Nýi miðbærinn á Selfossi Svansvottaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2022 21:05 Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, ásamt Leó Árnasyni (fyrir miðju) og Gylfa Gíslasyni þega Svansvottunin var formlega afhent með merkjunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og er það mjög mikil viðurkenning fyrir þá starfsemi, sem fer þar fram í dag. Miðbærinn er í dag á fimm þúsund og fimm hundruð fermetra svæði en nú fara framkvæmdir að hefjast við annan áfanga, sem verður um átján þúsund fermetrar. Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira