Sex dæmdir til dauða og 82 í fangelsi fyrir grimmilegt morð Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2022 10:10 Nokkrir af mönnunum sem dæmdir voru í gær. Margir þeirra sem tóku þátt í ódæðinu tóku það upp á myndband og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. AP/Aftab Rizvi Sex menn voru í gær dæmdir til dauða í Pakistan og tugir voru dæmdir í fangelsi fyrir morð. Í desember í fyrra myrti æstur múgur mann frá Sri Lanka sem hafði verið sakaður um guðlast. Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn. Pakistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Priyantha Diyawadana (48) var yfirmaður í verksmiðju í borginni Sialkot og hafði hann tekið niður plaköt með nafni Múhameðs spámanns sem höfðu verið hengd upp á verksmiðjuna. Það gerði hann vegna þess að til stóð að þrífa veggina en var hann sakaður um guðlast. Æstur múgur mætti á staðinn og var Diyawadana dreginn út og barinn til dauða. Lík hans var síðan brennt út á götu. Margir sem tóku þátt í morðinu tóku það upp á myndbönd og tóku myndir af sér með líki Diyawadana. Krufning leiddi í ljós að nánast öll bein Diyawadana voru brotin og var hann sagður hafa dáið vegna áverka á höfði og andliti. Þá segir að hann hafi borið sár víðsvegar um líkamanna og að mæna hans hafi verið brotin á þremur stöðum. 88 af 89 sakborningum voru dæmdir í gær. Eins og áður segir voru sex dæmdir til dauða, níu voru dæmdir til lífstíðarfangelsis og hinir voru dæmdir í tveggja til fimm ára fangelsi, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Imran Khan, forsætisráðherra, sagði morð Diyawadana skammarlegt fyrir Pakistan. Mannréttindasamtök hafa lengi kvartað yfir því að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er iðulega sakað um guðlast í Pakistan. Þá hefur því oft verið haldið fram að ásökunum um guðlast sé beitt í persónulegum deilum fólks. Í frétt DW er bent á að 26 ára kona hafi í janúar verið dæmd til dauða fyrir að dreifa mynd af Múhameð á WhatsApp. Þá réðst æstur múgur á mann sem á við geðræn veikindi að stríða í afskekktu þorpi í Pakistan og grýtti hann til dauða. Sá hafði verið sakaður um að brenna Kóraninn. Árið 2014 var kristið par myrt og lík þeirra brennd eftir að þau voru ranglega sökuð um að hafa vanvirt Kóraninn.
Pakistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira