Fékk símtal sem allar svartar mæður hræðast Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. apríl 2022 19:22 Móðir unglingspilts, sem lögregla hafði í tvígang afskipti af vegna leitar að strokufanga í vikunni, segist hafa verið hrædd og niðurlægð þegar lögreglu var sigað á son hennar. Hún telur lögreglu hafa gert alvarleg mistök og segir vitundarvakningu um raunveruleika ungmenna af erlendum uppruna nauðsynlega. Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“ Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Mál Gabríels Boama, sem var á flótta undan lögreglu í þrjá daga, vakti mikla athygli en vakti ekki síður upp umræðu um kynþáttafordóma í íslensku samfélagi. Lögregla fékk gríðarmargar ábendingar í tengslum við leitina; og elti eina slíka upp í strætisvagn á miðvikudag. Þar sat sextán ára sonur Claudiu Wilson, algjörlega ótengdur málinu en dökkur á hörund eins og Gabríel. Hún fékk þannig símtal með orðum sem hún segir enga svarta móður vilja heyra; lögregla, barnið þitt og byssa. „Það skiptir engu máli að við erum á Íslandi. Ekki í Bandaríkjunum. Það er sami ótti og hræðsla sem vaknar hjá manni,“ segir Claudia. Getur ekki horft á myndbandið Mæðginin voru í bakaríi í Mjóddinni morguninn eftir þegar lögregla vitjaði piltsins aftur. Claudia segir það hafa verið mjög niðurlægjandi fyrir þau bæði. Myndband af atvikinu komst í dreifingu á samfélagsmiðlum. „Það segir sig sjálft að ég get ekki horft á þetta myndband. Þetta var móment þar sem ég var móðir og er að hugsa um barnið mitt á þessari stundu og einhvern veginn hætt að sjá að það var fólk í kringum mig. Ég var bara að hugsa um að vernda hann.“ Sonur Claudiu hefur fengið áfallahjálp. „Og hann segir að þó að þetta sé náttúrulega mjög slæmt og að hann hefði viljað sleppa því að fá athygli út af þessu máli, að kannski hafi það verið nauðsynlegt til þess að þessi umræða geti farið fram.“ Hefði mátt koma í veg fyrir sérsveitina Lögregla og ríkislögreglustjóri hafa sagt að ekki hefði verið hægt að bregðast öðruvísi við. Lögregla hafi þurft að fylgja ábendingum við leit að hættulegum manni. Þessu er Claudia ósammála. Lögregla hefði til dæmis mátt vera gagnrýnni á lýsingar manns sem hún telur tilkynnandann. „Maðurinn í Teslunni sá á hvaða bíl við komum og hefði auðvitað getað lesið upp bílnúmer. Það hefði auðveldlega verið hægt að fletta því upp hver á bílinn, sem er ég. Í öðru lagi skilst mér að Gabríel sé áberandi hávaxinn. Strákurinn minn er það ekki,“ segir Claudia. „Í mínum huga áttu alvarleg mistök sér stað. Sem stöfuðu að mínu mati á vanþekkingu hennar [lögreglu] á hættunni sem fylgir kynþáttamiðaðri löggæslu, á ensku racial profiling.“ Eðlilegt sé að gera ríkari kröfur til lögreglu en almennra borgara sem tilkynntu piltinn í þessum efnum. Þá kveðst hún nú skynja mikið vantraust meðal fólks af erlendum uppruna í garð lögreglu. Þetta verði að fyrirbyggja, sem hún vinni nú að. „Og ríkislögreglustjóri hefur sýnt bæði í orði og verki að hún er að hlusta. Og ég held að á þessum tímapunkti, það er náttúrulega allt frekar hrátt, að það sé mikilvægt að fólk hlusti.“
Lögreglumál Mannréttindi Kynþáttafordómar Gæsluvarðhaldsfangi flýr úr héraðsdómi Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira