Akureyri.net greinir frá því að hann hafi látist í gær í borginni Lusaka í Sambíu, þar sem hann hafi búið undanfarin ár ásamt Njavwa Namumba, sambískri eiginkonu sinni. Saman eiga þau ungan son en Sigurður á einnig þrjú börn sem eru á aldrinum 16 til 24 ára.
Sigurður starfrækti lengi þrjár minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur og á Akureyri undir merkjum The Viking en Penninn tók yfir reksturinn árið 2018.
Í Sambíu rak hann ferðaþjónustufyrirtækið Four Hippos Travel ásamt eiginkonu sinni sem bauð Íslendingum að upplifa Afríku undir íslenskri leiðsögn. Þá stefndu þau á að hefja þar innflutning og sölu lyfja undir merkjum Viking Pharma.
Fréttin hefur verið uppfærð.