Klopp: FA-bikarinn er risastór keppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 10:30 Jürgen Klopp er kominn með Liverpool í undanúrslit FA-bikarsins í fyrsta skipti. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp segir að Liverpool hafi ekki spilað sinn besta leik þegar liðið heimsótti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn sunnudag. Hann segist vona að liðið sýni sínar bestu hliðar þegar liðin mætast í undanúrslitum FA-bikarsins á Wembley í dag. „City-liðið var virkilega sterkt á sunnudaginn á meðan að við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Þannig að ég væri til í að sjá leik þar sem við erum upp á okkar besta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir viðureign Liverpool og City í undanúrslitum FA-bikarsins. „Strákarnir gerðu mikið af góðum hlutum í leiknum, en það vou nokkur atriði og ég veit að við getum spila mun betur.“ Þjóðverjinn hefur mátt þola gagnrýni seinustu ár þar sem hinir ýmsu sérfræðingar segja hann ekki taka FA-bikarinn nægilega alvarlega. Hann segist þó ákveðinn í því að bæta gengi sitt í keppninni og að mótherjar dagsins gefi honum og liðinu auka kraft til að gera allt sem þeir geta til að klára dæmið. „FA-bikarinn er risastór keppni. Hingað til höfum við ekki einu sinni getað komist í undanúrslit þannig að þetta er frumraun okkar í undanúrslitaleik á Wembley. En betra seint en aldrei.“ Eins og áður hefur verið greint frá ganga lestar hvorki frá Liverpool né Manchester til London yfir páskana vegna viðhalds á lestarkerfinu. Klopp segist vona að stuðningsmenn liðanna komist á völlinn og að hægt verði að búa til alvöru stemningu í kringum þennan stórleik. „Nú erum við komnir hingað og það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Ég vona að stuðningsmennirnir komist til London af því að ég held að lestarnar séu stopp. Og ég vona að við fáum þá stemningu sem undanúrslitaleikur á milli Liverpool og Manchester City á skilið,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 14:20, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:00. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
„City-liðið var virkilega sterkt á sunnudaginn á meðan að við spiluðum kannski ekki okkar besta leik. Þannig að ég væri til í að sjá leik þar sem við erum upp á okkar besta,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir viðureign Liverpool og City í undanúrslitum FA-bikarsins. „Strákarnir gerðu mikið af góðum hlutum í leiknum, en það vou nokkur atriði og ég veit að við getum spila mun betur.“ Þjóðverjinn hefur mátt þola gagnrýni seinustu ár þar sem hinir ýmsu sérfræðingar segja hann ekki taka FA-bikarinn nægilega alvarlega. Hann segist þó ákveðinn í því að bæta gengi sitt í keppninni og að mótherjar dagsins gefi honum og liðinu auka kraft til að gera allt sem þeir geta til að klára dæmið. „FA-bikarinn er risastór keppni. Hingað til höfum við ekki einu sinni getað komist í undanúrslit þannig að þetta er frumraun okkar í undanúrslitaleik á Wembley. En betra seint en aldrei.“ Eins og áður hefur verið greint frá ganga lestar hvorki frá Liverpool né Manchester til London yfir páskana vegna viðhalds á lestarkerfinu. Klopp segist vona að stuðningsmenn liðanna komist á völlinn og að hægt verði að búa til alvöru stemningu í kringum þennan stórleik. „Nú erum við komnir hingað og það skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Ég vona að stuðningsmennirnir komist til London af því að ég held að lestarnar séu stopp. Og ég vona að við fáum þá stemningu sem undanúrslitaleikur á milli Liverpool og Manchester City á skilið,“ sagði Þjóðverjinn að lokum. Undanúrslitaleikur Liverpool og Manchester City verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 14:20, en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 14:00. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira