Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Fanndís Birna Logadóttir skrifar 27. apríl 2022 14:00 Egill Aðalsteinsson Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins almennt góða hér á landi þar sem sífellt færri eru nú að greinast. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 50 prósent landsmanna nælt sér í veirunna en líklega er raunverulegur fjöldi mun hærri. Önnur áhrif veirunnar eru þó að koma í ljós víða um heim en niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Svíþjóð benda til að það sé aukin áhætta á blóðtappamyndun hjá Covid sjúklingum í allt að sex mánuði eftir smit. Niðurstöðurnar voru birtar fyrr í mánuðinum en þar kom í ljós að fjórir af hverjum tíu þúsund sem fengu Covid höfðu myndað blóðtappi í djúpæðakerfi (e. deep vein thrombosis) á tímabilinu, frá febrúar 2020 til maí 2021, samanborið við einn af hverjum tíu þúsund sem ekki höfðu fengið Covid. Enn fremur höfðu sautján af hverjum tíu þúsund Covid sjúklingum fengið blóðtappa í lungu (e. pulmonary embolism) á tímabilinu, samanborið við færri en einn af hverjum tíu þúsund hjá þeim sem ekki höfðu fengið Covid. Aukin hætta hafi verið á blóðtöppum í fótum í allt að þrjá mánuði og í lungum í allt að sex mánuði. Þá var aukin áhætta á innvortis blæðingum, þar á meðal heilablóðfalli, í allt að tvo mánuði. https://twitter.com/search?q=covid%20dvt&src=typed_query Þórólfur segir það lengi hafa legið fyrir að það séu auknar líkur á blóðtappamyndun eftir Covid-sýkingu. Þá er einnig aukin áhætta eftir bólusetningu með ákveðnum bóluefnum en hættan er þó töluvert meiri greinist einstaklingur með veiruna. Hingað til hefur þó verið talað um styttri tíma. „Það hefur verið talað um þessa auknu áhættu fyrstu vikurnar eftir smit, og bólusetningu líka. Hvort að það er eitthvað lengra eftir smit heldur en áður var talið, það er alveg mögulegt,“ segir Þórólfur. Tilefni til að fara varlega Fréttastofa hefur heyrt af tilviki þar sem Íslendingur sem hafði greinst með Covid fékk blóðtappa eftir flug. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er það þó ekki algengt og eru ekki til tölur yfir slík tilvik hér á landi. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort fólk sé í meiri hættu þegar það fer í flug eftir að hafa smitast. Það er þó vitað að það er aukin áhætta á blóðtappa þegar fólk situr lengi hreyfingarlaust, til að mynda í flugvél eða löngum bílferðum. Á internetinu má finna ýmsar leiðbeiningar um hvernig er hægt að fyrirbyggja blóðtappa í flugi, til að mynda þessar hér fyrir ofan frá Lyfju. Skjáskot Aðspurður um hvort það sé tilefni til að fólk fari varlega, nú sérstaklega þegar ferðaþjónustan er aftur að fara á flug, segir Þórólfur að svo geti verið, þá einna helst fyrstu vikurnar eftir smit. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar til, bæði að fólk hreyfi sig og noti ákveðna teygjusokka, og að fólk noti jafnvel einhverja blóðþynningu eins og asprín eða eitthvað meðan á flugferð stendur og það getur alveg gilt áfram,“ segir Þórólfur. Hvað aðrar langtímaafleiðingar Covid varðar, bæði líkamlegar og andlegar, segir Þórólfur að þær eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum. „Við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar og það er jafnvel talið að einhverjir tugir prósenta af fólki sem að smitast get i átt við þessi vandamál að stríða en þetta á bara eftir að skýra dálítið betur,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00 Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins almennt góða hér á landi þar sem sífellt færri eru nú að greinast. Samkvæmt opinberum tölum hafa tæplega 50 prósent landsmanna nælt sér í veirunna en líklega er raunverulegur fjöldi mun hærri. Önnur áhrif veirunnar eru þó að koma í ljós víða um heim en niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Svíþjóð benda til að það sé aukin áhætta á blóðtappamyndun hjá Covid sjúklingum í allt að sex mánuði eftir smit. Niðurstöðurnar voru birtar fyrr í mánuðinum en þar kom í ljós að fjórir af hverjum tíu þúsund sem fengu Covid höfðu myndað blóðtappi í djúpæðakerfi (e. deep vein thrombosis) á tímabilinu, frá febrúar 2020 til maí 2021, samanborið við einn af hverjum tíu þúsund sem ekki höfðu fengið Covid. Enn fremur höfðu sautján af hverjum tíu þúsund Covid sjúklingum fengið blóðtappa í lungu (e. pulmonary embolism) á tímabilinu, samanborið við færri en einn af hverjum tíu þúsund hjá þeim sem ekki höfðu fengið Covid. Aukin hætta hafi verið á blóðtöppum í fótum í allt að þrjá mánuði og í lungum í allt að sex mánuði. Þá var aukin áhætta á innvortis blæðingum, þar á meðal heilablóðfalli, í allt að tvo mánuði. https://twitter.com/search?q=covid%20dvt&src=typed_query Þórólfur segir það lengi hafa legið fyrir að það séu auknar líkur á blóðtappamyndun eftir Covid-sýkingu. Þá er einnig aukin áhætta eftir bólusetningu með ákveðnum bóluefnum en hættan er þó töluvert meiri greinist einstaklingur með veiruna. Hingað til hefur þó verið talað um styttri tíma. „Það hefur verið talað um þessa auknu áhættu fyrstu vikurnar eftir smit, og bólusetningu líka. Hvort að það er eitthvað lengra eftir smit heldur en áður var talið, það er alveg mögulegt,“ segir Þórólfur. Tilefni til að fara varlega Fréttastofa hefur heyrt af tilviki þar sem Íslendingur sem hafði greinst með Covid fékk blóðtappa eftir flug. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala er það þó ekki algengt og eru ekki til tölur yfir slík tilvik hér á landi. Þórólfur segir erfitt að segja til um hvort fólk sé í meiri hættu þegar það fer í flug eftir að hafa smitast. Það er þó vitað að það er aukin áhætta á blóðtappa þegar fólk situr lengi hreyfingarlaust, til að mynda í flugvél eða löngum bílferðum. Á internetinu má finna ýmsar leiðbeiningar um hvernig er hægt að fyrirbyggja blóðtappa í flugi, til að mynda þessar hér fyrir ofan frá Lyfju. Skjáskot Aðspurður um hvort það sé tilefni til að fólk fari varlega, nú sérstaklega þegar ferðaþjónustan er aftur að fara á flug, segir Þórólfur að svo geti verið, þá einna helst fyrstu vikurnar eftir smit. „Það eru ákveðnar leiðbeiningar til, bæði að fólk hreyfi sig og noti ákveðna teygjusokka, og að fólk noti jafnvel einhverja blóðþynningu eins og asprín eða eitthvað meðan á flugferð stendur og það getur alveg gilt áfram,“ segir Þórólfur. Hvað aðrar langtímaafleiðingar Covid varðar, bæði líkamlegar og andlegar, segir Þórólfur að þær eigi eftir að koma í ljós á næstu mánuðum. „Við eigum bara eftir að fá betri upplýsingar og það er jafnvel talið að einhverjir tugir prósenta af fólki sem að smitast get i átt við þessi vandamál að stríða en þetta á bara eftir að skýra dálítið betur,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00 Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Sjá meira
Á þriðja tug bótakrafna komnar fram vegna alvarlegra aukaverkana Sjúkratryggingum hefur þegar borist 23 bótakröfur vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19. Lyfjastofnun hefur borist 35 tilkynningar um dauðsföll í kjölfar hennar. Forstjórinn segir að í einhverjum tilvikum sé hægt að tengja alvarlegar aukaverkanir við bóluefni. 6. janúar 2022 20:00
Eitt barn lagt inn með blóðtappa og annað með fjölkerfabólgusjúkdóm Börn sem eru of ung til að fá bólusetningu eru 40 prósent einstaklinga í einangrun en innan við 15 prósent íbúa landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknisembættisins. 13. október 2021 09:53