Aguero, Drogba og Scholes á meðal sex nýrra leikmanna sem vígðir eru í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar Atli Arason skrifar 23. apríl 2022 11:46 Tilkynnt var í síðasta mánuði að Patrick Vieira og Wayne Rooney yrðu vígðir inn í frægðarhöllina og tóku þeir við verðlaunum sínum á fimmtudaginn ásamt Vincent Kompany og Ian Wright. Frá vinstri, Kompany, Vieira, Wright og Rooney ásamt Richard Masters, framkvæmdastjóra ensku úrvalsdeildarinnar. Getty Images Sergio Aguero, Didier Drogba, Paul Scholes, Ian Wright, Peter Schmeichel og Vincent Kompany voru allir vígðir inn í frægðarhöll (e. hall of fame) ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn fimmtudag. Leikmennirnir sex voru valdir af dómnefnd úrvalsdeildarinnar í bland við kosningu almennings. Frægðarhöllin verðlaunar þá leikmenn sem hafa skarað fram úr síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Viðurkenningin er sú æðsta sem úrvalsdeildin veitir leikmönnum, segir í tilkynningu frá deildinni. Sergio Aguero Sergio Aguero er markahæsti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Aguero skoraði 184 mörk í 275 leikjum fyrir Manchester City. Aguero kom til Englands tímabilið 2011/12 en hann lauk því tímabili með því að skora eitt sögufrægasta mark deildarinnar, sigurmarkið gegn QPR sem færði Manchester City sinn fyrsta úrvalsdeildartitill. Didier Drogba Didier Drogba gat skorað mörk í öllum regnbogans litum. Drogba vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með Chelsea og fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður tímabilsins í tvígang. Drogba steig alltaf upp í stóru leikjunum en framherjinn skoraði alls 104 mörk í 254 leikjum í úrvalsdeildinni. Paul Scholes Paul Scholes vann úrvalsdeildina 11 sinnum með Manchester United en hann er af mörgum talin einn besti miðjumaður sem nokkurn tíman hefur spilað í deildinni. Scholes skoraði 107 mörk ásamt því að leggja upp önnur 55 í 499 úrvalsdeildar leikjum. Ian Wright Ian Wright kom til Arsenal frá Crystal Palace árið 1991 og var marahæsti leikmaður liðsins sex tímabil í röð. Wright varð síðar markahæsti leikmaður í sögu Arsenal áður en Thierry Henry bætti það met. Wright skoraði 113 mörk í 213 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Peter Schmeichel Peter Schmeichel er fyrsti markvörðurinn sem er vígður inn í frægðarhöllina. Schmeichel vann fimm úrvalsdeildartitla á einungis sjö tímabilum með Manchester United. Danski markvörðurinn hélt marki sínu hreinu 128 sinnum í 310 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann er einnig eini markvörðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar þegar hann fékk þau afhent eftir tímabilið 1995/96. Vincent Kompany Vincent Kompany var fenginn til Manchester City árið 2008 og spilaði hann lykilhlutverk í að umbreyta liðinu í það sem það er orðið í dag. Kompany vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með City og var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2011/12. City hélt marki sínu hreinu 94 sinnum í þeim 265 leikjum sem Kompany spilaði. Til að verða gjaldgengur í frægðarhöllina þá verður leikmaðurinn að hafa lagt skónna á hilluna fyrir áramót sama árs. Leikmennirnir sex bætast nú við þá 12 leikmenn sem var nú þegar búið að vígja inn í frægðarhöllina en verðlaunin voru fyrst veitt á síðasta ári. Leikmennirnir fá allir medalíu ásamt 10.000 punda framlag í góðgerðarmál af þeirra vali. Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Leikmennirnir sex voru valdir af dómnefnd úrvalsdeildarinnar í bland við kosningu almennings. Frægðarhöllin verðlaunar þá leikmenn sem hafa skarað fram úr síðan úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Viðurkenningin er sú æðsta sem úrvalsdeildin veitir leikmönnum, segir í tilkynningu frá deildinni. Sergio Aguero Sergio Aguero er markahæsti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Aguero skoraði 184 mörk í 275 leikjum fyrir Manchester City. Aguero kom til Englands tímabilið 2011/12 en hann lauk því tímabili með því að skora eitt sögufrægasta mark deildarinnar, sigurmarkið gegn QPR sem færði Manchester City sinn fyrsta úrvalsdeildartitill. Didier Drogba Didier Drogba gat skorað mörk í öllum regnbogans litum. Drogba vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með Chelsea og fékk gullskóinn sem markahæsti leikmaður tímabilsins í tvígang. Drogba steig alltaf upp í stóru leikjunum en framherjinn skoraði alls 104 mörk í 254 leikjum í úrvalsdeildinni. Paul Scholes Paul Scholes vann úrvalsdeildina 11 sinnum með Manchester United en hann er af mörgum talin einn besti miðjumaður sem nokkurn tíman hefur spilað í deildinni. Scholes skoraði 107 mörk ásamt því að leggja upp önnur 55 í 499 úrvalsdeildar leikjum. Ian Wright Ian Wright kom til Arsenal frá Crystal Palace árið 1991 og var marahæsti leikmaður liðsins sex tímabil í röð. Wright varð síðar markahæsti leikmaður í sögu Arsenal áður en Thierry Henry bætti það met. Wright skoraði 113 mörk í 213 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Peter Schmeichel Peter Schmeichel er fyrsti markvörðurinn sem er vígður inn í frægðarhöllina. Schmeichel vann fimm úrvalsdeildartitla á einungis sjö tímabilum með Manchester United. Danski markvörðurinn hélt marki sínu hreinu 128 sinnum í 310 leikjum í úrvalsdeildinni. Hann er einnig eini markvörðurinn í sögu úrvalsdeildarinnar sem hefur unnið verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar þegar hann fékk þau afhent eftir tímabilið 1995/96. Vincent Kompany Vincent Kompany var fenginn til Manchester City árið 2008 og spilaði hann lykilhlutverk í að umbreyta liðinu í það sem það er orðið í dag. Kompany vann úrvalsdeildina fjórum sinnum með City og var valinn besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2011/12. City hélt marki sínu hreinu 94 sinnum í þeim 265 leikjum sem Kompany spilaði. Til að verða gjaldgengur í frægðarhöllina þá verður leikmaðurinn að hafa lagt skónna á hilluna fyrir áramót sama árs. Leikmennirnir sex bætast nú við þá 12 leikmenn sem var nú þegar búið að vígja inn í frægðarhöllina en verðlaunin voru fyrst veitt á síðasta ári. Leikmennirnir fá allir medalíu ásamt 10.000 punda framlag í góðgerðarmál af þeirra vali.
Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Leik lokið: Afturelding - Valur 0-2 | Engin vandræði á Val í Mosó Íslenski boltinn Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Leik lokið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira