Innblásturinn er fastur liður hjá Lífinu á Vísi þar sem rætt er við ólíkt fólk um hvað veitir því innblástur í tilverunni og hvaða ráðum þau luma á varðandi andlega heilsu.
Hver ert þú í þínum eigin orðum?
Afkastamikill, edrú, pabbi, kærasti.
Hvað veitir þér innblástur?
Reynsla og aðrir listamenn.
Hvað er þitt besta ráð til að næra andlega heilsu?
Vita hvenær á að sleppa tökunum og treysta að allt fari vel.
Hvernig er hefðbundinn dagur í þínu lífi?
Vakna með eldri stráknum mínum, á kósý stund með honum fyrir leikskólann, skutla honum, líkamsrækt, svara tölvupósti, semja smá, borða góðan mat, sæki strákinn á leikskólann, heim að leika með rest af fam, borða, svæfa, chilla, sofa.
Uppáhalds lag og af hverju?
Akkúrat núna er það Soufside með Latto.
Uppáhalds matur og af hverju?
Nautalund með góðu meðlæti, mæli með Sushi Social steikinni.
Besta ráð sem þú hefur fengið?
Áttaðu þig á hverju þú getur breytt og hættu að reyna að breyta hinu.
Hvað er það skemmtilegasta við lífið?
Þegar hlutirnir ganga upp, en maður myndi ekki kunna að meta það ef að allt gengi upp.