Þarf fullkominn leik gegn Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 26. apríl 2022 17:01 Unai Emery er með „fimm háskólagráður“ í að ná árangri í Evrópukeppnum í fótbolta. Getty/Sebastian Widmann Unai Emery segist aldrei hafa séð betra Liverpool-lið en það sem að Villarreal, sem Emery stýrir, mætir á morgun í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Emery segir að þrátt fyrir að lið Liverpool sem vann Meistaradeildina fyrir þremur árum hafi verið frábært þá sé liðið í dag enn fjölhæfara og betra. Villarreal þurfi „fullkominn“ leik. „Við höfum ekki lengur sama tækifæri til að koma á óvart,“ segir Emery sem stýrt hefur Villarreal til sigurs gegn Juventus og Bayern München á leiðinni í undanúrslitin. Ólíklegt er að Liverpool falli í sömu gildru. „Í fyrsta einvíginu gegn Juventus áttum við auðvelt með að koma á óvart og lentum líka 1-0 undir, sem skipti máli upp á að Juventus brygðist ekki við. Gegn Bayern var það líka mikilvægt að við gætum varist aftarlega [í seinni leiknum],“ sagði Emery. Sigurstranglegri en sýna virðingu „Þetta er ekki í boði lengur. Þegar maður er kominn í undanúrslit þá á maður það skilið. Og miðað við það sem maður heyrir frá Liverpool, þeir hafa sagt mjög gáfulega hluti, og virðinguna sem þeir hafa sýnt – þeir þekkja okkur, vita að þetta verður erfitt og hvað við getum. Þeir eru sigurstranglegri en sýna samt virðingu,“ sagði Emery sem fagnaði sigri gegn Liverpool sem stjóri Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2016, í lok fyrstu leiktíðar Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. „Við verðum að greina, undirbúa okkur, mæta sem besta útgáfan af okkur og láta ölduna bera okkur áfram. Við verðum að eiga fullkominn leik. Við vitum að þetta er undanúrslitaleikur og að við erum að mæta sigurstranglegasta liðinu en við höfum trú á okkur og ætlum að marka okkur pláss á vellinum,“ sagði Emery. Leikur Liverpool og Villarreal á morgun hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Emery segir að þrátt fyrir að lið Liverpool sem vann Meistaradeildina fyrir þremur árum hafi verið frábært þá sé liðið í dag enn fjölhæfara og betra. Villarreal þurfi „fullkominn“ leik. „Við höfum ekki lengur sama tækifæri til að koma á óvart,“ segir Emery sem stýrt hefur Villarreal til sigurs gegn Juventus og Bayern München á leiðinni í undanúrslitin. Ólíklegt er að Liverpool falli í sömu gildru. „Í fyrsta einvíginu gegn Juventus áttum við auðvelt með að koma á óvart og lentum líka 1-0 undir, sem skipti máli upp á að Juventus brygðist ekki við. Gegn Bayern var það líka mikilvægt að við gætum varist aftarlega [í seinni leiknum],“ sagði Emery. Sigurstranglegri en sýna virðingu „Þetta er ekki í boði lengur. Þegar maður er kominn í undanúrslit þá á maður það skilið. Og miðað við það sem maður heyrir frá Liverpool, þeir hafa sagt mjög gáfulega hluti, og virðinguna sem þeir hafa sýnt – þeir þekkja okkur, vita að þetta verður erfitt og hvað við getum. Þeir eru sigurstranglegri en sýna samt virðingu,“ sagði Emery sem fagnaði sigri gegn Liverpool sem stjóri Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2016, í lok fyrstu leiktíðar Liverpool undir stjórn Jürgens Klopp. „Við verðum að greina, undirbúa okkur, mæta sem besta útgáfan af okkur og láta ölduna bera okkur áfram. Við verðum að eiga fullkominn leik. Við vitum að þetta er undanúrslitaleikur og að við erum að mæta sigurstranglegasta liðinu en við höfum trú á okkur og ætlum að marka okkur pláss á vellinum,“ sagði Emery. Leikur Liverpool og Villarreal á morgun hefst klukkan 19 og er sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira