Eyjamenn tilkynntu um nýjan samning við Hönnu kvöldið fyrir úrslitakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2022 10:31 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir í leik með ÍBV á móti Val í Olís deildinni í vetur. Vísir/Hulda Margrét Úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum í fyrstu umferð. Eyjakonur taka þá á móti Stjörnunni en ÍBV kom með góðar fréttir kvöldið fyrir leikinn. Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti) Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV hefur framlengt samning sinn við Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur um tvö ár en þetta kom fram á miðlum félagsins. Hanna, eins og hún er oftast kölluð, gekk til liðs við ÍBV fyrir tveimur árum síðan. Hún var að glíma við meiðsli fyrri hluta yfirstandandi tímabils eftir að hafa leikið stórkostlega í úrslitakeppninni í fyrra, þegar liðið fór í undanúrslit og var hársbreidd frá því að komast í úrslit. Einhverjir veltu því eflaust fyrir sér hvort að Hanna myndi snúa aftur heim á Selfoss nú þegar uppeldisfélag hennar er aftur komið upp í efstu deild en Eyjamenn gengu frá málunum og hún spilar því áfram í Eyjum. Hrafnhildur Hanna er 26 ára gömul en hefur fengið sinn skammt af meiðslum á ferlinum. Þegar hún hefur verið heil þá hefur hún sýnt styrk sinn meðal annars með því að verða þrisvar markadrottning deildarinnar þegar hún lék með Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur verið að koma aftur inn á síðustu vikum og hefur fengið tíma til að ná sér enn betur af meiðslunum í landsleikjahléinu sem er nýlokið. „Við hjá ÍBV eru afar ánægð að samkomulagið sé í höfn, enda er það stór þáttur í þeim plönum sem við höfum hjá kvennaliðinu fyrir næstu tímabil,“ segir í fréttinni hjá Eyjamönnum. Það segir líka að Hanna sé ánægð með þessa ákvörðun. Henni liði vel í Vestmannaeyjum og hjá ÍBV og að hún ætli sér stóra hluti á komandi tímum með liðinu eins og segir í fréttinni. Leikur ÍBV og Stjörnunnar hefst klukkan 19.40 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á undan verður fyrsti leikur KA/Þórs og Hauka sýndur á sömu stöð. Seinni bylgjan gerir síðan upp báða leiki kvöldsins eftir að leik lýkur í Eyjum. View this post on Instagram A post shared by I BV Handbolti (@ibv_handbolti)
Olís-deild kvenna ÍBV Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Sjá meira