Þorleifur Úlfarsson, sem var valinn í nýliðavalinu af Houston Dynamo, hóf leik á bekknum þegar liðið heimsótti Dallas í kvöld.
Þorleifi var skipt inná á 77.mínútu þegar hann kom inná fyrir Carlos Ferreira sem hafði náð forystunni fyrir Houston Dynamo eftir hálftíma leik og hafði Dynamo enn forystu þegar Þorleifi var skipt inná.
Á lokakaflanum fór hins vegar allt úrskeiðis hjá gestunum því Dallas skoraði tvö mörk á síðustu mínútum leiksins. Fyrst jafnaði Tsiki Ntsabeleng metin á 87.mínútu og þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Facundo Tomas Quignon það sem reyndist sigurmark leiksins fyrir Dallas.
Houston Dynamo með tólf stig eftir átta leiki.