Gerendur þurfi að axla fulla ábyrgð stígi þeir fram Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 08:14 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir Talskona Stígamóta segir það jákvæða breytingu að gerandi stígi fram til að axla ábyrgð á sínum gjörðum eins og tónlistarmaðurinn Auður gerði í viðtali fréttastofu í vikunni. Það sé þó of snemmt að ræða hvort hvort gerendur eigi afturkvæmt í samfélagið. Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“ MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður steig nýverið fram í viðtali við Ísland í dag þar sem hann sagðist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og farið yfir mörk. Talskona Stígamóta segir það lengi hafa verið ákall að gerendur stígi fram og axli ábyrgð. „Þetta er ákveðin breyting að það er einhver sem stígur fram og segist taka ábyrgð, það er breyting frá því sem við höfum áður séð þar sem að yfirleitt þegar menn eru ásakaðir þá bregðast við með meira ofbeldi og meiri ásökunum og lögsóknum og svo framvegis,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Viðtalið telur hún þó ekki gallalaust og vísar til þess ekki hafi verið talað beint um ofbeldi eða nauðgun, eins og brotaþolar lýstu. „Ábyrgðin felst auðvitað í því að gangast fyllilega við upplifun brotaþolanna,“ segir Steinunn. „En vonandi hvetur þetta þá sem eru ásakaðir um brot, til þess að hugsa sinn gang, leita sér aðstoðar, skoða í hverju þeirra ábyrgð felst og að gangast við þessu og breyta hegðuninni í framhaldinu, það skiptir mestu máli,“ segir hún ennfremur. Hún segir umræðuna í sífelldri þróun en áfram sé mikilvægt að hlusta á þolendur. Eiga menn afturkvæmt í samfélagið eftir ofbeldisbrot? „Já, ég held að flestir ofbeldismenn séu partur af þessu samfélagi, þeir eiga enn þá sínar fjölskyldur, sína vini, fullt af fólki sem stendur með þeim. Þetta snýst kannski frekar um eiga þeir afturkvæmt í sviðsljósið og ég held bara að það sé ekki tímabært að svara þeirri spurningu nokkrum mánuðum eftir að maður er sakaður um alvarleg ofbeldisbrot.“
MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14 „Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Móðir Auðar segir síðasta ár það erfiðasta lífs síns Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Auðuns Lútherssonar, segist afar stolt af því að sonur hennar hafi stigið fram og greint frá sinni hlið en hann hefur mátt sæta ásökunum um kynferðisofbeldi. 13. apríl 2022 14:14
„Bið um að vera dæmdur út frá gjörðum mínum en ekki því sem er ósatt“ Það er í grunninn munur á að trúa orðrómum og trúa þolendum. Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem er ósatt, segir tónlistarmaðurinn Auður. Hann segist axla ábyrgð á ásökunum kvenna sem hafa sakað hann um að hafa brotið á sér, verið ógnandi og að hafa farið yfir mörk en hafnar algjörlega orðrómum um þöggunarsamninga og brot gegn ólögráða stúlkum. 12. apríl 2022 19:14