Úr stjórninni fara hins vegar þeir Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, og Örvar Kjærnested, fjárfestir, en Sigurjón Pálsson, framkvæmdastjóri PayAnalytics, er enn í stjórn fjárfestingafélagsins og gegnir stjórnarformennsku eins og hann hefur gert frá því í apríl í fyrra.
Ari er einn hluthafa fjárfestingafélagsins Helgafells sem er á meðal stærstu hluthafa Stoða í gegnum eignarhaldsfélagið S121 sem á samtals tæplega 60 prósenta hlut í Stoðum. Magnús Ármann er einnig í hópi hluthafa í S121 auk þess sem félagið M&M Capital, sem er í eigu hans og Þorsteins M. Jónssonar, fer með um 2,74 prósenta hlut í Stoðum í eigin nafni.
Stoðir eru eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins en helstu eignir þess eru hlutir í Símanum, Kviku banka, Arion, Play, Bláa lóninu og Landeldi.
Hagnaður Stoða á síðasta ári nam 20 milljörðum króna og stóð eigið fé félagsins í 51 milljarði króna í árslok 2021. Hefur það þrefaldast frá því í ársbyrjun 2019.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.