Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 15:18 Ástandið í Maríupól er skelfilegt en fólk hefst við í göngum undir stálverinu Azovtal. Vísir/Skjáskot Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. Myndbandið birtist á Youtube og þar er talað við konur sem hafast við í verinu. Þær segja fimmtán börn vera í göngum undir stálverinu, allt frá ungabörnum til unglinga. Þau eru þar innilokuð ásamt fjölskyldum sínum, öðrum óbreyttum borgurum sem og starfsmönnum versins. Matur og vatn er næstum á þrotum og fólk á barmi hungurs. Hún segir þær birgðir sem fólk tók með sér vera að klárast. „Barnið mitt þarf að komast héðan á friðsamlegt svæði og aðrir sömuleiðis. Við biðjum fyrir öryggi barnanna okkar. Við höfum áhyggjur af börnunum sem og þeim eldri sem þurfa læknishjálp. Það líður ekki dagur án sprengjuárása og fólk er hrætt við að fara á klósettið,“ segir konan í myndbandinu. Myndbandið var tekið upp á fimmtudag og þar má sjá börn lita í litabók. Ungur drengur segir að hann þrái að sjá sólarljósið aftur og anda að sér fersku lofti eftir að hafa verið lokaður inni vikum saman í þessari dýflissu. Þá er einnig rætt við konu sem segist hafa verið innilokuð síðan 25.febrúar, frá öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Aðrir segjast hafa leitað skjóls í verinu í byrjun mars þegar Rússar réðust að íbúðarhverfum borgarinnar. Á fimmtudag lýsti Vladimír Pútín yfir sigri í Maríupól og sagði borgina fallna. Hann sagði að hersveitir Rússa í borginni myndu ekki reyna að ráðast inn í stálverið en sprengjuárásir Rússa hafa hins vegar haldið áfram. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Myndbandið birtist á Youtube og þar er talað við konur sem hafast við í verinu. Þær segja fimmtán börn vera í göngum undir stálverinu, allt frá ungabörnum til unglinga. Þau eru þar innilokuð ásamt fjölskyldum sínum, öðrum óbreyttum borgurum sem og starfsmönnum versins. Matur og vatn er næstum á þrotum og fólk á barmi hungurs. Hún segir þær birgðir sem fólk tók með sér vera að klárast. „Barnið mitt þarf að komast héðan á friðsamlegt svæði og aðrir sömuleiðis. Við biðjum fyrir öryggi barnanna okkar. Við höfum áhyggjur af börnunum sem og þeim eldri sem þurfa læknishjálp. Það líður ekki dagur án sprengjuárása og fólk er hrætt við að fara á klósettið,“ segir konan í myndbandinu. Myndbandið var tekið upp á fimmtudag og þar má sjá börn lita í litabók. Ungur drengur segir að hann þrái að sjá sólarljósið aftur og anda að sér fersku lofti eftir að hafa verið lokaður inni vikum saman í þessari dýflissu. Þá er einnig rætt við konu sem segist hafa verið innilokuð síðan 25.febrúar, frá öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Aðrir segjast hafa leitað skjóls í verinu í byrjun mars þegar Rússar réðust að íbúðarhverfum borgarinnar. Á fimmtudag lýsti Vladimír Pútín yfir sigri í Maríupól og sagði borgina fallna. Hann sagði að hersveitir Rússa í borginni myndu ekki reyna að ráðast inn í stálverið en sprengjuárásir Rússa hafa hins vegar haldið áfram.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira