sínum tíma. 11. maí 2021 12:31 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Sagði aðdáendum frá bónorðinu Síðasta föstudag deildi hún því að þau væru trúlofuð á ný, átján árum eftir að þau slitu fyrstu trúlofuninni sinni í janúar 2004. Þetta er sjötta trúlofun JLo en sú þriðja hjá Ben með fyrra skiptinu hjá þeim Bennifer meðtöldu. Í nýju fréttabréfi frá On the JLO sem hún gefur út fer hún nákvæmlega í gegnum það hvernig bónorðið var, sýndi aðdáendum hringinn og útskýrði litinn á honum. Fyrsta línan í fréttabréfinu frá henni var: „Hefurðu ímyndað þér að þinn stærsti draumur gæti ræst?“ View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) Bað hennar í búbblu baði Hún heldur áfram og lýsir því hvernig hún hafi verið stödd á sínum uppáhalds stað á jörðinni, í búbblu baði og hvernig fallega ástin hennar hafi farið niður á hné og beðið hennar. Hún segir bónorðið hafa komið sér algjörlega að óvarri. „Ég horfði bara í augun hans brosandi og grátandi á sama tíma að reyna að átta mig á þeirri staðreynd að eftir tuttugu ár væri þetta að gerast aftur. Ég var bókstaflega orðlaus og hann spurði mig „er þetta já?“ og ég sagði JÁ auðvitað er þetta JÁ“ Brosti og grét JLo heldur áfram að lýsa stóru stundinni og segist hafa brosað hringinn og grátið allt á sama tíma á meðan hún fann fyrir hamingju og leið eins og hún væri heil. „Þetta var ekkert yfirdrifið en þetta var það rómantískasta sem ég hefði getað ímyndað mér. Bara rólegt laugardagskvöld heima, tvær manneskjur að lofa því að vera alltaf til staðar fyrir hvort annað,“ segir hún um kvöldið. Hún bætir því við að þau séu tvær heppnar manneskjur sem séu að fá annað tækifæri á sannri ást. Þau eru búin að vera saman frá því í maí á síðasta ári og valdi Ben grænan hring sem er happaliturinn hennar. Hringurinn er grænn og glæsilegur.Skjáskot/J-LO fréttabréfið. Eldri og vitrari Jennifer sagði nýlega í viðtali að í dag væru þau eldri og vitrari en þau voru síðast og búi yfir meiri reynslu. Heimildir herma að nýtrúlofaða parið ætli að hafa börnin sín stóran part af athöfninni. JLo á í dag tvíburana Emme og Max með fyrrverandi eiginmanni sínum Marc Anthony. Ben á börnin Violet, Seraphina og Samuel með fyrrverandi eiginkonu sinni Jennifer Garner sem hann var giftur í þrettán ár og eru þau miklir vinir enn í dag. View this post on Instagram A post shared by Jennifer Lopez (@jlo) „Við eigum börn og við virðum hvort annað.. Við lifum lífinu okkar á þann hátt sem við getum verið stolt af og börnin okkar geta verið stolt af,“ segir Jennifer Lopez um framtíðina saman.
Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Jennifer Lopez og Ben Affleck trúlofuð Bandaríska stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck er trúlofað. 9. apríl 2022 09:47 Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. 22. mars 2022 11:31 Bennifer saman á rauða dreglinum á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur. 11. september 2021 09:41 Affleck byrjaði að senda ástarbréf og virðist hafa krækt í Jennifer Lopez á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck eyddu síðustu helgi saman í Montana og greina erlendir miðlar nú frá því að ástarsamband sé hafið milli þeirra á ný, sautján árum eftir að þau slitu sambandi sínu á sínum tíma. 11. maí 2021 12:31 Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Jennifer Lopez og Ben Affleck trúlofuð Bandaríska stjörnuparið Jennifer Lopez og Ben Affleck er trúlofað. 9. apríl 2022 09:47
Bennifer með augastað á 6,5 milljarða króna ástarhreiðri Stjörnuparið Ben Affleck og Jennifer Lopez standa um þessar mundir í fasteignakaupum. Talið er að parið hafi boðið um 6,5 milljarða íslenskra króna í eignina sem inniheldur meðal annars sautján baðherbergi. 22. mars 2022 11:31
Bennifer saman á rauða dreglinum á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur. 11. september 2021 09:41
Affleck byrjaði að senda ástarbréf og virðist hafa krækt í Jennifer Lopez á ný Jennifer Lopez og Ben Affleck eyddu síðustu helgi saman í Montana og greina erlendir miðlar nú frá því að ástarsamband sé hafið milli þeirra á ný, sautján árum eftir að þau slitu sambandi sínu á sínum tíma. 11. maí 2021 12:31
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist