Þögn ríkir hjá FH um málefni Eggerts Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2022 09:32 Eggert Gunnþór Jónsson er með samning við FH sem gildir til loka keppnistímabilsins í október. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fundað var um stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH í Kaplakrika í gær vegna gagnrýni á veru hans í liði FH á sama tíma og embætti héraðssaksóknara er með mál hans til skoðunar. Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira