Frankfurt henti Börsungum úr leik | West Ham fór örugglega áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 21:10 Leikmenn Frankfurt gátu fagnað vel og innilega þegar liðið sló Barcelona úr leik. Eric Alonso/Getty Images Barcelona er úr leik úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-3 tap gegn Frankfurt á heimavelli í kvöld. Liðið lenti 0-3 undir og tvö mörk í uppbótartíma gátu ekki bjargað þeim. Á sama tíma vann West Ham öruggan 0-3 sigur gegn Lyon. Gestirnir í Frankfurt tóku forystuna snemma gegn Börsungum þegar Filip Kostic skoraði fram hjá Marc-Andre ter Stegen af vítapunktinum strax á fjórðu mínútu. Kostic var svo aftur á ferðinni rúmum hálftíma síðar þegar hann lagði upp mark fyrir Rafael Santos Borre og staðan var 0-2 í hálfleik. Kostic var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna eftir stoðsendingu frá Daichi Kamada þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Brekkan var því orðin ansi brött fyrir Börsunga, en Sergio Busquets hélt að hann hefði lagað stöðuna fyrir liðið þegar hann kom boltanum í netið á 84. mínútu. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Busquets kom boltanum þó löglega í netið í upphafi uppbótartímans og þar sem að níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma var enn smá von fyrir Börsunga. Evan N'Dicka fékk sitt annað gula spjald í liði Frankfurt á tíundu mínútu uppbótartíma, og þar með rautt, þegar hann braut á Luuk de Jong innan vítateigs. Memphis Depay fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-3, en þá var það orðið of seint. Frankfurt er því á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham sem vann öruggan 3-0 sigur gegn Lyon í kvöld. Craig Dawson, Declan Rice og Jarrod Bowen sáu um markaskorun West Ham. Fyrr í kvöld hafði RB Leipzig betur gegn Atalanta, 2-0, en Leipzig mætir annað hvort SC Braga eða Rangers, en þegar þetta er ritað er framlenging í gangi í þeim leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira
Gestirnir í Frankfurt tóku forystuna snemma gegn Börsungum þegar Filip Kostic skoraði fram hjá Marc-Andre ter Stegen af vítapunktinum strax á fjórðu mínútu. Kostic var svo aftur á ferðinni rúmum hálftíma síðar þegar hann lagði upp mark fyrir Rafael Santos Borre og staðan var 0-2 í hálfleik. Kostic var ekki hættur því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark gestanna eftir stoðsendingu frá Daichi Kamada þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Brekkan var því orðin ansi brött fyrir Börsunga, en Sergio Busquets hélt að hann hefði lagað stöðuna fyrir liðið þegar hann kom boltanum í netið á 84. mínútu. Eftir skoðun myndbandsdómara kom þó í ljós að hann var rangstæður og markið því dæmt af. Busquets kom boltanum þó löglega í netið í upphafi uppbótartímans og þar sem að níu mínútum var bætt við venjulegan leiktíma var enn smá von fyrir Börsunga. Evan N'Dicka fékk sitt annað gula spjald í liði Frankfurt á tíundu mínútu uppbótartíma, og þar með rautt, þegar hann braut á Luuk de Jong innan vítateigs. Memphis Depay fór á punktinn og minnkaði muninn í 2-3, en þá var það orðið of seint. Frankfurt er því á leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir West Ham sem vann öruggan 3-0 sigur gegn Lyon í kvöld. Craig Dawson, Declan Rice og Jarrod Bowen sáu um markaskorun West Ham. Fyrr í kvöld hafði RB Leipzig betur gegn Atalanta, 2-0, en Leipzig mætir annað hvort SC Braga eða Rangers, en þegar þetta er ritað er framlenging í gangi í þeim leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Sjá meira