Dæmdir fyrir að slá fimmtán ára dreng með hamri og felgulykli Atli Ísleifsson skrifar 22. apríl 2022 16:00 Húsnæði Héraðsdóms Austurlands á Egilsstöðum. Vísir/Jóhann K. Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt tvo unga menn hvor um sig í fjögurra mánaða fangelsi og til greiðslu miskabóta vegna sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gegn fimmtán ára dreng. Notuðust þeir við hamar og felgulykil við gerð árásarinnar. Fresta skal fullnustu refsinga og þær niður falla að tveimur árum liðnum, haldi þeir almennt skilorð. Þá er frestunin háð því að mennirnir sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón. Þeir skulu jafnframt greiða móður brotaþolans, fyrir hönd sonarins, 600 þúsund krónur í miskabætur. Auk þess þurfa þeir að greiða máls- og lögmannskostnað, samtals um milljón krónur. Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað í júlí 2021 þar sem annar mannanna hafi slegið drenginn í nokkur skipti með hamri í höfuðið og líkama og hinn slegið hann nokkrum sinnum í bakið með felgulykli. Hlaut drengurinn skurð á hvirfli og hnakka og mar og rispur á baki. Árásarmennirnir játuðu skýlaust sakargiftir þar sem annar viðurkenndi að hafa slegið í höfuð drengsins með hamri í um fjögur skipti, en hinn játaði að hafa slegið drenginn með felgulykli í tvö skipti. Fóru úr heimabyggð á bíl föður annars þeirra Í dómi segir að árásarmennirnir hafi lagt leið sína saman frá eigin heimabyggð í bíl föður annars þeirra sem þeir höfðu fengið lánaðan. Réðust þeir svo á manninn þar sem hann var fyrir utan heimili sitt. „Að mati dómsins hafa ákærðu í raun verið margsaga um nánari tildrög þessarar ferðar, og eru þeir ekki trúverðugir. Fyrir liggur að ákærðu þekktu brotaþola, sem var 15 ára, í raun ekkert,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin var alvarleg, hættuleg og tilefnislaus. Skýlaus játning mannanna, mjög ungur aldur þeirra, að þeir hafi lýst yfir iðrun og samþykkt bótaskyldu, auk þess að annar þeirra hafi skráð sig í meðferð á Vogi eftir árásina, var hins vegar metin til refsimildunar. Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Fresta skal fullnustu refsinga og þær niður falla að tveimur árum liðnum, haldi þeir almennt skilorð. Þá er frestunin háð því að mennirnir sæti á skilorðstímanum sérstakri umsjón. Þeir skulu jafnframt greiða móður brotaþolans, fyrir hönd sonarins, 600 þúsund krónur í miskabætur. Auk þess þurfa þeir að greiða máls- og lögmannskostnað, samtals um milljón krónur. Í dómnum kemur fram að árásin hafi átt sér stað í júlí 2021 þar sem annar mannanna hafi slegið drenginn í nokkur skipti með hamri í höfuðið og líkama og hinn slegið hann nokkrum sinnum í bakið með felgulykli. Hlaut drengurinn skurð á hvirfli og hnakka og mar og rispur á baki. Árásarmennirnir játuðu skýlaust sakargiftir þar sem annar viðurkenndi að hafa slegið í höfuð drengsins með hamri í um fjögur skipti, en hinn játaði að hafa slegið drenginn með felgulykli í tvö skipti. Fóru úr heimabyggð á bíl föður annars þeirra Í dómi segir að árásarmennirnir hafi lagt leið sína saman frá eigin heimabyggð í bíl föður annars þeirra sem þeir höfðu fengið lánaðan. Réðust þeir svo á manninn þar sem hann var fyrir utan heimili sitt. „Að mati dómsins hafa ákærðu í raun verið margsaga um nánari tildrög þessarar ferðar, og eru þeir ekki trúverðugir. Fyrir liggur að ákærðu þekktu brotaþola, sem var 15 ára, í raun ekkert,“ segir í dómnum. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásin var alvarleg, hættuleg og tilefnislaus. Skýlaus játning mannanna, mjög ungur aldur þeirra, að þeir hafi lýst yfir iðrun og samþykkt bótaskyldu, auk þess að annar þeirra hafi skráð sig í meðferð á Vogi eftir árásina, var hins vegar metin til refsimildunar.
Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira