Aldrei að vita nema Skin taki sviðsdýfu í Laugardalshöll Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. apríl 2022 16:31 Hljómsveitin Skunk Anansie mun spila hér á landi þann 29. apríl. Langþráðir afmælistónleikar Brit-rokksveitarinnar Skunk Anansie munu loksins fara fram hér á landi í lok mánaðarins. Hljómsveitin er á tónleikaferðalagi um Evrópu en söngkona sveitarinnar segist vera spenntust fyrir Íslandi af öllum áfangastöðunum. Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram haustið 2020 en síðan skall á heimsfaraldur. Þá stóð til að halda tónleikana á síðasta ári en þeim var frestað aftur, fyrst vegna Covid-19 en svo vegna þess að Skin, söngkona sveitarinnar, varð móðir. Nú geta aðdáendur þó látið sér hlakka til, því hljómsveitin er loksins væntanleg til landsins og mun hún koma fram í Laugardalshöll þann 29. apríl. Spenntust fyrir Íslandi Skunk Anansie kom síðast hingað til lands árið 1997. Þau léku þá fyrir troðfullri Laugardalshöll og hafa beðið eftir tækifæri til þess að endurtaka leikinn. Sjá einnig: „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ „Við höfum aldrei komið á stað eins og Ísland. Við dvöldum bara í nokkra daga en við elskuðum landið. Það voru samt aðeins öðruvísi tónleikar, í þetta skiptið verður þetta risastórt. Við erum búin að vera á tónleikaferðalagi í svolítinn tíma og Ísland er sá staður sem við hlökkum hvað mest til að spila á af öllum stöðunum. Við erum rosalega spennt,“ sagði Skin í viðtali við Ívar Guðmunds á Bylgjunni. Gömlu smellirnir í bland við nýtt efni Upphaflega áttu tónleikarnir að vera í tilefni 25 ára starfsafmælis hljómsveitarinnar. „Nú erum við að verða 28 ára,“ segir Skin og hlær. „En það þýðir bara að við erum með ennþá meira nýtt efni.“ Nýlega gaf hljómsveitin út lagið Can't Take You Anywhere sem hefur fengið góðar viðtökur. „Fólk er að elska það og fólk syngur með. Það er svo gaman. Nýju lögin okkar eru alveg jafn mikilvæg og þau gömlu. Nýju lögin eru þau sem halda okkur ferskum. En á sama tíma getum við ekki sleppt því að spila okkar vinsælustu smelli. Þannig þetta er bland af öllum plötunum okkar.“ Hætti að taka sviðsdýfur vegna Covid Heimsfaraldur hafði augljóslega mikil áhrif á áform hljómsveitarinnar. Skin greindi meðal annars frá því að hún væri hætt að taka svokallaðar sviðsdýfur. „Árið 2020 þá áttaði ég mig á því að ég gæti ekki tekið sviðsdýfur lengur vegna Covid. En það er aldrei að vita. Ég fékk Covid fyrir nokkrum mánuðum svo ég er sennilega ekki að fara smita neinn. Þannig við sjáum til.“ Hljómsveitin er virkilega spennt að koma aftur til Íslands og rífa þakið af Laugardalshöll. Þá er hún með sérstök skilaboð til aðdáenda sinna. Klippa: Skunk Anansie með skilaboð til aðdáenda Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Stórtónleikar Skunk Anansie færðir fram í nóvember Tónleikar Skunk Anansie sem áttu að fara fram þann 5. júní í Laugardalshöll færast til 6. nóvember. Miðarnir gilda á nýja dagsetningu. 24. febrúar 2021 16:50 Skunk Anansie á leið til Íslands Breska rokksveitin Skunk Anansie heldur tónleika á Íslandi í haust. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll, laugardagskvöldið 24. október. 17. febrúar 2020 10:15 „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ Skin, söngkona Skunk Anansie, rifjar upp síðustu Íslandsheimsókn og segist spennt fyrir því að spila aftur í Laugardalshöll á þessu ári. 23. febrúar 2020 07:00 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Tónleikarnir áttu upphaflega að fara fram haustið 2020 en síðan skall á heimsfaraldur. Þá stóð til að halda tónleikana á síðasta ári en þeim var frestað aftur, fyrst vegna Covid-19 en svo vegna þess að Skin, söngkona sveitarinnar, varð móðir. Nú geta aðdáendur þó látið sér hlakka til, því hljómsveitin er loksins væntanleg til landsins og mun hún koma fram í Laugardalshöll þann 29. apríl. Spenntust fyrir Íslandi Skunk Anansie kom síðast hingað til lands árið 1997. Þau léku þá fyrir troðfullri Laugardalshöll og hafa beðið eftir tækifæri til þess að endurtaka leikinn. Sjá einnig: „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ „Við höfum aldrei komið á stað eins og Ísland. Við dvöldum bara í nokkra daga en við elskuðum landið. Það voru samt aðeins öðruvísi tónleikar, í þetta skiptið verður þetta risastórt. Við erum búin að vera á tónleikaferðalagi í svolítinn tíma og Ísland er sá staður sem við hlökkum hvað mest til að spila á af öllum stöðunum. Við erum rosalega spennt,“ sagði Skin í viðtali við Ívar Guðmunds á Bylgjunni. Gömlu smellirnir í bland við nýtt efni Upphaflega áttu tónleikarnir að vera í tilefni 25 ára starfsafmælis hljómsveitarinnar. „Nú erum við að verða 28 ára,“ segir Skin og hlær. „En það þýðir bara að við erum með ennþá meira nýtt efni.“ Nýlega gaf hljómsveitin út lagið Can't Take You Anywhere sem hefur fengið góðar viðtökur. „Fólk er að elska það og fólk syngur með. Það er svo gaman. Nýju lögin okkar eru alveg jafn mikilvæg og þau gömlu. Nýju lögin eru þau sem halda okkur ferskum. En á sama tíma getum við ekki sleppt því að spila okkar vinsælustu smelli. Þannig þetta er bland af öllum plötunum okkar.“ Hætti að taka sviðsdýfur vegna Covid Heimsfaraldur hafði augljóslega mikil áhrif á áform hljómsveitarinnar. Skin greindi meðal annars frá því að hún væri hætt að taka svokallaðar sviðsdýfur. „Árið 2020 þá áttaði ég mig á því að ég gæti ekki tekið sviðsdýfur lengur vegna Covid. En það er aldrei að vita. Ég fékk Covid fyrir nokkrum mánuðum svo ég er sennilega ekki að fara smita neinn. Þannig við sjáum til.“ Hljómsveitin er virkilega spennt að koma aftur til Íslands og rífa þakið af Laugardalshöll. Þá er hún með sérstök skilaboð til aðdáenda sinna. Klippa: Skunk Anansie með skilaboð til aðdáenda
Tónlist Reykjavík Tengdar fréttir Stórtónleikar Skunk Anansie færðir fram í nóvember Tónleikar Skunk Anansie sem áttu að fara fram þann 5. júní í Laugardalshöll færast til 6. nóvember. Miðarnir gilda á nýja dagsetningu. 24. febrúar 2021 16:50 Skunk Anansie á leið til Íslands Breska rokksveitin Skunk Anansie heldur tónleika á Íslandi í haust. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll, laugardagskvöldið 24. október. 17. febrúar 2020 10:15 „Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ Skin, söngkona Skunk Anansie, rifjar upp síðustu Íslandsheimsókn og segist spennt fyrir því að spila aftur í Laugardalshöll á þessu ári. 23. febrúar 2020 07:00 Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fleiri fréttir Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Sjá meira
Stórtónleikar Skunk Anansie færðir fram í nóvember Tónleikar Skunk Anansie sem áttu að fara fram þann 5. júní í Laugardalshöll færast til 6. nóvember. Miðarnir gilda á nýja dagsetningu. 24. febrúar 2021 16:50
Skunk Anansie á leið til Íslands Breska rokksveitin Skunk Anansie heldur tónleika á Íslandi í haust. Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöll, laugardagskvöldið 24. október. 17. febrúar 2020 10:15
„Í minningunni var þetta algjörlega stórkostlegt“ Skin, söngkona Skunk Anansie, rifjar upp síðustu Íslandsheimsókn og segist spennt fyrir því að spila aftur í Laugardalshöll á þessu ári. 23. febrúar 2020 07:00