Fyrirliði Svía tekur undir gagnrýni Söru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2022 12:31 Sara Björk Gunnarsdóttir og Caroline Seger í leik Íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli 2019. Vísir/Vilhelm Caroline Seger, fyrirliði sænska landsliðsins og leikjahæsti leikmaður í sögu þess, tekur undir gagnrýni Söru Bjarkar Gunnarsdóttur val mótshaldara á EM 2022 á keppnisvöllum á mótinu. Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti. EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Í hlaðvarpsþættinum Their Pitch gagnrýndi Sara að tveir leikir Íslands á EM færu fram á akademíuleikvangi Manchester City sem tekur aðeins tæplega fimm þúsund manns í sæti. Þriðji leikur íslenska liðsins fer fram á heimavelli Rotherham United sem tekur ellefu þúsund manns í sæti. Sara segir vanvirðingu fólgna í vali á keppnisvöllum og að það sé ekki í takti við þróunina í kvennaboltanum. „Ég er svolítið vonsvikin með leikvangana sem við fengum. Það er átakanlegt að með alla þessa leikvanga sem eru í boði á Englandi þá séum við á æfingavelli Manchester City sem tekur um 4-5.000 áhorfendur. Þetta er vandræðalegt,“ sagði Sara. „Maður sér í kvennafótboltanum í dag hvernig er verið að fylla stóru leikvangana. Það mættu 95.000 manns á Barcelona – Real Madrid. Það er vandræðalegt að menn búist ekki við því að það seljist fleiri en 4.000 miðar. Þetta er vanvirðing gagnvart kvennafótbolta á þessu stigi því þetta er svo mikið stærra en fólk heldur.“ Seger segir gagnrýni Söru réttmæta og skilur ekki af hverju leikirnir á EM fara ekki fram á stærri leikvöngum. „Við verðum líka að fá þessa velli. Þeir verða að hugsa hlutina upp á nýtt og gera það rétta í stöðunni,“ sagði Seger við Fotbollskanalen. Hún bætti við að UEFA þyrfti líka að hugsa sinn gang. „Ættum við ekki að leggja allt í mótið og gefa kvennaboltanum plássið sem hann þarf. Það hefur sýnt sig að miðar seljast fljótt upp. Okkar kæru vinir hjá UEFA eru með það á sinni könnu. Þetta er líka lexía fyrir þá.“ Svíar eru í riðli með Evrópumeisturum Hollendinga og Svisslendingum. Rússar eru einnig í C-riðlinum en óvíst er hvaða lið tekur sæti þeirra. Leikirnir í C-riðli fara fram á Leigh Sports Village í Leigh og Bramall Lane í Sheffield. Völlurinn í Leigh tekur tólf þúsund manns í sæti á meðan Bramall Lane, heimavöllur Sheffield United, tekur rúmlega 32 þúsund manns í sæti.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira