Nauðgaði og ýtti konu ofan í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 13:34 Maðurinn nauðgaði konunni áður en hann ýtti henni ofan í gjótu og yfirgaf hana. Myndin er af sænskum helli en tengist ekki fréttinni. Getty/Arterra Lögreglan í Svíþjóð hefur til rannsóknar karlmann sem talinn er hafa nauðgað konu og ýtt henni í gjótu eftir að hún hafnaði bónorði hans. Konan fannst á föstudaginn eftir að hafa legið í gjótunni í tvo daga. Síðdegis á föstudaginn síðastliðinn barst viðbragðsaðilum í Norberg í Västmanland hjálparbeiðni frá manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan bæinn. Í skóginum er að finna gamla námu en þaðan höfðu maðurinn og börnin hans heyrt hjálparköll frá ungri konu. Maðurinn fann konuna ofan í um 25 metra djúpri gjótu. Þegar lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir mættu á staðinn var slökkviliðsmaður látinn síga niður í gjótuna til þess að sækja konuna, sem var síðan flutt á sjúkrahús með þyrlu. Lars Johansson, formaður björgunarsveitarinnar í Avesta, segir í samtali við Aftonbladet að konan sé heppin að hafa lifað fallið af. „Hún er mjög heppin, það var örlítill snjór í botni gjótunnar sem gæti hafa mýkt lendinguna. Þetta var samt mjög hátt fall og endar venjulega ekki svona vel þegar fólk fellur niður meira en 20 metra,“ segir Johansson í samtali við blaðið. Konan var slösuð eftir fallið og hafði ofkælst en ástand hennar er annars óþekkt fjölmiðlum í Svíþjóð. Karlmaður, sem talinn er hafa nauðgað konunni og ýtt henni ofan í gjótuna, var handtekinn í suðurhluta Svíþjóðar í gær. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun og tilraun til manndráps. Samkvæmt frétt Aftonbladet herma heimildir þess að maðurinn hafi beðið konunnar á miðvikudag þarna í skóglendinu fyrir utan Norberg. Þegar hún hafi hafnað bónorðinu hafi hann nauðgað henni og kastað henni í gjótuna. Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Síðdegis á föstudaginn síðastliðinn barst viðbragðsaðilum í Norberg í Västmanland hjálparbeiðni frá manni sem hafði verið með börnin sín á gangi í skóglendi fyrir utan bæinn. Í skóginum er að finna gamla námu en þaðan höfðu maðurinn og börnin hans heyrt hjálparköll frá ungri konu. Maðurinn fann konuna ofan í um 25 metra djúpri gjótu. Þegar lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir mættu á staðinn var slökkviliðsmaður látinn síga niður í gjótuna til þess að sækja konuna, sem var síðan flutt á sjúkrahús með þyrlu. Lars Johansson, formaður björgunarsveitarinnar í Avesta, segir í samtali við Aftonbladet að konan sé heppin að hafa lifað fallið af. „Hún er mjög heppin, það var örlítill snjór í botni gjótunnar sem gæti hafa mýkt lendinguna. Þetta var samt mjög hátt fall og endar venjulega ekki svona vel þegar fólk fellur niður meira en 20 metra,“ segir Johansson í samtali við blaðið. Konan var slösuð eftir fallið og hafði ofkælst en ástand hennar er annars óþekkt fjölmiðlum í Svíþjóð. Karlmaður, sem talinn er hafa nauðgað konunni og ýtt henni ofan í gjótuna, var handtekinn í suðurhluta Svíþjóðar í gær. Hann hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um nauðgun og tilraun til manndráps. Samkvæmt frétt Aftonbladet herma heimildir þess að maðurinn hafi beðið konunnar á miðvikudag þarna í skóglendinu fyrir utan Norberg. Þegar hún hafi hafnað bónorðinu hafi hann nauðgað henni og kastað henni í gjótuna.
Svíþjóð Erlend sakamál Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira