„Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2022 23:00 Pep Guardiola var hrifinn af leik kvöldsins. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, var nokkuð sáttur með 4-3 sigur sinna manna gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hann segir þó að sínir menn hefðu getað unnið stærra, enda náði liðið tveggja marka forskoti í þrígang. „Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
„Þetta var frábær leikur hjá báðum liðum. Við gerðum fullt af góðum hlutum, en því miður þá fengum við á okkur mörk og náðum ekki að skora meira. En þetta eru tveir leikir og sá næsti er eftir viku,“ sagði Pep að leik loknum. Spánverjinn hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðu sína í kvöld, en segir þó að þeir hafi gerst sekir um klaufaleg mistök á köflum. „Við spiluðum frábæran leik á móti mögnuðu liði. En þegar þeir komust aftur inn í leikinn í fyrri hálfleik þá var það af því að við vorum að gefa þeim tækifæri til þess. Við vorum stressaðir uppbyggingunni þar sem við erum venjulega mjög öruggir og góðir. Þeir eru líka með sterka og góða pressu.“ „Við erum samt ótrúlega stoltir af Manchester City núna. En þetta snýst um að komast í úrslit en stundum kemur svona fyrir í fótbolta. Við förum til Madrídar til að vinna þann leik.“ Stjórinn hélt áfram að hrósa öllu því sem fótbolti hefur upp á að bjóða og minnir á það að í svona leikjum getur allt gerst. „Við dettum úr leik á móti Tottenham (árið 2019) þegar [Fernando] Llorente skorar með hendinni. Í dag var það hendi á [Aymeric] Laporte. Þetta gerist. Það eina sem við getum gert er að spila eins vel og við getum. Real Madrid er bara með þannig gæði að þeir geta refsað þér. Það sem við gerðum með og án bolta, að búa til hvert færið á fætur öðru, ég get ekki beðið um mikið meira.“ „Núna bið ég leikmennina bara um að hvíla sig. Núna er leikurinn á móti Leeds um helgina það mikilvægasta fyrir okkur og svo förum við til Madrídar til að vinna. Bæði lið vilja sækja og hafa gæðin til þess að spila vel. Fótbolti er stórkostlegt sjónarspil. Ég vil óska Carlo [Ancelotti] og hans leikmönnum til hamingju af því að þeir eru það góðir. En á sama tíma sáum við að við getum alveg verið það líka,“ sagði Pep að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Sjá meira
City fer með forystu til Spánar eftir sjö marka leik Englandsmeistarar Manchester City fara með eins marks forskot inn í síðari leik liðsins gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-3 sigur í hörkuleik kvöld. 26. apríl 2022 21:02