Ölvaðir ökumenn fjárhagslega ábyrgir fyrir afkomendum fórnarlamba Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ölvaðir ökumenn verða gerðir fjárhagslega ábyrgir fyrir afkomendum fórnarlamba. Getty Ný löggjöf í Tennessee í Bandaríkjunum mun leiða til þess að ökumenn sem valda dauða einhvers með ölvunarakstri munu bera fjárhagslega ábyrgð á afkomendum fórnarlambsins. Það ætti ekki að þurfa að segja það, en ekki keyra undir áhrifum áfengis. Þjóðvegaöryggisráð Bandaríkjanna (NHTSA) áætlar að nærri 30 manns láti lífið á degi hverjum í Bandaríkjunum vegna ölvunaraksturs. Þessi atvik kosta 44 milljarða dollara á ári, eða um 5.707 milljarða íslenskra króna. Tennessee fylki er að reyna að bregðast við þessum atvikum með því að gera ökumönnum sem valda dauða foreldris að halda börnum viðkomandi uppi fjárhagslega, þar til börnin verða fullorðin við 18 ára aldur. Ekki er um hefðbundnar meðlagsgreiðslur, í þeim skilningi að þær taki að einhverju leyti mið af tekjum greiðenda. Greiðslurnar eru miðaðar við ýmsa utanaðkomandi þætti, til að mynda fjárhagslegum þörfum barnanna. Dómstólar hafa ákvörðunarvald um fjárhæðir stuðningsins. Lögin bera nafn þriggja systkina, Ethan Haile og Bentley (e. Ethan, Haile, and Bentley's Law) sem eru börn lögreglumannsins Nicholas Galinger. Galinger var drepinn af ölvuðum ökumanni árið 2019. Bandaríkin Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent
Það ætti ekki að þurfa að segja það, en ekki keyra undir áhrifum áfengis. Þjóðvegaöryggisráð Bandaríkjanna (NHTSA) áætlar að nærri 30 manns láti lífið á degi hverjum í Bandaríkjunum vegna ölvunaraksturs. Þessi atvik kosta 44 milljarða dollara á ári, eða um 5.707 milljarða íslenskra króna. Tennessee fylki er að reyna að bregðast við þessum atvikum með því að gera ökumönnum sem valda dauða foreldris að halda börnum viðkomandi uppi fjárhagslega, þar til börnin verða fullorðin við 18 ára aldur. Ekki er um hefðbundnar meðlagsgreiðslur, í þeim skilningi að þær taki að einhverju leyti mið af tekjum greiðenda. Greiðslurnar eru miðaðar við ýmsa utanaðkomandi þætti, til að mynda fjárhagslegum þörfum barnanna. Dómstólar hafa ákvörðunarvald um fjárhæðir stuðningsins. Lögin bera nafn þriggja systkina, Ethan Haile og Bentley (e. Ethan, Haile, and Bentley's Law) sem eru börn lögreglumannsins Nicholas Galinger. Galinger var drepinn af ölvuðum ökumanni árið 2019.
Bandaríkin Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent