Þykir leitt að eineltisskýrslu hafi verið lekið Bjarki Sigurðsson skrifar 27. apríl 2022 07:00 Þorgerður Laufey er núverandi formaður Félags grunnskólakennara og sækist eftir endurkjöri. Stöð 2 Formanni Félags grunnskólakennara þykir það leitt að samskiptaskýrsla, sem flokkaði hegðun hennar gagnvart öðrum starfsmanni félagsins sem einelti, hafi lekið. Báðir aðilar málsins vilja bæta samskipti sín. Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Í gærkvöldi fór fram fundur með frambjóðendunum þar sem meðlimum félagsins gafst tækifæri á að spyrja þá úr spjörunum. Einelti á skrifstofunni Á fundinum barst fyrirspurn um færslu sem birtist í Facebook-hóp fyrir grunnskólakennara á Íslandi þar sem fram kom að samkvæmt samskiptaskýrslu sem gerð var innan kennarasambandsins, flokkist hegðun sitjandi formanns, Þorgerðar Laufeyjar, gagnvart öðrum starfsmanni sem einelti. Samskiptin voru skoðuð af sálfræðistofu sem komst að þessari niðurstöðu. Þorgerður svaraði fyrirspurninni um málið og sagði að henni þætti það afar leitt að skýrsla sem þessi hafi lekið enda sé hún trúnaðarmál. Hún staðfestir þó að skýrslan hafi verið gerð og útkomu hennar. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætir við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Baráttumál fyrir stéttina Mjöll var næst að tjá sig um málið og sagði að henni þætti mjög leitt að frétta að samskipti innan sambandsins séu ekki í góðum farvegi. Pétur benti á að ef það er eitthvað sem kennarar hafa barist við seinustu 30 ár þá sé það einelti og þyki það sorglegt að einhver samskipti innan kennarasambandsins sé hægt að flokka sem slíkt. Þorgerður átti síðasta orðið í umræðunni og bað fólk um að láta dómstól götunnar ekki dæma í þessu máli. Atkvæðagreiðsla til formanns félagsins hefst klukkan 14 næsta mánudag, 2. maí. Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira
Í næstu viku hefjast formannskosningar fyrir Félag grunnskólakennara. Þrír eru í framboði, Mjöll Matthíasdóttir, kennari við Þingeyjarskóla, Pétur Vilberg Georgsson, kennari við Brekkubæjarskóla, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, núverandi formaður félagsins. Í gærkvöldi fór fram fundur með frambjóðendunum þar sem meðlimum félagsins gafst tækifæri á að spyrja þá úr spjörunum. Einelti á skrifstofunni Á fundinum barst fyrirspurn um færslu sem birtist í Facebook-hóp fyrir grunnskólakennara á Íslandi þar sem fram kom að samkvæmt samskiptaskýrslu sem gerð var innan kennarasambandsins, flokkist hegðun sitjandi formanns, Þorgerðar Laufeyjar, gagnvart öðrum starfsmanni sem einelti. Samskiptin voru skoðuð af sálfræðistofu sem komst að þessari niðurstöðu. Þorgerður svaraði fyrirspurninni um málið og sagði að henni þætti það afar leitt að skýrsla sem þessi hafi lekið enda sé hún trúnaðarmál. Hún staðfestir þó að skýrslan hafi verið gerð og útkomu hennar. „Í þessu tilfelli, þá verður alveg að segjast eins og er, koma fram ákveðin atriði þar sem að ég hefði átt að gera betur og ég gengst við því,“ sagði Þorgerður og bætir við að vilji beggja málsaðila sé að bæta samskipti. Baráttumál fyrir stéttina Mjöll var næst að tjá sig um málið og sagði að henni þætti mjög leitt að frétta að samskipti innan sambandsins séu ekki í góðum farvegi. Pétur benti á að ef það er eitthvað sem kennarar hafa barist við seinustu 30 ár þá sé það einelti og þyki það sorglegt að einhver samskipti innan kennarasambandsins sé hægt að flokka sem slíkt. Þorgerður átti síðasta orðið í umræðunni og bað fólk um að láta dómstól götunnar ekki dæma í þessu máli. Atkvæðagreiðsla til formanns félagsins hefst klukkan 14 næsta mánudag, 2. maí.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagasamtök Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sjá meira