Norður-Kóreskir tölvuþrjótar beri ábyrgð á gríðarstórri árás á tölvuleik Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 13:54 Tölvuþrjótarnir stálu rafmynt sem metin er á 80 milljarða króna. Getty Bandarísk yfirvöld hafa tengt Norður-Kóreska tölvurþjóta við gríðarlega umfangsmikla tölvuárás. Tölvuþrjótarnir stálu ígildi áttatíu milljarðum íslenskra króna af tölvuleikjaspilurum leiksins Axie Infinity í mars. Notendur tölvuleiksins geta safnað rafmynt með spilun leiksins; með því að einfaldlega ná árangri í tölvuleiknum eða með „viðskiptum“ innan hans. Þrjótunum tókst að brjótast inn í netkerfi Axie Infinty og stela rafmynt sem metin er 615 milljónir bandaríkjadala eða áttatíu milljarða króna. Hópurinn Lazarus er talinn bera ábyrgð á árásinni en leyniþjónusta Norður-Kóreu er talin leiða hópinn. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lazarus er sami hópur tölvuþrjóta og braust inn í kvikmyndafyrirtækið Sony Pictures árið 2014. Eftir innbrotið kröfðust þeir þess að kvikmyndin The Interview, sem er gamansöm ádeila á leiðtogann Kim Jong-un, yrði ekki birt. „Rannsókn hefur leitt í ljós að hópurinn Lazarus Group og APT38, tölvuþrjótahópar tengdir Norður Kóreu, beri ábyrgð á þjófnaðinum,“ sagði í yfirlýsingu frá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Rafmyntir Tölvuárásir Norður-Kórea Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Notendur tölvuleiksins geta safnað rafmynt með spilun leiksins; með því að einfaldlega ná árangri í tölvuleiknum eða með „viðskiptum“ innan hans. Þrjótunum tókst að brjótast inn í netkerfi Axie Infinty og stela rafmynt sem metin er 615 milljónir bandaríkjadala eða áttatíu milljarða króna. Hópurinn Lazarus er talinn bera ábyrgð á árásinni en leyniþjónusta Norður-Kóreu er talin leiða hópinn. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Lazarus er sami hópur tölvuþrjóta og braust inn í kvikmyndafyrirtækið Sony Pictures árið 2014. Eftir innbrotið kröfðust þeir þess að kvikmyndin The Interview, sem er gamansöm ádeila á leiðtogann Kim Jong-un, yrði ekki birt. „Rannsókn hefur leitt í ljós að hópurinn Lazarus Group og APT38, tölvuþrjótahópar tengdir Norður Kóreu, beri ábyrgð á þjófnaðinum,“ sagði í yfirlýsingu frá bandarísku alríkislögreglunni FBI.
Rafmyntir Tölvuárásir Norður-Kórea Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira