Opna sýninguna Lífsleikni: „Lítum aftur á þessi augnablik sem höfðu svo gríðarlega mikil áhrif á mörg okkar“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. apríl 2022 11:31 Listakonan Dýrfinna Benita Basalan ásamt sýningarstjóranum Björk Hrafnsdóttur. Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Laugardaginn 23. apríl næstkomandi opnar sýning Dýrfinnu Benitu Basalan, Lífsleikni, í Listval, Hólmaslóð 6. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Innblástur sýningarinnar fannst í skólastofunni, gömlum stílabókum og barnabókmenntum. Á sýningunni lítur Dýrfinna til baka á æskuna og tilfinningarnar sem fylgja því að sitja fastur í skólakerfi, dagdreyma og þrá frelsi. „Við fylgjum samt kerfinu og bíðum spennt eftir sumarfríinu, frelsinu, en eftir skólann tekur við ískaldur raunveruleikinn sem jafnast ekki á við ævintýralegu dagdraumana. Við lítum aftur á þessi augnablik sem höfðu svo gríðarlega mikil áhrif á mörg okkar.“ Gestir fá að vera þátttakendur Með verkum sínum hleypir Dýrfinna sýningargestum inn í draumkennda minningu þar sem kunnuglegir hlutir taka á sig skringilegri mynd. Hugmyndir Dýrfinnu hlutgerast í málverk, teikningar og skúlptúra úr stáli og við. Gestir sýningarinnar eru þátttakendur og geta speglað minningar sínar í verkunum og mögulega séð sitt eigið ferðalag í nýju ljósi. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Útskriftarverk úr Listaháskólanum Ásamt Dýrfinnu komu Björk Hrafnsdóttir og Steinarr Ingólfsson að undirbúningi sýningarinnar, Björk sem sýningarstjóri og Steinarr í listrænu samstarfi við Dýrfinnu, auk þess að vera grafískur hönnuður. „Þessi sýning er útskriftarverkefnið mitt frá Listaháskóla Íslands þar sem ég hef verið í meistaranámi í sýningargerð,“ segir Björk en hún er einnig með bakgrunn í listfræði og hafði verið að vinna í kringum myndlist og tónlist í smá tíma. „Í útskriftarverkefninu mínu ákvað ég að vinna með einum listamanni að sýningu með nýjum verkum. Listrænt ferli listamannsins og möguleikinn að vera partur af því ferli er það sem heillar mig mest. Ég túlka líka curation mjög bókstaflega, en það tengist beint hugtökunum care / care-taking (umhyggja). Ég spurði Dýrfinnu hvort hún vildi vinna að nýrri sýningu með mér og þrátt fyrir að vera mjög upptekin sagði hún já!“ Björk Hrafnsdóttir og Dýrfinna Benita unnu með náin samtöl við sýninguna Lífsleikni.Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Náið samstarf og mikilvæg samtöl Björk segir ástæðuna fyrir áhuga hennar á samstarfi með Dýrfinnu meðal annars hafi verið hversu líkar og ólíkar þær eru. „Ég vissi að ég gæti lært mikið af henni. Við vildum fá grafískan hönnuð með okkur í lið og þá stakk Dýrfinna strax upp á Steinari sem hún hefur unnið mikið með og er góður vinur hennar. Síðan þá hafa átt sér stað ótal samtöl og sýningin þróaðist smátt og smátt í sýninguna sem mun opna á laugardaginn.“ Ásamt því að vera öflug innan myndlistarsenunnar starfar Dýrfinna einnig sem tónlistarkona og gengur þá undir listamannsnafninu Countess Malaise. Hún og Steinarr hafa unnið náið saman að því verkefni og hafa í kjölfarið fylgst með hvort öðru blómstra á sínum sviðum. „Þegar ég byrjaði að búa til tónlist þá var ég svo heppin að eiga Steinarr að, því hann byrjaði það ferðalag með mér sem grafískur hönnuður Countess Malaise. Hann hjálpaði mér að byggja Countess Malaise og studdi við bakið á mér og gerir en þann í dag,“ segir Dýrfinna og bætir við: „Steinarr er einn af mínum bestu vinum og ég elska og dái hann og hans listaverk.“ Björk, Dýrfinna og Steinarr, teiknuð af Dýrfinnu sjálfri.Aðsend Reynsla og upplifun af skólakerfinu Björk segir samstarfið hafa gengið gríðarlega vel og samtölin haft mikil áhrif á það. „Dýrfinna byrjaði snemma að tala um skólakerfið og hennar reynslu af því. Þrátt fyrir að hafa mjög ólíka reynslu af skólanum þá þótti okkur báðum skemmtilegast í smíði og myndmennt en með tímanum á meðan ég fór að efast um myndlistar hæfileika mína (mögulega skynsamlegar efasemdir en hver veit) og byrjaði að fókusa á bóklegt nám þá fann Dýrfinna sig meira í myndlistinni.“ „Bækurnar, stílabækurnar og fleiri hlutir voru fullir af teikningum og kroti. Ég vildi ekki gera neitt annað en teikna og krota. Kannski er það út af því að ég var léleg í námi, kannski út af því ég er með ADHD eða kannski út af því að ég er born to make art,“ segir Dýrfinna. Dýrfinna Benita er fædd til að skapa list. Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Lífið kemur sífellt á óvart Sýningin stendur til fyrsta maí og fer fram í sýningarrými Listvals að Hólmaslóð 6. Að lokum segist Björk telja að margir muni geta tengt við þessa sýningu. „Mér finnst svolítið skemmtilegt að setja upp sýningu sem fjallar að hluta til um grunnskóla sem útskriftarverkefni í meistaranámi. Ég fór að rifja upp hvernig ég hélt að líf mitt yrði þegar ég var í grunnskóla og hvort það sé eitthvað sambærilegt lífi mínu í dag. Shocker! Það er það alls ekki, haha. Mér finnst líka áhugavert að við erum öll þrjú alveg að verða þrítug. Kannski er þetta sona tri-life crisis. Ég er allavega ennþá að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Í augnablikinu er það sýningarstjóri.“ Menning Myndlist Tengdar fréttir „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Innblástur sýningarinnar fannst í skólastofunni, gömlum stílabókum og barnabókmenntum. Á sýningunni lítur Dýrfinna til baka á æskuna og tilfinningarnar sem fylgja því að sitja fastur í skólakerfi, dagdreyma og þrá frelsi. „Við fylgjum samt kerfinu og bíðum spennt eftir sumarfríinu, frelsinu, en eftir skólann tekur við ískaldur raunveruleikinn sem jafnast ekki á við ævintýralegu dagdraumana. Við lítum aftur á þessi augnablik sem höfðu svo gríðarlega mikil áhrif á mörg okkar.“ Gestir fá að vera þátttakendur Með verkum sínum hleypir Dýrfinna sýningargestum inn í draumkennda minningu þar sem kunnuglegir hlutir taka á sig skringilegri mynd. Hugmyndir Dýrfinnu hlutgerast í málverk, teikningar og skúlptúra úr stáli og við. Gestir sýningarinnar eru þátttakendur og geta speglað minningar sínar í verkunum og mögulega séð sitt eigið ferðalag í nýju ljósi. View this post on Instagram A post shared by Dy rfinna Benita (@dyrfinnabenita) Útskriftarverk úr Listaháskólanum Ásamt Dýrfinnu komu Björk Hrafnsdóttir og Steinarr Ingólfsson að undirbúningi sýningarinnar, Björk sem sýningarstjóri og Steinarr í listrænu samstarfi við Dýrfinnu, auk þess að vera grafískur hönnuður. „Þessi sýning er útskriftarverkefnið mitt frá Listaháskóla Íslands þar sem ég hef verið í meistaranámi í sýningargerð,“ segir Björk en hún er einnig með bakgrunn í listfræði og hafði verið að vinna í kringum myndlist og tónlist í smá tíma. „Í útskriftarverkefninu mínu ákvað ég að vinna með einum listamanni að sýningu með nýjum verkum. Listrænt ferli listamannsins og möguleikinn að vera partur af því ferli er það sem heillar mig mest. Ég túlka líka curation mjög bókstaflega, en það tengist beint hugtökunum care / care-taking (umhyggja). Ég spurði Dýrfinnu hvort hún vildi vinna að nýrri sýningu með mér og þrátt fyrir að vera mjög upptekin sagði hún já!“ Björk Hrafnsdóttir og Dýrfinna Benita unnu með náin samtöl við sýninguna Lífsleikni.Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Náið samstarf og mikilvæg samtöl Björk segir ástæðuna fyrir áhuga hennar á samstarfi með Dýrfinnu meðal annars hafi verið hversu líkar og ólíkar þær eru. „Ég vissi að ég gæti lært mikið af henni. Við vildum fá grafískan hönnuð með okkur í lið og þá stakk Dýrfinna strax upp á Steinari sem hún hefur unnið mikið með og er góður vinur hennar. Síðan þá hafa átt sér stað ótal samtöl og sýningin þróaðist smátt og smátt í sýninguna sem mun opna á laugardaginn.“ Ásamt því að vera öflug innan myndlistarsenunnar starfar Dýrfinna einnig sem tónlistarkona og gengur þá undir listamannsnafninu Countess Malaise. Hún og Steinarr hafa unnið náið saman að því verkefni og hafa í kjölfarið fylgst með hvort öðru blómstra á sínum sviðum. „Þegar ég byrjaði að búa til tónlist þá var ég svo heppin að eiga Steinarr að, því hann byrjaði það ferðalag með mér sem grafískur hönnuður Countess Malaise. Hann hjálpaði mér að byggja Countess Malaise og studdi við bakið á mér og gerir en þann í dag,“ segir Dýrfinna og bætir við: „Steinarr er einn af mínum bestu vinum og ég elska og dái hann og hans listaverk.“ Björk, Dýrfinna og Steinarr, teiknuð af Dýrfinnu sjálfri.Aðsend Reynsla og upplifun af skólakerfinu Björk segir samstarfið hafa gengið gríðarlega vel og samtölin haft mikil áhrif á það. „Dýrfinna byrjaði snemma að tala um skólakerfið og hennar reynslu af því. Þrátt fyrir að hafa mjög ólíka reynslu af skólanum þá þótti okkur báðum skemmtilegast í smíði og myndmennt en með tímanum á meðan ég fór að efast um myndlistar hæfileika mína (mögulega skynsamlegar efasemdir en hver veit) og byrjaði að fókusa á bóklegt nám þá fann Dýrfinna sig meira í myndlistinni.“ „Bækurnar, stílabækurnar og fleiri hlutir voru fullir af teikningum og kroti. Ég vildi ekki gera neitt annað en teikna og krota. Kannski er það út af því að ég var léleg í námi, kannski út af því ég er með ADHD eða kannski út af því að ég er born to make art,“ segir Dýrfinna. Dýrfinna Benita er fædd til að skapa list. Hjördís Jónsdóttir/Aðsend Lífið kemur sífellt á óvart Sýningin stendur til fyrsta maí og fer fram í sýningarrými Listvals að Hólmaslóð 6. Að lokum segist Björk telja að margir muni geta tengt við þessa sýningu. „Mér finnst svolítið skemmtilegt að setja upp sýningu sem fjallar að hluta til um grunnskóla sem útskriftarverkefni í meistaranámi. Ég fór að rifja upp hvernig ég hélt að líf mitt yrði þegar ég var í grunnskóla og hvort það sé eitthvað sambærilegt lífi mínu í dag. Shocker! Það er það alls ekki, haha. Mér finnst líka áhugavert að við erum öll þrjú alveg að verða þrítug. Kannski er þetta sona tri-life crisis. Ég er allavega ennþá að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Í augnablikinu er það sýningarstjóri.“
Menning Myndlist Tengdar fréttir „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30